Orð Þorsteins Pálssonar í tíma töluð

Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins hefur verið framkvæmdastjóri vinnuveitenda,  formaður Sjálfstæðirflokksins, alþingismaður, fagráðherra, forsætisráðherra og sendiherra í Bretlandi og Danmörku. Hann ritar forystugrein í blað sitt í dag, þar sem hann eyðir litlu skammir út í ríkisstjórnina en gefur henni ráð. Að hans mati á hún einungis tvo kosti annars vegar aðgerðaleysi og vaxandi ólgu í þjóðfélaginu og hins vegar e-s konar "þjóðstjórnarsamstarf" stjórnmálamanna, launþega og atvinnurekenda.

"Um hvað á slíkt samstarf að snúast? Það er skýrt: Fyrst og fremst að ákveða evru sem framtíðargjaldmiðil fólksins í landinu. Samhliða því þarf að taka ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu. Jafnframt þarf að ná samstöðu þessara þjóðfélagsafla um bráðaaðgerðir til að halda atvinnufyrirtækjum gangandi  og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila." Og hann vill "kalla fulltrúa úr atvinnulífinu og launþegahreyfingunni inn í ríkisstjórniuna. Að auki ættu stjórnarflokkarnir að endurnýja hluta ráðherra sinna." ...."Mikilvægt er að samhliða slíkri þróun mála fari fram uppgjör við fortíðina."

"Hiki ríkisstjórnin við að grípa það tækifæri til þjóðarsamstöðu sem við blasir er líklegast að ólgan taki völdin..." ...."Tímaglas íhugunar er tómt."

Eins og skáldið sagði, þegar tíminn pípuhatt sinn tók og píanistinn sló sinn lokahljóm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband