18.12.2009 | 21:05
Baggalútur enn á ferð
Undanfarin ár hefur Baggalútur glatt okkur með undraskemmtilegum jólatextum við lagboða úr öllum áttum. Þjóðin hefur beðið eftir jólalagi Baggalúts með eftirvæntingu ár hvert og aldrei orðið fyrir vonbrigðum.
Í fyrra heyrðist kvein úr ranni Baggalúts og gefið í skyn að byrðin væri orðin of þung, kröfurnar of miklar og verkkvíði settist að þeim um veturnætur.
Nú bregður svo við, að jólalagið er ekki eitt heldur mörg. Það mætti halda, að Baggalútur hafi ákveðið að kæfa þjóðina með jólalögum til að losna við kvöðina. Það er gamalkunn aðferð.
Sumir gera það vel, sem allir geta, en engum öðrum dettur í hug.
Það er list.
Frá einni árstíð til annarrar standa baggalútarnir mínir þegjandi í gluggakistunni í sumarhúsinu í einfaldri röð eftir stærð. Þeir eru listaverk náttúrunnar eins og Baggalútarnir okkar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst Baggalútur standa sig stórvel, en merkilegt nokk þá er orðinn lítill munur á Baggalútsfréttum og öðrum fréttum, því að ruglið er orðið svo mikill í þjóðfélaginu.
Baggalútur fær douze points.
Jóhanna Magnúsdóttir, 19.12.2009 kl. 09:34
Mér finnst þessi jólalög þeirra baggalútsmanna þreytandi
stefan (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.