Til Friðriks

Sjá hversu maðurinn

er kominn um langan veg.

Í myrkri fortíðar

liggja sporin.

Nakinn klæddi hann sig.

Svangur fæddi hann sig.

 

Börnin voru borin

á örmum vanþekkingar

til nýrra sigra.

 

Nú fæðast þau

með rafskaut á hausnum

til þess að verða 

fórnarlömb þekkingarinnar.

 

Það fennir í sporin,

sem liggja til baka.

Villtur er ég.

 

Lítill lófi læðist mér í hönd

í trausti þess,

að leið okkar beggja

liggi ekki

fram af næsta hengiflugi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þetta ljóð kemur úr handraða tímans. Það ber þess nokkur merki. Það birtist í Lesbók Mbl. síðla árs 1983. Þá var kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupið í algleymingi. Nú hefur maðurinn horfst í augu við kjarnorkuógnina þó hún sé fjarrilagi með öllu frá eins og dæmin sanna.

Friðrik Thor verður kandídat í læknisfræði innan fárra daga þannig að lífið hefur fært honum nokkuð þrátt fyrir allt. Hans kynslóð er að ýmsu leyti betur sett en mín þar sem skilningurinn hefur dýpkað á þýðingu umhverfisins fyrir afdrif okkar og kostirnir eru skýrari. Sú þversögn er að vísu enn óafgreidd, að kjarnorkan kann að verða okkur til bjargar, hvað sem öðru líður.  

Sigurbjörn Sveinsson, 12.6.2009 kl. 11:22

2 Smámynd: Friðrik Thor Sigurbjörnsson

Svo ég vitni að nokkru í vin okkar, Freddy Mercury: "I grew up tall and proud in the shadow of the mushroom cloud."

Ég held að ég hafi aldrei þakkað þér kveðskapinn - en ég geri það hér með.

Friðrik Thor Sigurbjörnsson, 12.6.2009 kl. 11:53

3 Smámynd: Bumba

Frábært minn kæri vinur. Með beztu kveðju.

Bumba, 12.6.2009 kl. 23:21

4 identicon

Friðrik:  Þú ert of ungur að hafa alist upp við sveppa skýið, en föður höndin er ljúf.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 01:24

5 Smámynd: Friðrik Thor Sigurbjörnsson

Það er laukrétt, Óli - en lagið er gott!

Friðrik Thor Sigurbjörnsson, 14.6.2009 kl. 17:02

6 identicon

...og Freddy Mercury var þrusuflottur!

Malína (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband