Hvað er pólitísk afstaða?

Er það afstaða sem byggir á einhverjum öðrum forsendum en þeim sem fagmenn gefa sér? Er það afstaða þeirra sem sjá minni hagsmuni í öðru ljósi en fagaðilar? Gefa hinum svokölluðu minni hagsmunum annað vægi en sérfróðir gera í samanburði við meiri hagsmuni. Fylgir hinni pólitísku afstöðu krafa um að hún sé ekki vegin með sama hætti og sú afstaða sem tekin er á faglegum forsendum; með öðrum orðum að ekki þurfi að svara fyrir hana með rökum sem standast þurfa almenna gagnrýni?

Þess konar dæmi eru vel þekkt. Sagan segir að það hafi tekið þingmenn Vestfjarða einungis tíu mínútur að taka ákvörðun um tengingu landshlutans við þjóðvegakerfi landsins um Steingrímsfjarðarheiði. Heiðin var lakasti kost­ur­inn af þremur að áliti fagaðila, það er Vega­gerð­ar­innar. Ákvörðunin var greinilega háð einhverjum öðrum hagsmunum en tæknimenn höfðu komið auga á við rannsóknir árum saman. Þá var sagt að þetta hefði verið pólitísk ákvörðun.

Gylfa Magnússyni ráðherra er legið á hálsi fyrir að taka faglega afstöðu til tillagna um aðgerðir almennings sem skapa mun ringulreið í fjármálakerfi landsins og "aðra sanngirni" en nú gildir. Eins og Gylfa hefur verið hampað fram að þessu af röddum almennings, þá sýna þessi viðbrögð ljóslega hverflyndi  fjöldafylgisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orðum þetta svona: Fagleg afstaða byggir á umfram allt á skynsemisrökum sem hafa sínar takmarkanir. T.d er ekkert skynsamlegra við að vera lifandi en dauður. Það er spurning um gildismat.

Það er vafalaust rétt að út frá flestum sjónarhornum er það skynsamlegast að allir haldi áfram að borga sem geta. Vandamálið er að stór hluti skuldara telur sig vera í aðstöðu þar sem þeir eru beittir órétti.

Það sem meira er þá má vera að kjör margra myndu batna, a.m.k til skamms tíma, við að hætta að borga.

Þá er ekki nóg að stjórnmálamaður útskýri aðstæður. Hann þarf líka að reyna að sannfæra þá um að ef þeir berjist áfram þá séu þeir að heyja réttmæta baráttu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:11

2 identicon

Og í ljósi þess sem Hans lýsti að ofan:

http://kritor.blog.is/blog/kritor/entry/869802/

EE elle

. (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 17:49

3 identicon

. (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 17:52

4 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Til að draga úr vægi hinna minni hagsmuna hefur mér fundist freistandi að gera landið að einu kjördæmi. Þá losnuðum við muninn á vægi atkvæða og vonandi kjördæmapot og þrönga hagsmuna pólitík.

Svo hefur mér dottið í hug að þetta alþjóðlega kreppu áfall gæti orðið til þess að póstmódernisminn gefi endanlega eftir og aftur verði hægt að tala um að eitthvað sé gott og annað vont og pissuskálin hans Duchamp lendi inni í skáp þangað til hún verður dregin fram sem dæmi um hvað margt var undarlegt á ofanverðri 20. öld.

Vonandi verður það samt ekki einhver tegund fasisma sem tekur við eins og síðast.

Það væri samt allt í lagi fyrir stjórnmála menn að taka á sig rögg og tala við þjóðina um vandann sem fyrir liggur, markmiðið sem þarf að ná og hvernig má ná sáttum um leiðina að markinu.

Núna heyrist manni helst að enginn ætli að gefa neitt eftir. 

Hólmfríður Pétursdóttir, 4.5.2009 kl. 19:02

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sagt er að afstaða Gylfa sé fagleg. Gefið er í skyn að hin faglega afstaða hans trufli það að ná megi pólitískri niðurstöðu. Hin pólitíska niðurstaða er s.s. e-ð annað en fagleg niðurstaða. Hin pólitíska afstaða tekur tillit til minnihlutans, fer eftir skoðunum þrýstihóps og gengur jafnvel á svig við mestu hagsmuni samfélagsins. 

Ekki skal ég gera lítið úr mikilvægi hinnar pólitísku niðurstöðu. Stundum er hún jafnvel óhjákvæmileg. Menn verða bara að láta þá af kröfunni um að fagmenn fari með framkvæmdavaldið. 

Ég þarf tæplega að minna menn á þá háværu kröfu samfélagsins frá í vetur að meintur pólitískur seðlabankastjóri yrði látin víkja. 

Sigurbjörn Sveinsson, 4.5.2009 kl. 20:00

6 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Eitt af því skrítna í stjórnarfari okkar er þetta mikla sjálfstæði ráðherra hvers í sínu ráðuneyti. Ríkisstjórnin þarf ekki að vera sammála um afgreiðslur ráðherra.

Hvernig það getur gengið með fagráðherra sem ekki er kjörinn og þarf ekki að leggja verk sín  undir dóm kjósenda í kosningum?

Fagráðherrar hljóta samt að sitja í stólum sínum í umboði einhvers flokks. Geta þeir tekið ákvarðanir sem stangast á við stefnu síns flokks?

