12.2.2009 | 15:41
Tækifærissinninn sjálfum sér trúr
Gat verið að Óli Eff kæmi með enn eina bókunina fulla með stóryrðum og nánast fúkyrðum um þá skynsamlegu framkvæmd "sem bjarga verður í hús". Það má segja, að seilst sé nánast eftir hverju sem er, ef það kann að vera til vinsælda fallið.
Andstaða Óla Eff mun áreiðanlega tryggja skynsamlega niðurstöðu í þessu máli. Þess vegna er ég alveg rólegur.
Hugnast ekki framhald framkvæmda við Tónlistarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Athugasemdir
Það er hreint með ólíkindum ef það á að halda áfram að byggja tónlistarhúsið. Talið er að það eigi eftir að kosta 13 milljarða og á sama tíma er verið að tala um að skera niðum um 12 milljarða samtals í heilbrigðis- og skólamálum. Ég trúi ekki öðru en fólk eigi eftir að rísa upp gegn þessu rugli og þó ég viti að það þurfi að skapa vinnu þá gerum við það bara með viðhaldi á byggingum, lagningu suðurlandsvegar o.s.frv. Við höfum ekkert að gera við þetta tónlistarhús sem á eftir að kosta okkur gríðarlega mikla fjármuni, kortar síðan ekkert smá mikið að reka og einhverjir útvaldir nota það því eitt er víst að margir hafa ekki efni á því að mæta á sinfoníutónleika og svoleiðis.
Við erum á hausnum og við verðum að gera upp við okkur hvað skiptir mestu máli. Er það heilbrigðis- og skólakerfið okkar eða er það tónlistarhús????????????????????
Auðbjörg (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 16:25
Sæll Sigurbjörn
Frá mínum bæjardyrum séð er sjálfsagt að taka aftur upp vinnu við tónleikahúsið.
Við það vinnst margt.
T.d.
Vinna fyrir iðnaðarmenn af ýmsu tagi.
Húsið stendur ekki hálfklárað og undir skemmdum árum saman.
Loksin, loksins fær tónlistin sitt hús. Nógu lengi er búið að bíða.
Peningar verða settir í umferð og vonandi hjálpar það til að þíða næstum botnfreðinn peningamarkað.
kveðjur, H.P.
Hólmfríður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:36
Stefán áttir þú ekki að vera að passa barnabörnin? Hvað ertu að trufla mína mission?
Sigurbjörn Sveinsson, 12.2.2009 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.