17.4.2009 | 11:28
Niðurskurðurinn fagnaðarefni fyrir lækna
Loksins, loksins! Loksins verða mér skapaðar aðstæður eftir 30 ár í þjónustu ríkisins til að vinna á sömu skilmálum og aðrir launþegar þ.e. vitandi að morgni hvenær vinnutímanum lýkur að kvöldi. Nú veit ég að þjónustu minni við heilbrigðisráðherrann lýkur kl. 15:55 hvern dag og þá get ég gengið út af vinnustaðnum sáttur við guð og menn, hafandi greitt keisaranum það sem hans er.
Skerðing dagvinnutekna um 12 % plús er viðráðanleg upphæð, þegar hugsað er til þess, að fyrir hana fæst vel afmarkaður og vel skilgreindur vinnutími lækna annars vegar og betri hagur ríkissjóðs hins vegar.
![]() |
Óttast áhrif sparnaðar í heilsugæslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
Athugasemdir
Þú verður þá að láta verða af því að ganga út kl. 16 og ekki orð um það meir. Þið megið ekki láta þetta verða eins og á Landspítalanum þar sem vinnutíminn er skilgreindur til kl. 16, sjaldgæft er að fólk komist út fyrr en nær kl. 17 og engin yfirvinnugreiðsla fæst, jafnvel þó læknir fari í bráða aðgerð kl. 15:00 sem stendur til miðnættis. Það er víst honum að kenna.
Friðrik Thor Sigurbjörnsson, 17.4.2009 kl. 11:41
Sammála Friðriki
Er þetta þá eins konar nýtt vinnufyrirkomulag keisarans eins og nýju fötin?
Eiga læknar þá að ganga út kl 16 á eigin samvsiku og frá þeim skjólstæðingum og verkefnum sem bíða eða halda áfram á eigin kostnað?
Vaka Ýr Sævarsdóttir, 17.4.2009 kl. 17:48
Hann má fara kl. 15:55 og ekki orð um það meir. Og sjúklingarnir geta bara beðið eftir honum þangað til næsta dag, eða eftir helgi.
EE elle (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 00:22
Vaka Ýr!
Velkomin í mogga-bloggið! Ég náði að verða 1. gesturinn!
Það verður að ráða einhvernvegin fram úr vinnutímavandanum. Enginn starfsmaður, læknir né annar, er alltaf á vinnustað. Varla verður farið verr með lækna nú en eldri læknar fóru með unglækna 1968 (held að ártalið sé rétt!) Það var í alræmdum kjarasamningum, er læknar sömdu af sér eftirlaunarétt ríkisstarfsmanna og fleira, fyrir hækkuð laun ELDRI lækna. Þá voru engir ungir læknar í samninganefnd. Samið var um að vinnuvika yngri lækna yrði 50 - fimmtíu stundir, sem þýddi rúmlega 40 stunda skerðingu yfirvinnulauna á mánuði. Tala ekki um vinnutímalengd, nema hvað helgarvaktir, oftast þrískiptar, stóðu frá kl 8 á laugardegi til dagvinnuloka á mánudegi. Er ekki að mæla með þessu :) - man að unglæknar á slysadeild vissu stundum varla hvað þeir hétu sjálfir. Þeir voru 4, hámark 5 alls - með einn alvörufrídag í mánuði! -
'Those where the days my friends'-
Hlédís, 18.4.2009 kl. 00:39
Ósköp ertu ómerkilegur Sigurbjörn.
Hættu að skrifa og reyna að gera þig merkilegan.
Árni Jónsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 06:16
Gefum Árna gott klapp og óskum honum til hamingju með að vera heilsteyptur og lífsglaður einstaklingur...
Tómas Örn (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 08:43
Get ekki lesið neitt í pistlinum sem passar við ´comment´no. 5.
EE elle (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 10:10
Hverslags athugasemd er þetta eiginlega Árni Jónsson ? Það eru greinilega aðrir sem ekki ættu að vera að skrifa.
Finnur Bárðarson, 18.4.2009 kl. 11:00
Segi sama og EE elle. Hvert sótti ÁrniJ tilefni til þessarar stóru yfirlýsingar?
Hlédís, 18.4.2009 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.