Alkul er bara alkul

Alkul getur ekki verið "svolítið", "nokkuð" eða "algert". Það gæti verið "svo til" eða "nánast" en þessi fyrirsögn er rökleysa. Alkul er "absolut" ástand. Náttúrufræðilega skilgreint hugtak. Ef um hlaupara er að ræða þá er því aldrei lyst að hann hafi komið algerlega í mark. Hann bara "kemur í mark".


mbl.is Alkul í bílasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mikil sól eða lítil sól, næstum logn, alveg logn ?

Jón Snæbjörnsson, 16.2.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Á sól og logn má leggja mælistiku skv. íslenskri málvenju. Reyndar líka á kul ef út í það er farið. Það má s.s. lýsa því að magni. Þegar forskeytinu al- hefur verið bætt framan við, þá verður kulinu ekkert frekar lýst. Því hefur verið lýst í botn. 

Sigurbjörn Sveinsson, 16.2.2009 kl. 09:28

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þetta er hárrétt hjá þér, Sigurbjörn.

Wilhelm Emilsson, 16.2.2009 kl. 09:35

4 identicon

Enda væri þetta sennilega aldrei notað með "svolítið" eða "nokkuð". Heldur er bara verið að leggja áherslu á þetta með því að nota "algert"

Það ástand að vera hálfviti er þjóðfélagslega skilgreint hugtak. Það er því ekki hægt að vera "nánast" hálfviti en samt væri sanngjarnt að segja að sumir séu algjörir hálfvitar

 En ég segi bara svona því mig langar alltaf að vera á móti öllu :)

Gústi (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 10:13

5 identicon

Sama má segja um orðið "fullkomið". Í fjölmörg ár hefur það verið stigbreytt þó um endanlegt ástand sé að ræða.

Þórir Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 11:24

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála.  Ég hjó eftir þessu líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.2.2009 kl. 12:30

7 identicon

Al lýsir algert.  Alkul = Algert kul.  ´Lýst í botn´ er rökrétt.  Getur ekki orðið kaldara.

(Hins vegar gæti hlauparinn farið í gegnum markið hinu megin).  Algerlega.  Þ.e. ef maður vill endilega sjá svörtu hliðarnar.

EE 

EE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 12:37

8 identicon

hefurðu heyrt um hugtakið "wisserbesser"?

Tómas Örn (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 13:05

9 identicon

Að hverjum beinurðu það Tómas Örn.  Man eftir annarri umræðu þar sem þú ´vissir´það sem þú vissir þó ekki.  Þetta var vitlaust hjá Mogganum.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 13:14

10 identicon

Þ.e: Að hverjum beinirðu það Tómas Örn?

EE

EE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 13:15

11 identicon

Sigurbirni, ég hef hann grunaðan um að hafa gert mig að wisserbesser nefnilega og er nú að ná mér niðri á honum....Svona fyrir utan allt hitt sem ég veit en veit þó ekki, hvað vissi ég en vissi þó ekki? Það er af svo mörgu að taka, ég er nefnilega búinn að gleyma öllu sem ég veit og a.m.k. helmingnum af því sem ég veit ekki.

Tómas Örn (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 13:36

12 identicon

Mín mistök Tómas Örn  og afsakaðu það.  Gáði að þessu og það var vitlaus maður.  Hinn hét e-ð Tómas og þóttist vita það sem hann vissi ekkert.  Það var ekki Tómas Örn.

EE elle (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 13:43

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

til sjós þá er frekar talað um skýjafar td þegar send eru veðurskeiti; 1/2 skýjað eða 1/4 skýjað - logn er logn en svo er til andvari - gola - kaldi

hitt er eflaust rétt líka - svo er það hitt að eftir kl 1800 þá býður maður gott kvöld óháð birtuskilum td á sumri - eða er mig að misminna

Jón Snæbjörnsson, 16.2.2009 kl. 14:41

14 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

léttskýjað er náttúrulega líka notað - mikil sól þá

Jón Snæbjörnsson, 16.2.2009 kl. 14:42

15 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Svona til að halda okkur við efnið: Hér er alkul.

Sigurbjörn Sveinsson, 16.2.2009 kl. 14:47

16 identicon

Mogginn lagaði villuna.  Hann hefur lesið tuðið í okkkur.

EE elle (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 16:04

17 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Mogginn svíkur ekki.

Sigurbjörn Sveinsson, 16.2.2009 kl. 16:42

18 identicon

Eftir miklar rannsóknir hef ég komist að því að talan "alkul" og "grilljón" eru sömu tölurnar í eðli sínu.  Alkul mælir hitastig og þegar alkuli er náð þá verður ekki neðar farið.  Grilljón er að grunni til sama talan, hún er allar tölur í heiminum.  Það er ekki til grilljón og einn, þessi talar er "definite".  Segjum sem svo að maður telji sandinn í eyðimörkum heimsins og komist að þeirri niðurstöðu að þau séu grilljón.  20 árum seinna finnur maður 1 sandkorn á Júpíter.  Hann hefur ekki fundið grilljónastaogfyrsta sandkornið.  Hann hefur heldur ekki fundið grilljónasta sandkornið.  Maðurinn sem taldi fyrst hafði rangt fyrir sér.  Líka sá sem fann sandkornið á Júpíter.  Sá sem telur öll sandkorn í heiminum, hér á Jörðinni sem og annars staðar, hann hefur rétt fyrir sér því hann hefur talið öll möguleg sandkorn heimsins.  En þetta skiptir auðvitað engu máli því við erum öll hor í nösinni á Geimgeitinni....

Tómas Örn (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 19:02

19 identicon

Nej, for fanden, nu stopper du!

Friðrik Thor (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 21:24

20 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég get ekki fengið af mér að fela þessa færslu þó hún hafi misst marks síðan fyrirsögn fréttarinnar var leiðrétt úr: Algert alkul í bílasölu

Sigurbjörn Sveinsson, 16.2.2009 kl. 22:25

21 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég bloggaði strax um fyrirsögnina "Algert alkul" í bílasölu sem óþarfa tvítekningu. Þar á ofan kom í ljós í fréttinni að nokkrir bílar hefðu þó selst þannig að það var ekki einu sinni alkul í bílasölunni.

Ómar Ragnarsson, 16.2.2009 kl. 23:29

22 identicon

Þessi færsla er auðvitað mikilvæg heimild um brjálsemi örvita sonar þíns á erlendri grundu...

Tómas Örn (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband