Minning

Heiđkaldur vindur

í framandi landi.

Sumar

og viđ klifjuđ

á regnsvörtum göngum.

Nístandi gráblautur raki

og blind glerţök.

 

Skíma ađ morgni,

kýr á akri og enginn í nánd

nema viđ,

óbođnir gestir

í ókunnu leikhúsi.

  

Amsterdam?

 

Sigling

í ţrúgandi móđu.

Ógleđi og uppköst

- og hitasótt.

 

Svalandi,

lognmjúkur lófi á enni,

sólheit umhyggja ţín,

ástin,

sem var ţarna strax

í árdaga.

 

Heim!

segirđu seyđandi rómi

eins og álfkona

í Tungustapa.

 

Perlur á bandi,

börnin og ţú

og gullhvítir dagar,

ungir eins og brjóstin,

ávalir eins og mjađmirnar,

bjartir sem hár ţitt,

 

og endalaus sćla

á Fróni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikiđ er ţetta fallegt.

Ásta Sóllilja (IP-tala skráđ) 12.12.2008 kl. 13:56

2 identicon

Enn og aftur snilld hjá ţér.     Hvađ á bókin ađ heita.?

Númi (IP-tala skráđ) 12.12.2008 kl. 23:11

3 identicon

Haha Friđrik. Góđur!

Ásta Sóllilja (IP-tala skráđ) 13.12.2008 kl. 09:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband