Stjórnvöld persónugera - án okkar hjálpar

Við erum skömmuð fyrir að persónugera hlutina. Að því er fundið með vandlætingu, að rangar meginreglur, blinda á galla þeirra, aðgerðaleysi við afleiðingunum og mistök við neyðarráðstafanir séu tengd einstaklingum í þjóðlífinu. Svo er þessi gagnrýni á atburði líðandi stundar og á stjórnvöld spyrt við það sem nú er kallað “Davíðshatur” og á ekkert skylt við uppbyggilegar athugasemdir um gangverk þjóðfélagsins. Þar eru á ferðinni annars vegar einhver framandi lágkúra og hins vegar steinbarn í maga gamalla pólitískra andstæðinga Davíðs Oddssonar.   

Ríkisstjórnin með forustu Sjálfstæðisflokksins í broddi fylkingar getur ekki losað sig undan þeirri ábyrgð, sem hún ber á aðdraganda, risi og hnigi þessa mikla örlagaleiks, sem nú stendur. Hún verður að axla þessa ábyrgð og ábyrgðin er persónuleg. Ég er í hópi margra annarra sjálfstæðismanna, sem eru vonsviknir yfir hugmyndafræðilegu skipbroti, já nánast brotlendingu sjálfstæðistefnunnar í höndum þeirra, sem nú ráða og etv. enn fremur þeirra, sem ætla sér að taka við flokknum.   

Það raunalega við stöðu Davíðs Oddsonar er, að þrátt fyrir marga góða hluti sem hann á í pólitík liðinna ára, þá er hann ekki  lengur réttur maður á réttum stað. Vilji hans til góðra verka er ekki dreginn í efa en getan á þessum tímum er skert og fyrst og fremst fyrir það, að hann hefur truflandi áhrif á þjóðina eins og áður hefur verið bent á.  Þjóðin nær ekki vopnum sínum, nær ekki að einbeita sér að aðkallandi verkefnum. Hún er upptekin af pólitískum bankastjóra í Seðlabankanum. Þessi ringulreið nær langt inn í raðir pólitískra samherja og forustumanna atvinnulífs og launþega.   

Það er ekki alþýðan sem persónugerir vandamálin, það eru stjórnvöld sjálf sem það gera – án okkar hjálpar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Sigurbjörn

Ég veit að mjög margir sjálfstæðismenn eru sama sinnis og þú og ég get tekið heilshugar undir hvert einasta orð í færslu þinni. Innihald pistils þíns er ekki á ósvipuðum nótum og það sem ég hef skrifað undanfarna mánuði.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.12.2008 kl. 07:27

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Innilega sammála þér.

Kristberg Snjólfsson, 12.12.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband