Velkominn í pólitíkina-helst strax

Eins og fyrr hefur verið bent á, þá hefur Davíð truflandi áhrif á þjóðina. Nú hefur hún misst sig vegna yfirlýsingar hans, að hann gæti hugsað sér að fara í pólitík, verði honum ekki vært í Seðlabankanum næstu árin. Um leið missir þjóðin sjónar á því sem skiptir máli. En Davíð hefur með þessari yfirlýsingu og um það hvaða flokkur sé "hans flokkur" staðfest að hann  er í pólítík. Við höfum pólitískan seðlabankastjóra.

Það eru allir velkomnir í pólitík. Líka Davíð Oddsson. Ef hann getur hugsað sér að verða aftur pólitíkus í stað þess að sitja í Seðlabankanum, þá er það sennilega besti kosturinn fyrir þjóðina í þessari stöðu og kemur svo sannarlega til móts við þá, sem vilja hann burt frá peningamálastjórninni. Þá geta þeir tekist á við hann á réttum vettvangi og glímt við hann eftir sömu reglum og gilda um okkur öll.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

En það eru fjórar hliðar á hverju máli. Davíð á ekki að komast upp með það að praktísera pólitík úr stól seðlabankastjóra. Það á heldur ekki að vera í lagi að í stjórnkerfinu hefur enginn þurft að stíga til hliðar í bankahruninu. Geir á ekki að veigra sér við því að gera nauðsynlegar breytingar á þeirri forsendu að það kunni að skaða flokkinn hans. Og það er hrein og klár niðurlæging fyrir embætti forsætisráðherra að vera fjarstýrt úr Svörtuloftum með hótunum.

Ef Geri ætlar að halda andlitinu, eftir þetta makalausa viðtal Davíðs, á hann ekki annan kost en að láta þennan vin sinn víkja úr embætti. Helst fyrir hádegi.

Haraldur Hansson, 4.12.2008 kl. 09:29

2 identicon

Ég hjó einmitt líka eftir þessu í morgun með "flokkurinn minn" og þá mun "ég ekki setja mig upp á móti". Maðurinn heldur svo miklu dauðahaldi í pólítíkina að sorglegt er orðið.
Okkar eina von er að einhver sparki svo fast í rassgatið á Geir að hann reki Davíð, hann láti af störfum bankastjóra, fari að sinna pólitíkinni opinberlega aftur, fari í formannsslag í janúar og kosningar næsta vor.
Formannsslagnum mun hann að sjálfsögðu tapa, brítur smá horn af flokknum og fer í sérframboð, nær engu kjöri og hunskast af landi brott með skottið á milli lappanna.
Það er varla margir Geirfuglar eftir sem myndu styðja hann.

Jón Örn Kristinsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband