4.6.2009 | 07:44
Andvaka
Á bak við blásvart myrkrið
búa sólhvítir stafir.
Hann hefur sagt mér af þeim sögur
og sungið um þá,
dagurinn í gær.
Hann er vinur minn, huggari minn.
Möskvar hans eru unaðslegir fjötrar.
Með dagsbrún í hönd nærir kringla heims
allt með eilífri von
eins og Lótusblóm í nafla ókunnrar gyðju.
Flokkur: Ljóð | Breytt 5.6.2009 kl. 23:55 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2024
- Nóvember 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Október 2019
- Maí 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Janúar 2018
- Ágúst 2017
- Júní 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bloggvinir
- arh
- asgerdurjoh
- doggpals
- drsaxi
- fhg
- gudrunvala
- hallibjarna
- iceberg
- jorg
- kaffi
- kreppukallinn
- lehamzdr
- oliskula
- ragnar73
- sabroe
- skulablogg
- stefangisla
- undraland
- formosus
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- gp
- zeriaph
- garmur
- helgi-sigmunds
- drum
- disdis
- holmfridurpetursdottir
- jogamagg
- rabelai
- jonmagnusson
- jonsnae
- jonvalurjensson
- kamasutra
- kjarri
- krissiblo
- kristjan9
- maggadora
- martasmarta
- logos
- siggifannar
- siggisig
- unnurgkr
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurari
- icekeiko
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
,,Andvaka var allt mitt líf" orti Grímur fyrir munn Sverris konungs.
Hólmfríður Pétursdóttir, 4.6.2009 kl. 11:16
Sverrir var ofvirkur bindindisfrömuður, sem hafði engan aðgang að nothæfum svefnlyfjum og gat ekki hugsað sér að drekka sig í svefn. Ef mig minnir rétt þá var hann aukinheldur munkur og það í Færeyjum.
Sigurbjörn Sveinsson, 4.6.2009 kl. 12:04
Óskapleg örlög. Hann er samt það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég sé orðið andvaka, allt Grími, Sveinbirni Sveinbjörnssyni og Fóstbræðrum að þakka.
Hólmfríður Pétursdóttir, 4.6.2009 kl. 12:30
Enn einn gullmolinn, nafni. Til hamingju!
Sigurbjörn Þorkelsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 23:16
Sammála Þorkelssyni, ljóðið er gull og breytingarnar til bóta.
Hólmfríður Pétursdóttir, 6.6.2009 kl. 00:16
Þetta eru töfrar! Langt er síðan að ég hef séð nokkuð
sem líkist þeim galdri sem hér er framinn.
Ég minnist þess ekki að hafa séð í íslenskri ljóðagerð
sambærileg tök og mér er næst að halda að í
5 fyrstu línum ljóðs þessa sé að finna nýja vídd
þar sem dýpt þess er í jaðri mannlegrar skynjunar.
Þó er þetta ekki Völuspá, Tíminn og vatnið hvað þá
að samjöfnuður við Grím á Bessastöðum eða
Einar í Herdísarvík eigi við, - því hér er sprottinn fram
höfundur sem vísar sinn eigin veg rétt eins og Móses
er hann ruddi hafi því rauða til beggja hliða að menn
fengju gengið þar yfir sem á fortói í Kaupmannahöfn.
Sjónarhorn höfundar er einstakt: Unaður og kvöl andvökunnar
yrkisefnið, allt samansúrrað svo mjög í upphafi að líkist
skrautnótum; fágæt fágun og hárfín nákvæmni.
Í síðustu línu ljóðsins er vísað til lótusblómsins og er það
afar veltilfundið en hattar fyrir í stíl í samanburði við
línur þær tvær er á undan fara.
Þetta eru andleg verðmæti og síðasta orðið í því samhengi
er orðið gull sem er jafn hjáróma sem að skaka skellum
yfir vansvefta manni sem andvökuna á sem fylgikonu.
