Samstæður

Á bak við myrkur

lokaðra augna

lifir hún,

hrakin og bernsk.

 

Sjálfsmynd er dregin

í myndlausri skuggsjá

orðvana hugsana.

 

Vefur voðfelldrar kúgunar

er strengdur 

í fágaða hefð.

 

Á bálk er bundið

vængstíft hrak.

Á bak við myrkur

lokaðra augna

er lifandi sál.

 

Á bak við lognmjúkt myrkur 

lokaðra augna

ert þú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Þau eru galdur ljóðin þín. Ég sé ekki betur en þú orðir í knöppum texta svipaða hugsun og ég er búin að ausa í ótal orðum í sumar.

Hólmfríður Pétursdóttir, 26.8.2009 kl. 22:32

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Svo er fólk að tala um að það zé ekki menníng á moggabloggi ...

Takk, þetta hugnaðizt mér.

Steingrímur Helgason, 27.8.2009 kl. 02:02

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það virðist nú samt ekki mikill markaður fyrir hana hér á blogginu. Eyrun fýsir annað að heyra.

Sigurbjörn Sveinsson, 27.8.2009 kl. 10:29

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir þetta Sigurbjörn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.8.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband