5.2.2009 | 16:47
Endurlífgun
Yfirlćknirinn stóđ allt í einu í dyrunum fasmikill ađ vanda.
-Ertu međ sjúkling?
-Nei
-Komdu, sagđi hann venju fremur ţjösnalega.
Ég var fljótur upp úr stólnum. Ţurfti ađ endurlífga einhvern? Ţađ yrđi ekki í fyrsta skiptiđ sem viđ blésum lífsandanum í e-n hér í Mjóddinni.
- Ţađ eru hádegistónleikar uppi í Gerđubergi.
- Já en ég er óétinn.
-Ţú getur bara fengiđ ţér súkkulađi og étiđ undir mússíkinni.
Á leiđinni í bílnum var mér hugsađ til tónleikanna í kvöld. Messiaen gćti orđiđ harđur undir tönn. Var ţetta ekki of mikiđ á einum og sama deginum?
Couperin, Rachmaninoff, Beethoven og jafnvel Saint Saëns voru ţarna allir á ferđ međ Gunnari Kvaran og Peter Máté. Svanurinn úr Kjötkveđjum dýranna var ábót á súkkulađiđ. Dularfullt heiti á tónverki, Kjötkveđjur dýranna. Ekki beint lystugt.
Ég ákvađ ađ blogga um ţessa tónleika. En ţá rifjađist upp fyrir mér tónlistargagnrýni, sem ég las fyrir áratugum og ég seig niđur í sćtiđ. Mađur hefur ekki leyfi til ađ stíga á stall međ hverjum sem er, hugsađi ég. Mađur ţarf ađ hafa bréf upp á ţađ. Ég fer allavega ekki í fötin hans Sigurđar Ţórs Guđjónssonar.
Meira um ţađ í helgarmola á morgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:03 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.