Það getur verið þess virði að andvaka sé til þess gerð að
reyna að snara t.d. fyrstu 5 línum þessa ljóðs yfir á ensku,
þýzku eða spænsku, - án þess að ljóðið glati einstökum
töfrum sínum. Er það ekki upplagt verkefni fyrir nema í
kæliskápnum á Melunum!
Húsari. (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 10:40
Þetta finnst mér grípandi ljóð og batna við hvern lestur þótt mér finnist ástæðulaust að bera höfundinn saman við snillinga fortíðar. Hann stendur samt fyrir sínu.
Þó finnst mér lendingin ekki endilega sæma fluginu. Hvaða naflaskoðun er þetta og hvernig á hún að skýra myndina af kringlu heimsins þar sem alltaf er ljós - og von - einhvers staðar? Enn finnst mér betra að lesa ljóðið aftur á bak.
En það tók ekki lakari haus en Guðmund Ólafsson hálfa öld að skilja Tímann og vatnið.
Gunnar S (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 21:34
Það var gaman að hlusta á Guðmund "rúlla upp" fyrir okkur Tímanum og vatninu. Bloggaði um það á sínum tíma.
Til þess að skilja síðustu ljóðlínuna hér þurfa menn að kynna sér Veda-ritin og þróun Hindúisma næstu aldir í kjölfar þeirra. Til þeirra er vitnað með einu örlitlu afbrigði. Það afbrigði er gert í þágu ljóðsins. Ljóð getur aldrei orðið tilvitnun til sannreyndra staðreynda eða heimildaleit í þágu sannleikans. Ljóð er samtal við djúp sálarlífsins þar sem hugsunin er á formlausu ferðalagi.
Tilvitnunin er ekki trúarleg heldur er á ferðinni mynd úr sameiginlegum menningararfi mannsins.
Ekki meira í bili.
Sigurbjörn Sveinsson, 10.6.2009 kl. 10:33
Gunnar! Þú ert sízt skárri sem Guðmundur sá er þú
nefnir hefur verið verri því ekki verður séð að þú hafir lesið
eða skilið orð af því sem ég skrifaði.
Ekki er vitað um nokkurn Íslending sem "skilur" Tímann
og vatnið enda byggist ljóðið á formi sem kom fram
á Englandi og hafði með skynjun að gera.
Húsari. (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 16:53
Húsari. Mamma sagði þegar ég skildi ekki eitthvað að það þyrfti ekki endilega að vera mér að kenna, það gæti stundum verið vandi þess sem skrifaði það sem ég skildi ekki. En ég verð nú samt að biðja þig afsökunar á því að ég hafði alls ekki lesið skrif þitt en bara rétt gjóað á það augum. Þaðan kom Tíminn og vatnið upp í huga minn. Og Grímur. Af hverju ekki Stephan G?
Af hverju að vega og meta ljóð og listir út frá því sem aðrir hafa áður gert? Nema auðvitað einhver sé að stæla. Ég sé líka að við erum alveg sammála um að Andvaka Sigurbjörns er ekki Tíminn og vatnið, - sem betur fer.
Aftur á móti finnst mér löngu tími til kominn að kasta því úrelta viðhorfi á haugana að enginn geti skilið Tímann og vatnið. Gáfumenn löptu þetta lengi hver upp eftir öðrum. Auðvitað er hægt að skilja öll góð ljóð, annars væru þau bull. Það er meira að segja hægt að skilja Gagn og gaman sem Matthías hefur kennt okkur að sé tímamótaljóð í nútímanum. Mér sýnist að þú teljir þig skilja amk. nógu mikið í Steini til að fullyrða að enginn íslendingur skilji það vegna þess að það er ort undir tilteknum bragarhætti sem hverfist um skynjun. Athyglisvert sjónarmið enda setur þú skilninginn innan gæsalappa. Guðmundur Ólafsson skildi Tímann sínum skilningi innan gæsalappa og tók hann fimmtíu ár. Mér fannst Guðmundur ljúka upp gáttum, auka á fegurð og unað. Ég var bara að hughreysta sjálfan mig, á endanum gæti ég kannski skilið Andvöku. Þegar ég lærði ljóð í skóla voru þau gefin út með skýringum. Það er til eftirbreytni. Ég skildi ekki lótusblómið hjá Sigurbirni, spurði og hann og hann jók á skilning minn. Þú hefðir hugsanlega getað gert það líka. Nú er ég að þræla mér gegnum Bulfinch´s Mythiology til að grípa Sigurbjörn í bólinu með afbrigðið, en nýt andvökunnar ekki síður.
