18.11.2009 | 17:55
Næturvaka
Í þúsund ár
stóðum við vörð Drottins
og töldum hann
sniðinn örlögum okkar.
Jafnvel dægur
sætti okkur við dóm smáblómsins.
En tími okkar var einungis mældur
í einni næturvöku.
Og í eilífum Skógum
spratt teinungur
í kviku augnabliksins.
Nú gróa þar íbjúgar
litbjartar liljur
úr annarri veröld
- í fullri sátt
við Guð og okkur.
Flokkur: Ljóð | Breytt 20.11.2009 kl. 12:57 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2024
- Nóvember 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Október 2019
- Maí 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Janúar 2018
- Ágúst 2017
- Júní 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bloggvinir
- arh
- asgerdurjoh
- doggpals
- drsaxi
- fhg
- gudrunvala
- hallibjarna
- iceberg
- jorg
- kaffi
- kreppukallinn
- lehamzdr
- oliskula
- ragnar73
- sabroe
- skulablogg
- stefangisla
- undraland
- formosus
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- gp
- zeriaph
- garmur
- helgi-sigmunds
- drum
- disdis
- holmfridurpetursdottir
- jogamagg
- rabelai
- jonmagnusson
- jonsnae
- jonvalurjensson
- kamasutra
- kjarri
- krissiblo
- kristjan9
- maggadora
- martasmarta
- logos
- siggifannar
- siggisig
- unnurgkr
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurari
- icekeiko
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Strengur hins eilífa augnabliks í kristinni trú er mér mjög kær. Andlátsorð mikils trúmanns lýsa þessu vel: ,,Nú er Jesús að rísa upp fyrir mig."
Hólmfríður Pétursdóttir, 20.11.2009 kl. 01:01
Andlátsorð Sigurbjörns Einarssonar geta orðið þráður í mikinn og jafnvel stórfenglegan texta.
Sigurbjörn Sveinsson, 20.11.2009 kl. 10:13
Sæll Sigurbjörn.
Mikið óskaplega er þetta fallegt kvæði.
Bestu þökk.
Ein lítil athugasemd: í einni næturvöku (ekki á) ??
Húsari. (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 12:45
Jónas naut þess, að um drög að ljóðum hans fór fram lýðræðisleg umræða. Hann átti vini, sem smekkmenn voru á íslenska tungu.
Það er Húsari líka.
Því vil ég fella athugasemd hans að ljóðinu en um leið breytist merkingin úr andrá augnabliksins í tíma í rúmi. Við skulum prófa þetta.
Sigurbjörn Sveinsson, 20.11.2009 kl. 12:56
Þakka hlý orð.
Kvæðið vekur upp áleitnar spurningar um gildismat:
Hvað skiptir máli, hvar og hvenær eða er það svo að
ekkert skiptir neinu máli?
Síðasta erindið er áhrifamikið.
Það endurspeglar lífsviðhorf sem skiptir máli
og er ekki til sölu.
Til hamingju, Sigurbjörn, enn eitt kvæði sem gnæfir yfir
sem standbjörg þar vestra.
Húsari. (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 14:06
Til hamingju með þetta nafni minn. Þetta er frábært. Eilífðin er augnablik sem aldrei líður. Þar sem hin ólýsanlegu og dásamlegustu augnablik verða að eilífð.
Hvað ertu kominn með mörg ljóð í safnið?
Eigum við að fara að túra um landið?
Sigurbjörn Þorkelsson (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 15:22
Hvað ættlið þið að túra með ? Ljóðin hans Sigurbjörns S. eru til þess að lesa í rólegheitum, upp í rúmi. Als ekki undir gítarleik á Krákunni eða öðrum slíkum knæpum. Þau rista vel í vitundina og vel gæti verið að hægt væri að sá viksufræju, eftir plóginn?
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 23:26
Er ekki hægt að túra bara án þess að lesa á knæpum. Veit ekki betur en margar fallegar kirkjur landsins bjóði upp á hentugt húsnæði til ljóðalesturs og tóna... eða jafnvel umræðna. Ég styð túr pabbi minn - og svo bók.
Ásta Sóllilja (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 18:42
Sæll Sigurbjörn.
Mér varð það á að fara ranglega með titil nýrrar
ljóðabókar Matthíasar Jóhannessen á dögunum.
Bréfið var stílað á nákominn ættingja. -
Síðdegis 12. október fór Matthías með nokkur
ljóðanna á Ras 1. Þar var svo sannarlega boðið til
veislu í bókmenntalegum skilningi en tregafullur
bakgrunnur hefur tæpast látið nokkurn ósnortinn.
Af litlum efnum vil ég leyfa mér að halda því fram að
Matthías sé á hátindi listar sinnar.
Ég hygg hvað þig sjálfan snertir að þá sé það afar
forvitnilegt að fylgjast með ljóðagerð þinni á
næstu árum.
Ég efast ekki um það eitt andartak að hljóðbók með
ljóðum þínum yrði veltekið; en skal fúslega viðurkenna
að bók er miklu betri hugmynd og fátt sem kemur í stað
þess unaðar að eiga að athvarfi um óttubil velorðaða
og sanna hugsun.
Húsari. (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 22:18
Mattías var bestur í fyrstu bókinni, ferskur og fínn. Aftur á móti batnaði Snorri með árunum, eins og Highland Park í góðri tunnu.
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 02:19
Sæll Ólafur.
Nú verðum við báðir að ganga til Róms og fara með
10 Maríubænir að auki fyrir að fara ekki rétt með nafn
Matthíasar (Matthías Johannessen).
Ástriðan er að sönnu ekki söm og jöfn en þó hygg ég
bók þessi innihaldi ljóð t.d. Blómstrið eina sem ´
Íslendingar munu lesa að 100 árum liðnum, og þau
allnokkur árin til viðbótar, til jafns við Um dauðans óvissa(n) tíma
og Heyr himnasmiður og hið sama finnst mér verðskulda
hið ágæta kvæði, Næturvaka.
Húsari. (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 11:21
* Um dauðans óvissa(n) tíma > Les: Um dauðans óvissa tíma
(erindi þessi eru a.m.k. 13 og kemur fram í upphafserindum
að hér er án nokkurs vafa rétt með farið)
Húsari. (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.