26.11.2008 | 21:06
Góður botn
Allir hagyrðingar vita að góður botn ræður því, hvort vísa lifir eða deyr. Góður fyrripartur getur aldrei bjargað lélegum botni. Þetta veit ég líka þó ég sé enginn hagyrðingur. Því reyni ég aldrei að botna vísur heldur reyni ég stundum að kasta fram fyrripörtum ef hagyrðingar eru í nánd. Þessir fyrripartar fá sjaldnast góða botna og eru því sjálfdauðir. Þeir eru handan þess, sem góðir hagyrðingar leggja nafn sitt við. Þetta eru mín örlög.
Yngri sonur minn, Friðrik Thor, veit þetta líka um eðli góðra vísna. Og hann veit það líka, að hið sama gildir um góðar örsögur. Hann byrjar gjarnan á botninum og lætur síðan auðnu ráða um fyrripartinn. Hér er gott dæmi um eina slíka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Velkominn í bloggið Sigurbjörn!
Strákurinn er góður
Júlíus Valsson, 27.11.2008 kl. 08:42
Ég fann hvorki botn né fyrripart á blogginu hjá syninum.
Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.