Gunnar S (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 14:37
Gunnar.
Bið þig að afsaka samlíkingar sem ekkert erindi áttu.
Ljóðabálkurinn Tíminn og vatnið kom fyrst út í 200 tölusettum eintökum
1948/1949. Í þessari gerð gerð eru 13 erindi eða kvæði. Önnur gerð
verksins og sú sem Steinn gekk síðast frá sjálfur kom út árið 1956 í kvæðaúrvali hans Ferð án fyrirheits. Þar eru kvæðin 21.
Innbyrðis eru útgáfurnar ólíkar því Steinn gerði breytingar sem gerði
það jafnvel vafasamt að slengja þessu í einn bálk. Það var þó gert.
Frumútgáfa Tímans og vatnsins hafði eftirfarandi spakmæli eftir Archibald MacLeish að leiðarljósi:
,,A poem should not mean
But be"
Samkvæmt Peter Carleton á Steinn sjálfur að hafa sagt að kvæðin séu ort milli svefns og vöku.
Tilgangur minn með því að nefna þau skáld er ég gerði var sá að sýna fram á sérstöðu.
Sigubjörn býr yfir agaðri og fágaðri málvitund. Ég nefndi því Einar Ben til að sýna fram á að hann (Sigurbjörn) hefði ekki til að bera orðkynngi þessa meistara en Einar bjó heldur ekki yfir þeirri fágun og nákvæmni sem
einkennir Sigurbjörn.
Þannig nefndi ég nokkur skáld til að sýna fram á þessa sérstöðu en of langt mál hefði það orðið að gera grein fyrir því hverju og einu.
Nei, ég skil ekki Stein! Ég reyni hins vegar að njóta þess sem hann hefur samið.
Og ég held við getum áreiðanlega orðið sammála um það hvað alla list varðar að höfuðatrið er að menn njóti hennar.
Man þó eftir því í A.-Þýzkalandi fyrir allnokkrum árum að fullyrt var að líst væri fyrst og síðast pólitík.
Það tók mig tíma að skilja þá sérstöku niðurstöðu en ég hallast að því að þetta sjónarmið sé réttara en ég er tilbúinn að viðurkenna. En að lokum fyrr eða síðar lifir listin sínu sjálfstæða lífi óháð öllum landamærum eða kreddum samtímans.
Ég man eftir þeim skýringum sem þú nefnir og tek undir með þér að þeir eiga lof skilið sem leggja á sig að útskýra og ljúka upp þessum heimi myndmáls
og töfra.
Njóttu andvökunnar!
Húsari. (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 01:32
Hér er fáu við að bæta. Nema hvað aukagetan, sem fylgir þessu litla ljóði úr morgunsári liðinna daga og Gunnar og Húsari hafa lagt því til, er langt umfram það, sem höfundurinn getur vænst. Viðleitni höfundarins verður ekki borin saman við neitt annað en það, sem annar hver Íslandsmaður er að bjástra við hversdagslega en fæstir vilja deila með öðrum. Fyrir höfundinn er það þó viss nautn að hafa orðið til þessara skynsamlegu og skemmtilegu orðaskipta, sem felast í framagreindum athugasemdum.
Hafið þökk.
Sigurbjörn Sveinsson, 16.6.2009 kl. 13:20
Ég dvaldist stundum í Keflavík, upp úr 1950, hjá Birni lækni.
Hann átti fyrstu bók Mattíasar Jóh. Ég var var vart 10 ára að mig minnir. Stíll Húsara er í líkingu við hann.
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.