Prik handa VG

VG hamaðist gegn þessu ákvæði á sínum tíma. Það var auðvitað afgreitt eins og hvert annað vinstra nöldur. Það var eftir öðru.

Það er skaði, að skynsemin hafi ekki fengið að ráða meiru um okkar örlög.


mbl.is Varaði þingforseta við stjórnarskrárbrotinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.

Menn hefðu kannski betur lagt við hlustir og tekið mark á því sem þeir í VG hafa sagt unanfarin ár.

Þetta er ekki það eina sem hefur verið afgreitt sem nöldur og tuð en reynist svo rétt vera þegar upp er staðið. 

101 (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:47

2 identicon

Merkilegt. Ekki eru nú mannréttindi í hávegum höfð þarna innan hins háa yfirvalds okkar þegar ekki er hlustað á góð rök.  Lof fyrir dómarann.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 05:49

3 identicon

Já það er virkilegur skaði fyrir þessa þjóð að skynsemin hafi ekki fengið að ráða síðastliðin 18 ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ásamt Framsóknarflokknum skaðað þjóð sína meira en orð fá lýst. Það er einnig sorglegt að vegna þess að við íslendingar erum í lið og tökum hollystu við flokka fram yfir ást okkar á vorri þjóð að svona er komið, við erum ekki til í að refsa þeim sem hafa staðið sig illa. Ég kaus einu sinni Sjálfstæðisflokkinn, en hann hefur skaðað þessa þjóð og orðspor okkar meira en nokkur annar, og þess vegna spyr ég þig, hvernig geturðu fundið það í hjarta þínu að halda áfram að styðja við skaðræðið?

Valsól (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 07:40

4 identicon

Góður punktur að ofan no 3. og skítt með alla flokka.   Þurfum að geta kosið persónur, ekki flokka.

EE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 07:55

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Eins og ég hef bent á áður þá hafa meginmarkmið Sjálfstæðisflokksins haft mikla þýðingu fyrir stjórnmál á Íslandi og félagslega þróun. Þau hafa líka haft mikla þýðingu fyrir þróun atvinnumála og haft áhrif á hagsældina til góðs. Ekki kvörtuðum við um aldamótin þegar hér var allt í blóma og ekki óveðursský á lofti.

Þá var því miður í farvatninu breyting til hins verra, því þegar saman fara fé og völd, sérlega þau, sem lengi hafa staðið og ekkert virðast þurfa að óttast, þá fer venjulega illa og rotnunin verður innan frá. Það kennir sagan okkur. "Það þarf sterk bein til að þola góða daga" er ekki út í bláinn sagt.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikilvægt hlutverk í framtíð íslenskra stjórnmála. Ég á bágt með að sjá skýrar átakalínur án hans. En til þess að það geti orðið, þá þarf hann að fara í gegnum hreinsunareld endurskoðunar og endurnýjunar og þola mótlæti stjórnarandstöðunnar lengur en þá 80 daga sem nú eru framundan.

Sigurbjörn Sveinsson, 10.2.2009 kl. 09:43

6 identicon

Ég vona að vinstri stjórn taki við landinu eftir kosningar því við getum alveg sleppt því að búa hérna annars. Ef unga barnafólkið okkar verður hrakið úr landi og fólksflótti verður mikill, hverjir eiga þá að standa undir öllum skuldunum og kosnaðinum við þjóðfélagið? Kaus einu sinni Sjálfstæðisflokk en mun aldrei gera það aftur.

Ína (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:18

7 identicon

EE --> Ef kosið er um persónur en ekki flokka verður hver höndin upp á móti annarri í þinginu og ekkert kemst í verk þar sem engir koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Nema þá að þingmenn myndi sín á meðal bandalög... sem síðan verða flokkar...

Það er ekki á kjánaganginn í Alþingishúsinu bætandi. Að kjósa persónur en ekki flokka held ég að sé glapræði.

Friðrik Thor (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:00

8 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Meginstraumar viðhorfanna í samfélaginu verða að skipuleggja sig hverju sinni. Hvort sem það heita flokkar eða e-ð annað. Óhlutbundin kosning til Alþingis er ekki raunhæft markmið. En þessir "flokkar" mættu verða sveigjanlegri en nú er. Það mætti gjarnan vera meiri endurskipulagning og gerjun fyrir hverjar kosningar. Og kjósandinn ætti að hafa meiri möguleika á að raða á listana en nú. Það er grundvallarkrafa.

Flokkar, sem steyptir eru í sama mót áratug eftir áratug hljóta að bera í sér uppdráttarsýki eins og komið hefur á daginn.

Sigurbjörn Sveinsson, 10.2.2009 kl. 12:03

9 identicon

Friðrik Þór:  Já, ábyggilega er það satt.  Hinsvegar vil ég geta valið um fólk þannig að það skipti máli í flokkunum/hópunum, kannksi eins og í Bandaríkjunum.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 12:51

10 identicon

Þú meinar þá að þú vilt hafa prófkjör til að ákvarða stöðu einstaklinga innan flokka?

Annars er það Thor.

Friðrik Thor (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:46

11 identicon

Friðrik Thor (fyrirgefðu, það var óvart)

Ég veit ekki hvort ég get lýst þessu þar sem ég er ekki nógu mikið inni í pólistísku skipulagi.  Nei, ég meina ekki prófkjör heldur að fólk geti merkt við vissa einstaklinga í kosningunum sjálfum og þannig raðast þeir niður í vægi, ja innan flokka/hópa/lista, samkvæmt atkvæðafjölda, kannski í þeim dúr sem Sigurbjörn meinar að ofan, í no 8.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 15:00

12 identicon

Kannski vantaði þarna inn í að það er fólkið sem raðar niður í vægi, ekki pólitíkusar flokka.

EE elly

EE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 15:20

13 identicon

Það gleymist í umræðunni að "flokkur" er hugtak. Það er alveg sama þó notuð sé persónuaðferðin við að raða á lista, einstaklingar með sömu viðhorfin draga sig saman í hópa, dilka, hreyfingar eða flokka.

Er nokkuð verra að búið sé að mynda hópinn, hreyfinguna eða flokkinn fyrir kosningar en eftir þær? 

Ég held ekki. 

101 (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 19:03

14 identicon

101:  Verra kannksi veltur á hvaða niðurstöðu fólk vill.  Fólkið velur ekki persónurnar og vægi þeirra ef flokkurinn er búinn að gera það fyrir kosningar.   Flokkavald er alltof mikið í landinu og úrelt.  Færa þarf valdið til fólksisns.  Þetta virkar í öðrum löndum.

EE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband