Taybet Zaman

Þú stóðst í hlíðinni

í sólhvítum stöfum,

jarðbrún, sælleg og fögur,

með rósir í kinnum,

full eftirvæntingar,

Ilmur liðinna daga. 

 

Tókst okkur opnum faðmi. 

 

Við hurfum til þín,

fylltum strætin

óvæntri auðlegð

og gleði

í ilmi liðinna daga. 

 

Litfögur skrín

mótuð framandi fingrum,

búin til brottferðar,

heitur eimur

og mjúkhentir Tyrkir

á beru holdi,

svignuð borð. 

 

Bikararnir barmafullir. 

 

Ó þú Ilmur liðinna daga,

Taybet Zaman. 

 

(Í Jordaníu, 2000)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað ljóð.Er eitthvað til þýtt með þessum höfundi,hef ekki rekist á það.Kannast ekki við þetta höfundarnafn. Minnir aðeins á Snorra Hjartarson,ljóðmyndir líkar að mínu mati.Gaman að lesa,takk fyrir.

Númi (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:40

2 identicon

Taybet Zaman er þorp nærri hinni fornu borg Petru í Jórdaníu. Nafni þess má snara á þann hátt sem ég geri: Ilmur liðinna daga. Höfundur er undirritaður bloggari. Snorri Hjartarson var gott skáld enda ættaður úr Ólafsdal eins og margir aðrir höfðingjar. Hann eyddi dögum sínum á meðal bóka almennings á efri hæðinni í Esjubergi við Þingholtsstræti. Þar hefði verið gamn að vera fluga á vegg. 

Sigurbjorn Sveinsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:54

3 identicon

Snilld hjá þér.Já stórkostlegt,meira svona takk.

Númi (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:52

4 identicon

Ég vissi það!

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:02

5 identicon

Frábært!

Ásta Sóllilja (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:15

6 identicon

Já Snorri var kannski ekki svo fjarri lagi en ég hélt þetta væri Omar Khayam og Magnús Ásgerisson.  Skil samt ekkert í því að mér skyldi ekki strax detta réttur höfundur í hug. Gott hjá þér.

Sandholt (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:33

7 identicon

Kannski blogga ég það e-n daginn.

Sigurbjörn Sveinsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:28

8 identicon

Flott ljóð nafni. Til hamingju með þetta. Góða helgi. Lifi lífið!

Sigurbjörn Þorkelsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband