19.2.2009 | 16:40
Nei þetta fólk er sko ekki firrt
...eins og einhver stakk upp á hér að framan. Það er í fullkomnu lagi. Nú hefur skynsemin sigrað að lokum en hún hefur því miður ekki átt upp á pallborðið hjá okkur á Fróni undanfarið. Nú lítum við upp úr táradalnum og eymdinni sem enginn skortur er á og við höfum alltaf hjá okkur til móður allra lista. Listin er langæ en lífið er stutt og við verðum að fanga augnablikið ef við eigum að njóta þess. Það er hér og nú og kemur ekki aftur.
![]() |
Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
Athugasemdir
Húrra, Húrra, Húrra.
Hólmfríður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 18:44
Hvað sem að öðru leyti má segja um þessa ákvörðun þá sýnist mér þetta allavega vera tvöfalt fleiri störf en nást með hvalamorðunum.
Malína (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:08
Nú þætti mér gaman að vita hvort Malína hafi a) farið til Spánar og b) óbeit á nautaati
Tómas Örn (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:31
Tómas Örn:
Það á nú varla að þurfa að svara þessu - en ég skal svosem gera þér það til geðs. Það hlýtur að segja sig sjálft að nautaat er ekkert annað en pyntingar á dýrunum. Og já - ég hef óbeit á þeim verknaði. Hef aldrei botnað í því hvernig fólk getur haft það að tómstundagamni að horfa á slíkan viðbjóð.
Malína (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:01
Malína: Heldurður að SÞG geti sett inn Bakkabloggið aftur? Ég þarf að vísa til þess í Helgarmolanum á morgun.
Sigurbjörn Sveinsson, 19.2.2009 kl. 21:37
Sorrý - ég er ekki með á nótunum. Hvað er Bakkablogg?
Malína (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:11
Eyrarbakkablogg!
Sigurbjörn Sveinsson, 19.2.2009 kl. 22:36
Það er færsla sem hefur farið framhjá mér og er ég þó búin að vera hysterískur aðdáandi SÞG í allavega tvö ár - nánast frá því að hann byrjaði að blogga. Ég bjó erlendis svo lengi að ég missti af flestum tónlistardómunum hans.
En ég hef auðvitað ekkert um það að segja hvað hann gerir á sínu bloggi. Ég er bara einhver kerling úti í bæ. Reyndar er ég núna komin í Nimbusar-bloggbindindi um óákveðinn tíma. Ég veit það verður erfitt - en þannig verður það. Ég verð bara stór stelpa og harka af mér. Sulk. Karlinn steig á skottið á mér um daginn...
Malína (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:06
Það er mikilvægt að Malína svari fyrri hluta spurningarinnar líka - hefur hún komið til Spánar?
Friðrik Thor (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.