Hólmfríður Pétursdóttir, 4.5.2009 kl. 21:00

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Mín prívat skoðun á þessu er að fagaðilar eigi ekki að taka pólitískar ákvarðanir í tæknilegum málum.  Heldur eigi þeir að útfæra pólitískar ákvarðanir á faglegum forsendum.  Fagaðilar mega að sjálfsögðu vera pólitískir og pólitíkusar faglegir en allir eiga að hugsa um hag heildarinnar til lengri tíma.  Faglegar ákvarðanir skortir oft allt hugmyndaflug og framsýni.  2+1 vegur í stað 2+2 er dæmi um faglega ákvörðun sem fagaðilar byggja á útreikningum sem ekki réttlæta aukinn kostnað við 2+2 veg.  Pólitísk framsýni væri 2+2 vegur.

Sama gildir um faglega afstöðu viðskiptamálaráðherra.  Afstaða hans er tæknilega rétt út frá bókinni, halda kerfinu gangandi og virka ábyrgur, en skortir alla pólitíska framsýni.  Hún gerir ekkert fyrir fólk í vanda og heldur ekkert fyrir þá sem eiga eftir að lenda í vandræðum.  Gylfi er hér greinilega fagmaður í faglegum stellingum að taka faglegar ákvarðanir um pólitísk mál.

Björn Heiðdal, 4.5.2009 kl. 21:41

8 Smámynd: Friðrik Thor Sigurbjörnsson

Björn, það þætti mér lítill fagaðili sem réði sig til starfa sem viljalaust verkfæri í þágu vinnuveitenda sinna, ef skilgreina má Jóhönnu og Steingrím sem slík í þessu tilfelli.

Gylfi hlýtur ætíð að starfa eftir því sem samviska hans býður honum og aldrei gegn því enda ber hann ábyrgð á störfum sínum sem ráðherra - böndin berast að honum ef rangt er að farið og það væri aumt að vísa þá á bug ásökunum og kenna pólitík samráðherra um.

Þú ert kannski að segja að Gylfi eigi ekki að vera ráðherra þar sem hann er "ópólitískur" - slíkar raddir hafa heyrst. Mér þykir hann hafa staðið sig vel undanfarna mánuði og þó er ég hatrammur andstæðingur núverandi ríkisstjórnar. Þetta er einmitt vegna þess sem þú segir - að hann er fagmaður í faglegum stellingum að taka faglegar ákvarðanir um pólitísk mál. Hann lætur pólitíkina lönd og leið og það er frábært. Fagmennskan ræður. Þá vitum við (vonandi) að ekkert annarlegt liggur að baki og að hann er einmitt að framkvæma það sem hann var ráðinn til að gera - halda kerfinu gangandi þrátt fyrir pú og pæ úr hinum og þessum pípum sem hóta að "kjósa hann ekki aftur".

Þetta er hins vegar líka bara mín prívat skoðun.

Friðrik Thor Sigurbjörnsson, 4.5.2009 kl. 23:21

9 Smámynd: Friðrik Thor Sigurbjörnsson

Jahhh... núverandi ríkisstjórnar... sem er að fara frá... og myndast... einhvern tímann...

Friðrik Thor Sigurbjörnsson, 4.5.2009 kl. 23:22

10 identicon

Hann er faglegur, já, fyrir ríkið.  Og persónulega kann ég vel við manninn.  Ríkið/yfirvöld eru búin þó að brjóta illilega á almenningi með því að leyfa glæpabönkum að ræna fólk og þarf að bæta fólkinu tjónið.  Og þar kemur hann bara ekki inn. 

EE elle

. (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 00:17

11 identicon

Sæll Sigurbergur.

Með þessa pólitík er endalaust hægt að þrasa um, en mig langar að koma því hér að,að Þjóðin er búin að tapa Milljarðatugum og hundruðum á ákvörðunum MISVITRA stjórnmálamanna. Því miður.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 04:19

12 identicon

Afsakaðu Sigurbjörn,

 ég sagði óvart Sigurbergur sem leiðréttist hér með.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 04:20

13 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Pólitík afstaða skyli maður ætla að væri að taka ákvarðanir í samræmi við skoðanir og lífsafstöðu sem vonandi er þá í einhverju samræmi við stefnu þess flokks sem unnið er fyrir.

Hólmfríður Pétursdóttir, 5.5.2009 kl. 11:32

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef ekkert vit á efnahagsmálum en leyfi mér samt að segja að mér finnst Gylfi Magnússon vera trúverðugur. Ég vona að hann og Ragna Ánadóttir verði áfram ráðherrar.

Sigurður Þórðarson, 5.5.2009 kl. 11:44

15 identicon

Mér fannst og finnst Gylfi Magnússon líka trúverðugur.  Hann vinnur faglega og vel fyrir ríkið.  Hann vinnur ekki eins vel fyrir skuldara landsins þó, sem eru sviknir.   Ekki veit ég hvað veldur og hvort hann er með hendur bundnar, en það er ekki nóg að vinna fyrir ríkið eitt.  Þó allir landsmenn þurfi að finna fyrir hinu óeðlilega gengisfalli og meðfylgjandi óðaverðbólgu, finna skuldarar langmest fyrir þessu, þar sem lán þeirra hafa flogið upp um milljónir.  Það þarf að bæta skuldurum visst tjón og enginn hefur gert það.  Það var ekki verk skuldara að passa upp á gengið og verðbólguna.  Það var verk yfirvalda (á undan Gylfa).  Skuldarar munu verða eltir, borgi þeir ekki til dauðadags hinar ómannúðlegu skuldir.  Og vegna þess að ríkið/yfirvöld eru sek um að leyfa glæpabönkum að ryksuga upp milljarða.  Ætli það sé ekki ólíklegt að erlendir dómsstólar muni sættast á rökfærslu banka og yfirvalda landsins um hinar ósvífnu kröfur gegn skuldurum?

EE elle

. (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband