24.8.2009 | 11:50
Arfurinn
Á spunaþræði
í hörpu örlaganna
hangir fjaðraður sendiboði
válegra tídinda.
Töfrar söngs
og værð í æðum
í skugga óvæntra erinda,
unaður og lausn...
...um boga himins,
þangað sem laufið féll
á saklaust hold.
Flokkur: Ljóð | Breytt s.d. kl. 11:52 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2024
- Nóvember 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Október 2019
- Maí 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Janúar 2018
- Ágúst 2017
- Júní 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bloggvinir
- arh
- asgerdurjoh
- doggpals
- drsaxi
- fhg
- gudrunvala
- hallibjarna
- iceberg
- jorg
- kaffi
- kreppukallinn
- lehamzdr
- oliskula
- ragnar73
- sabroe
- skulablogg
- stefangisla
- undraland
- formosus
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- gp
- zeriaph
- garmur
- helgi-sigmunds
- drum
- disdis
- holmfridurpetursdottir
- jogamagg
- rabelai
- jonmagnusson
- jonsnae
- jonvalurjensson
- kamasutra
- kjarri
- krissiblo
- kristjan9
- maggadora
- martasmarta
- logos
- siggifannar
- siggisig
- unnurgkr
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurari
- icekeiko
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrstu línur þessa ljóðs minna
óneitanlega á Leonard Cohen og
kvæðið The Bird on the Wire; viss líkindi.
Ég hrífst mjög af 3 síðustu ljóðlínunum.
Reyndar þarf engum orðum um það að fara að
ljóðin sem á þessari bloggsíðu birtast eru
í séflokki.
Áminning hverjum manni að víðsfjarri
er að nokkuð af því sé einhver sjálfsagður hlutur;
óeigingjörn gjöf er það öllu heldur.
Orðið hold er trúlega notað í merkingu sem
þjóðarsálin geymdi og skildi um 1950.
Bestu þökk fyrir það allt.
Húsari. (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 21:03
Einu sinni var ungverskur píanisti. Hann átti tengdason....
Sigurbjörn Sveinsson, 2.9.2009 kl. 23:02
Voru þeir ekki tveir?!
Verk þessa píanista sem og tilurð margra þeirra einstök.
Freistandi að geta tveggja mynda frá 1858 og 1867
og viðhafa umbúnað Gests Oddleifssonar í máli Þorkels
Súrssonar: "Kunna myndi eg mér ráð ef eg hefði vígið vegið að
hafa það undanbragð að málið mætti ónýtt verða ef á mér yrði haft
að nefnast annan veg en eg héti."
Ég veðja aleigunni að ábyrgðarmaður bloggsins kæmist upp
með þetta!
RW lifir enn, - nokkra stund.
Húsari. (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 00:09
Þrotin er hugsun og ráð mitt ónýtt, því fleira skilur okkur Gest Oddleifsson að en árin. Þó baðaði ég mig á Laugum í Sælingsdal árum saman.
Og nú hafa þeir fundið laug ástarbrímans Guðrúnar. RW hefði vafalítið skrifað fjögurratíma laugarsöng ef hann hefði þekkt þá sögu. Það hefði verið forvitnilegt að sjá og heyra þrjúhunruðpunda valkyrjur kviðra úr þeim potti.
Sigurbjörn Sveinsson, 9.9.2009 kl. 23:26
Það skyldi nú ekki vera að í handraðanum
leynist ómstrítt verk um brunn þennan og
flutningur væntanlegur í Beyruth að ári með
tilheyrandi hádramatískri stemningu hvar Guðrún
mun skjótast upp úr dýpstu iðrum jarðar og grípa
semitíska Máríuerlu á fluginu; spriklandi hafmeyjarsporðurinn mun
anda "svartadauða og vindlum" svo vitnað sé í Sigurð Zetó
en tónlist og sýn verður í formi þess morphs sem menn hafa
beðið svo lengi eftir; sú dýrðlega sýn og drama í tónum verður undir sprengjuregni Wagnerskalans, - og má þakka fyrir ef nokkur lifir þetta af!
Nokkru sinni sótt þessar tónlistarveislur í Beyruth heim ?
Húsari. (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 18:27
Steinþór Andersen í Kiljunni í kvöld gerði mig fráhverfan Wagner. Menningararfurinn er hér, jafnvel í endurritum, sem urðu kanínufóður úti í Breiðafjarðareyjum í Kreppunni fyrri.
Ekki suður í Svartaskógi.
Fátækt andans væri alger í germanskri arfleifð, ef ekki nyti menningar þjóðar, sem ól aldur sinn við yzta haf. Svo leyfir þetta lið sér að senda okkur í Stokkhúsið fyrir ómerkilegan snærisþjófnað.
Sigurbjörn Sveinsson, 16.9.2009 kl. 22:27
Ég hef Jón af Snæraskaga grunaðan um að hafa borgið
lífi sínu um lendur þýðverskra með jóðli fremur en rímnaspangóli.
Sýnir þetta fremur en nokkuð annað hversu mennig þessara þjóða
er samofin og verður ekki með nokkru móti sundurslitin.
Húsari. (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.