Sparisjóðabankinn leppur fyrir gömlu bankana?

Fram hefur komið að vanda Sparisjóðabankans má rekja til falls gömlu bankanna, þar sem hann hafði lánað þeim stórfé í Hrunadansinum á liðnu ári. Sagt er að upphæðin sé um 180 milljarðar króna. Þetta fé fékk Sparisjóðabankinn að láni hjá Seðlabankanum. Margvíslegar spurningar vakna af þessu tilefni og verður að leita svara við þeim.

Seðlabankanum hlýtur að hafa verið kunnugt, hvernig ráðstafa átti þessu fé. Með öðrum orðum, Seðlabankinn lánaði Sparisjóðabankanum þessa peninga til að laga lausafjárstöðu bankanna. Hvernig má það vera? Voru bankarnir þegar komnir í þrot? Gat Seðlabankinn ekki lánað þeim meir  án þess að nauðir þeirra yrðu um of áberandi? Hefði Seðlabankinn brotið einhverjar "reglur" með því? Var hann að brjóta "reglurnar" óbeint með því að nota Sparisjóðabankann sem lepp? Var vandræðum bankanna dreift á sparisjóðakerfið með þessari ráðstöfun?

Fjölmiðlafólk verður að grafast fyrir um þetta eins og annað.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stenst þetta lög um samkeppni?

Jóhann Gunnar Ásgrímsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 09:49

2 identicon

Það sem sparisjóðir um allt land hafa stundað átölulaust áratugum saman er að bera fé á sveitarstjórnarmenn, embættismenn og aðra stjórnmálamenn í þeim tilgangi að kaupa sér velvild.

Hvað er það annað en að bera fé á stjórnmálamann þegar sparisjóður býður nýjum forseta bæjarstjórnarinn að gerast stofnfélagi í sparisjóðnum í héraðinu? Þessum gæðum var sko ekkert úthlutað til allra.

Í upphafi þegar sjóðirnir voru stofnaður fyrir hálfri öld eða svo þá þurftu sjóðirnir kannski að ábyrgðum slíkra manna að halda. Síðasta aldarfjórðunginn hefur það ekki verið raunin og enginn þessara sjóða í raun þurft á slíkum ábyrgðum / fjárstuðningi að halda.

Þó sjóðirnir hafi verið orðnir mjög sterkir fjárhagslega þá hafa þeir haldið þessum sið og notað þessa hann til að "kaupa" sér okkar helstu stjórnmálamenn með því að bjóða þeim að gerast "stofnfjáreigendur".

Þessar mútur Sparisjóðanna, því það er ekkert annað en mútur að bera fé á stjórnmalamenn, eru einn svartasti bletturinn á okkar samfélagi.

Að þessar mútugreiðslur skuli hafa verið látnar viðgangast öll þessi ár hafa spillt þessu samfélagi eins og rotið epli eyðileggur heilan eplakassa.

Takið eftir. Hverjir vilja nú bjarga Sparisjóðunum. Það eru þeir sem þáðu múturnar, eiga stofnfjárhlut, bæjarstjórar, sveitarstjórnarmenn, alþingismenn, sýslumenn, allt þetta fólk sem heimtar nú að þeim verði bjargað!

Æ sé gjöf að gjalda.

Það vita þeir í Sparisjóðunum.

hg (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 11:24

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis var einn af ótal þáttum í lífi mínu frá því ég man fyrst eftir mér. Eitt af því sem mér finnst ég alltaf hafa vitað en aldrei verið sagt er að Sparisjóðurinn hafi verið stofnaður á Fjölnisveginum.

Varð því hálf döpur um stund þegar hann var allt í einum tröllum gefin. En sennilega hefur hann hætt sér of langt á tröllaslóðir fyrir löngu.

Þetta er ótrúlegt ástand að ekki skuli standa steinn yfir steini í bankakerfinu.

Hólmfríður Pétursdóttir, 23.3.2009 kl. 14:11

4 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

hg,

Ég ætla ekki að gera lítið úr öllum hyglingunum ,þú klórar mér o.frv. en upphflega unnu sparisjóðirnir í nánum tengslum við sveitafélögin, því eitt af hlutverkum þeirra var að styðja við verkefni í sveitarfélögunu.

þegar stofnfjáreigendur höfðu fengið sína ákveðnu ávöxtun og reksturinn sitt þá varð til sjóður, með því sem eftir var sem gat verið mikið eða lítið eftir því hvernig áraði. Úr þessum sjóði var svo veitt eftir einhverjum reglum innan sveitarfélaga hvers sjóðs.

Hólmfríður Pétursdóttir, 23.3.2009 kl. 14:31

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Af þessu er mikil saga Hólmfríður og gjarnan ólík því ráni um miðjan dag, sem átti sér stað hjá sparisjóðnum í kraganum.

Þegar Búnaðarbankinn hóf starfsemi í Búðardal 1965 tók hann yfir rekstur sparisjóðsins eða öllu heldur þá gekk sparisjóðurinn til Búnaðarbankans. Sjálfseignarfé Sparisjóðs Dalamanna varð að sparibók í Búðarbankanum og gættu hennar ábyrgðarmenn sjóðsins. Hittust þeir einu sinni á ári til að drekka saman kaffi og klappa bankabókinni.

Þessir menn eltust eins og fara vill og týndu tölunni og í fyllingu tímans þótti þeim, sem eftir stóðu,  tímabært að leggja Sparísjóð Dalammanna af. Þá var tekin ákvörðun um að eign sjóðsins rynni til byggingar Dvalarheimilis aldraðra í Búðardal og veit ég ekki betur en að hver króna hafi skilað sér í það verkefni. Mér er þetta vel kunnugt þar sem ég var í forsvari fyrir byggingunni á þessum tíma.  

Á svipaðan hátt var málum hagað í Skagafirði. Þar runni eigur sparsijóðsins í Menningarsjóð Skagfirðinga.

Nú stendur byggibng menningarhúss á Dalvík og er kostuð af sjálfsaflafé Sparisjóðs Sverfdæla.

Atburðirnir í SPRON eru sérstakur kapítuli. Afdrif hans eru bundin örlogum stórra íslenskra fyrirtækja, sem fóru um peningastofnanir landsins eins og ryksugur og drógu til sín allt nýtilegt fé eins og í svarthol. Þau löðuðu til fylgispektar við sig auðtrúa en gráðugu einstaklinga, sem lögðu þeim dyggir lið við þessa fjárplógsstarfsemi enda eftir miklu að slægjast þegar tekist var á um "fé án hirðis".   

Sigurbjörn Sveinsson, 23.3.2009 kl. 15:09

6 identicon

Maður sér Gunnar fyrir sér.  Þrjú sverð á lopti.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 15:24

7 Smámynd: Hlédís

Þakka pistilinn og góðar athugasemdir. Við þurfum að muna að til er nokkuð sem heitir siðlegur bankarekstur. Blessuð sé minning ótal hugsjónamanna, karla og kvenna, sem stofnuðu sparísjóði, stjórnmálaflokka og aðrar hreyfingar af heilindum - þó seinna kæmust sérgæska og spilling of víða að.

Hlédís, 23.3.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband