Gefum heilbrigðu síldinni líf

Úr því að hægt er að nota sýktu síldina í gúanó ætti fremur að veiða hana en þá heilbrigðu í þeirri von, að einstaklingar, sem hafa náttúrulega mótstöðu gegn sýklinum, lifi til undaneldis.
mbl.is Síldveiðunum stjórnað frá degi til dags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara svo fjandi erfitt að flokka hana neða sjávar.

Ólafur (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 16:20

2 identicon

Síldin hefur enga náttúrulega mótstöðu gagnvart sýklinum en sýkill þessi finnst í fleiri fiskstofnum en þeir aftur á móti hafa mótstöðu fyrir honum. Þegar síldin er svona þétt eins og hún hefur verið innst í Breiðarfirði er auðvelt fyrir sýkilinn að dreifa sér en það er misjafnt milli fiska hversu langt sýkillinn er genginn. Síldin lifir ekki þetta af og drepst af þessum sýkli og er verið að rannsaka það núna með því að skoða hjörtun í síldinni hversu mikið hlutfall er þegar orðið sýkt. Það að fleiri þúsund tonn af síld drepist og leggist á botninn innst í Breiðarfirði er ekki gott því þarna er svo grunnt og fúlna firðirnir og ekki verður vistlegt fyrir fyrir fiska og önnur sjávardýr á þessu svæði. Þess vegna er verið að skoða þann möguleika  að grisja fjörðinn, þetta er aðeins lítill hluti síldarstofnsins sem er mjög sterkur um þessar mundir.

Tobbi Villa (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 16:33

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Sigurbjörn. Nú þarf að veiða sem mest af þessari síld á Breiðafirði, þar sem hún er mjög þétt. Jafnvel að gefa út auka kvóta til þess. Hættan er minni þar sem síldin er dreifðari og ekki á lygnum sjó. Það yrði skelfilegt fyrir lífríkið þarna innarlega á Breiðafirði ef mörg hundruð þúsund tonn af sýktri síld dræpist þar og legðist á botninn. Betra er að veiða sem mest af þessu í bræðslu. Auðvitað er ekki hægt að flokka sýkta síld frá heilbrigði en það myndi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu að veiða meira þar. Nú fer maður að spyrja sig um hrun hörpuskelsstofnsins í Breiðafirði fyrir nokkrum árum. Gallinn er sá að öll fiskifræði hér við land síðustu ár hefur miðast við friðun og að passa upp á ofveiði. Það hefur ekkert verið tekið tillit til sveltandi stofna og nú er síldin kannski að leita í nýtt sýkt æti á botninum sem þar er vegna hlýnunar sjávar og síldarstofninn orðinn of stór. Fiskifræðingar sögðust í fyrra mæla 700.000 tonn innarlega á Breiðafirði. Heildarkvótinn er 140.000 tonn, að mig minnir. Þetta sama er að gerast með þorskinn. Hann sveltur vegna þess hve lítið veiðum. 40 sentimetra langir þorskar sem eru undirmálsfiskar og má ekki veiða eru samt kynþroska. Alls staðar í náttúrunni reyna kvikindin að fjölga sér ef hætta steðjar að. Ef við tökum grenitré og flytjum það ber það köngla árið eftir. Þetta skilja ekki íslenskir fiskifræðingar. Þeir vinna eftir reiknilíkönum. 

Haraldur Bjarnason, 3.12.2008 kl. 20:06

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Tek undir með Ólafi 1)  Þar sem síldin er sýkt á a.m.k. tveimur svæðum nú þegar, en þó ekki öll, hlýtir að vera nokkuð erfitt að flokka hana eftir heilbrigði -ofan- eða neðansjávar.  Einhverjir sjálfboðaliðar ?  

Og hvert á að selja síld, sem úr vellur gröftur, jafnvel í gúanó ?

Þetta er hið versta mál, en varir vonandi ekki að eilífu, frekar en annað... 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 03:07

5 identicon

Maður veltir fyrir sér, hvort þorskurinn sé nokkuð ónæmur fyrir þessari óværu. Þorskurinn étur jú alla síld sem hann kemst yfir, þ.e.a.s. meðan hún er lifandi og syndir. Ekki er ólíklegt að smit berist í gegn um meltingarveg þessara sjávardýra.  Ýsan er hinsvegar hrææta og gæti smitast við að éta dauðu síldina.

Netamaður (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband