Áfall og uppörvun sunnudagsins.

Á dögunum bloggaði ég í bjartsýni minni um kvótasamlag fyrir smábátaútgerðir. Í barnaskap mínum taldi ég að smábátaútgerðum ætti að vera auðveldara að greiða fyrir kvóta en togskipaútgerðum, þar sem sannanlegur tilkostnaður við veiðarnar væri mun minni í smábátaútgerðinni en með stóru skipunum. Áfallið kom með Silfri Egils þegar Ingólfur Arnarson, doktor í sjávarútvegsfræðum, lýsti eignamynduninni í sjávarútvegi, hvernig kvótasamruni hefði leitt til falskrar verðmyndunar á kvóta og  innihaldslausra efnahagsreikninga sjávarútvegsfyrirtækja og veðsetninga langt umfram raunveruleg verðmæti. Ingólfur lýsti sjávarútveginum sem pappírstígrisdýri eins og Mao formaður hefði orðað það. Ég verð að viðurkenna að ég varð hálf lamaður eftir þennan þátt Silfursins. Hér er krækja í silfrið.  

Það er ekki til nema eitt svar við þessu: Þjóðin taki kvótann til sín og endurleigi hann.

Uppörvun dagsins kom fyrst með prédikun Friðriks Schram í útvarpsmessu á Seltjarnarnesi, þar sem hann hafði að ræðuefni hafvillur fangavarða Páls postula á Miðjarðarhafi. Páll uppörvaði skipsfélaga sína í lífshættunni. Friðrik hefur mikla gáfu til prédikunar allt frá æskuárum.

Hin síðari blessan kom með nýjum formanni Framsóknar. Hafði slysast til af e-m ástæðum að leggja honum gott orð í vikunni áður.  Nú hef ég engar sérstakar mætur á Framsóknarflokknum en miklar mætur á mörgum Framsóknarmönnum, sem ég hef kynnst sem vinum, kunningjum og nágrönnum. Framsóknarflokkurinn hefur einn flokka gengið í sig - að sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband