Slæmt mál

Vonandi mun taka stuttan tíma að leggja drög að framhaldi við byggingu tónlistarhússins og að treysta rekstrargrundvöll sinfóníuhljómsveitarinnar, sem ekkert hefur annað til saka unnið en að vera opinber stofnun. Listir og menning mega alls ekki verða hornrekur kreppunnar.
mbl.is Vinnu við Tónlistarhúsið frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þú ferð með himinskautum.

Sigurbjörn Sveinsson, 5.1.2009 kl. 22:36

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sigurbjörn ef ég mætti velja, með hag allra landsmanna í huga, ekki bara þeirra sem eru í Reykjavík og nágrenni, myndi ég leggja þessa peninga sem áttu að fara í tónlistarhús á þessu ári í félagsleg málefni og heilbrigðisþjónustu. Það er verið að leggja skatta á sjúklinga og krefjast þess af sjúkrahúsum, eins og hér á Akureyri að spara 200 milljónir. Hér er búið að loka Skjóli og færa gamalt fólk á tvibýli. Eina barnageðlækninum utan Reykjavíkur sagt upp. Dagdeild geðsjúkra lokað. Svo eru menn að fárast yfir einhverju tónleikahúsi. Reykvíkingum er frjálst að halda áfram með það af eigin skattfé en ég frábið mér þvílíkan hégóma af skattfé annarra landsmanna. Hallgrímskikja var ein 40 ár í byggingu. Þjóðleikhúsið eitthvað á þriðja áratug í byggingu. Þá sneið þjóðin sér stakk eftir vexti. Sama með sinfoníuna. Hún er búin að mergsjúga Ríkisútvarpið frá stofnun. Þeir sem hafa kost á að fara á tónleika hennar eiga að borga fyrir það. Við sem engan áhuga höfum á þess lags tónlist eigum ekki að greða kostnaðinn. Ef slíkt er nauðsun legg ég til að okkur rokkunnendum verðu gert jafnt undir höfði. Nú er mál að linni. Nú þurfum við að forgangsraða. Pappírspeningarnir fuku út í veður og vind með útrásargæjunum.

Haraldur Bjarnason, 5.1.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tek heils hugar undir með þér Sigurbjörn varðandi tónlistarhúsið. Það á eftir að verða kennileiti fyrir höfuðborgina og draga til okkar mikið af ferðamönnum á komandi áratugum. Menning og listir eru nauðsynlegir þærtir i þjóðlífinu og svo eitt enn.

Ef þú hugsar um skort, þá munt þú upplifa skort.

Ef þú hugsar um ríkidæmu, þá muntu upplifa ríkidæmi.

Hvort viljum við heldur ???

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.1.2009 kl. 23:30

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Við skulum hafa hugmynd Hólmfríðar að leiðarljósi og byggja nákvæma eftirmynd á Lúvrsafninu í París uppi á Vatnajökli. Mikið væri nú gott að hýsa listamenn og aðra slíka í þvílíkri glæsibyggingu, enda bera þeir enga ábyrgð á þeirri kreppu sem nú geisar.

Hugsum bara um ríkidæmi meðan fólk lætur lífið vegna þess að ekki er til nóg af peningum til að borga fyrir sómasamlegan mat eða heilbrigðisþjónustu. Við þurfum jú að hafa kennileitin á hreinu, skítt með menntun eða heilbrigði, eða yfirleitt að halda landinu í byggð...

Hugsum bara um bull og vitleysu og ég skal ábyrgjast að það er það sem við upplifum.

Góðar stundir....

Hörður Þórðarson, 6.1.2009 kl. 00:26

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo mun, að á hverjum tíma verður að styðja listir allar, það er grunnur þess að rækta land og lýð.

Þó er svo, að ekki má mismuna félögum í þeirri viðleitni.

Við verðum að láta hverja sögu ganga sem gengur.  Ekki er þolandi, að ,,menn komi  að rekstri og stuðningi við" bla bla bla.  Félög hafa tekist á við ólík verkefni og þó svo, að aðgerðir þeirra kom i þeim á hausinn, getum við ekki stigið inn til bjargar á koansað almennings.

Hé reru of mörg slík verkefni svo sem Egilshöllin, Sýningahöllin og Tónlistahúsið.  ÞEssi félög verða bara að fara á hausinn og eigur þeirra boðna upp til ljúkningar krafna.

Síðan er hugsanlegt í hverju tilviki, að aðrir komi að kaupum á reitunum, alldeilis eins og hjá almenningi, öngvir koma til hjálpar ungum hjónum sem keyptu íbúð í góri trú um, að allt væri á styrkum stoðum.

Gjörum því jafnt við alla í svona l-öguðu og látum ekki hafa okkur út í að redda sumum en láta aðra bara róa.

Íhaldsmenn eins og ég tel mig vera viljum að eitt skuli yfir alla ganga íþessum efnum og eru EKKI til viðtals um að sumum verði bjargað (til dæmis útgerðar með festingu gengis á gambl -reikningum þeirra).

Með árámótakveðju

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 6.1.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband