Kjartan vill brunaútsölu á menningarverðmætum.

Það eru margar mannvitsbrekkurnar í kreppunni. Kjartan reiknar söluandvirðið greinilega út frá markaði dagsins. Þessi markaður er eins og allir vita viðkvæmur og má ekkert út af bregða til að umtalsverðar sveiflur verði ekki á verðmynduninni.

Hvernig ætli markaðurinn taki því, þegar 4000 listaverkum verður fleytt á honum?  Ætli hann verði ekki bara í frjálsu falli?  Prófkjörsgaspur.


mbl.is Listaverk föllnu bankanna verði seld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað á EKKI að selja verkin núna, það veit hver heilvita maður.

Hverjir myndu kaupa aðrir en þeir sem hafa blóðmjólkað íslenskt samfélag undir verndarvæng Sjálfstæðismanna.

Þetta eru menningarverðmæti sem fínt væri að eiga á safni en ekki í húsum Tortolanna.

Gustavo

Gustavo Blanco (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 15:45

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er óviðunandi að selja þessi verk nú og telja margir að lítið fengist fyrir þau. Margar leiðir eru til að styrkja efnahaginn aðrar en þessar.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 18:01

3 identicon

Býður þessi mannvitsbrekka sig aftur fram þig þings?

Helga (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:56

4 identicon

Það held ég líka að sé óhæf leið núna.

EE elle (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 23:28

5 identicon

Af mörgum vitlausum tillögum, sem komið hafa  frá Austurvelli, held ég  að þessi sé  sú alvitlausasta.

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband