Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
24.12.2010 | 09:35
Hvernig hefðu þeir farið að Mandela og Kristur?
Ég horfi stundum á fuglana út um gluggann heima hjá mér. Starrarnir berast um í hópum. Þeir virðast flögra stefnulaust frá einum stað til annars og ómögulegt er að sjá hvað ræður för þeirra. Kannski brestur í grein eða opnaður er gluggi. Þegar líður á daginn stækkar hópurinn. Þá er markmiðið orðið ljósara - að fara í öruggan náttstað. Þetta er svolítið svipað með þjóðina. Hún flögrar frá einni hugsun til annarrar. Það er eins og hún sé á ferðalagi í vandræðum sínum. Ljóð er ferðalag frá einni hugsun til annarrar sagði skáldið á sinni tíð. Það er tæplega hægt að kalla okkar tíma ljóð og enn síður skáldskap. Til þess eru þeir alltof raunverulegir.
Það er auðvelt að blaka við hugsun þjóðarinnar. Sú aðferð er notuð til að hrekja hana af leið. Nú fer orka hennar í að velta fyrir sér sundurlindi á stjórnarheimilinu, upplausn vinstri manna og meintu framhjáhaldi. Þetta virðist skipta öllu máli nú.
Það er þægilegt líf að stjórna svona þjóð, sem telur það sitt brýnasta verkefni að ræða, hvort þremenningarnir hafi greitt einu eða öðru atkvæði vegna grundvallarsjónarmiða eða hefnigirni.
En saman mun þjóðin finna sér öruggan náttstað - eins og fuglar himinsins.
Þannig bloggaði ég í desember 2008 að breyttu breytanda. Bent hefur verið á að ekkert hafi breyst í þjóðfélaginu frá hruni og má það til sanns vegar færa. Sökin er tæplega fárra og enn síður einhverra annarra en okkar. Breytingin kemur aðeins með okkur, með nýjum tímum og siðum, sem við stöndum fyrir.
Hvernig hefðu þeir farið að Mandela og Kristur? Hefðu þeir orðað hugsanir sínar eins og víða má sjá á blogginu nú um stundir?
Gleðileg jól.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2010 | 18:39
Bókmenntaelítan kiksar
Við fengum fregnir af því fyrir nokkrum dögum, að Svari við bréfu Helgu og Hreinsun hafi verið hampað af bóksölum fyrir ágæti. Fleiri dómar hafa fallið á sömu lund undanfarnar vikur. Ég verð því miður að lýsa mig ósammála niðurstöðum þessa ágæta fólks.
Hreinsun Sofi Oksanen er vissulega vel þýdd skáldsaga af Sigurði Karlssyni á íslensku. Það er ekki þar með sagt að sagan sjálf beri sömu einkenni. Oksanen hefur tekist að búa verkinu eftirtektarverðan ramma þarna á "frímerkinu" í skógum Eistlands; henni ferst hin tæknilega úrlausn vel úr hendi. Frásagan er hins vegar full af tilfinningalausri smámunasemi, yfirborðskenndum persónum og ævintýralegri atburðarás, sem styðst við smásmygli langt umfram þarfir frásagnarinnar. Oksanen hefði þurft að æfa sig á skinn.
Svarið við bréfi Helgu er á margan hátt spennandi bók. Þráður sögunnar er frumlegur og hún er ákaflega íslensk, ef svo má að orði komast. Þar liggur hins vegar veikleiki hennar einnig. Höfundur vill segja söguna með tungutaki alþýðunnar eða jafnvel einyrkja í íslenskri sveit. Útkoman er uppskrúfaður stíll, tungutak sem enginn hefur notað í íslenskum sveitum, hvað þá að nokkur skilji nú til dags. Heimildarmenn eru sagði ábyrgir fyrir textanum og þekki ég þar mann innanum. Ekki þekki ég til að hann hafi haft það orðfæri sem frásögnin notast við þó ég hafi kynnst honum fyrir 30 árum og þekkt fram á þennan dag. Í stað fallegrar ástarsögu situr lesandinn uppi með eitthvert afskræmi í texta og klám og jafnvel dýraníð. Má ég biðja um aðra fegurð.
Hana er að finna í Myndinni af Ragnari í Smára. Þar eru á ferðinni fagurbókmenntir sem því miður voru ekki réttilega vegnar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, talin með heimildaritum. Bókin styðst að vísu við urmul heimilda en þar með er það upp talið. Hér er á ferðinni glæsileg skáldsaga, hugarsmíð þar sem íslensk menningarsaga um miðja síðustu öld er skrifuð inn í fjóra daga í lífi Ragnars í Smára. Allar ástríður hans, styrkur og veikleiki eru dregin fram með undursamlegum dráttum. En hvers mátti þessi bók í samkeppninni við risavaxið heimildarit um jökla. Dauðadæmd.
Það kemur ekki á óvart að Kristín Marja og Eiríkur Guðmundsson skyldu hljóta verðlaun útvarpsins. Þar er jafnan mennilega að verki staðið. Eiríkur skrifar áfengan stíl.
Kristín Marja og Eiríkur verðlaunuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2010 | 14:46
Af ávöxtunum skulu þér þekkja þá
Hér hefur náðst gleðilegur og mikilvægur áfangi við raunhæft verkeni í útflutningi heilbrigðisþjónustu. Margir hafa sýnt þessu áhuga en ekki viljað leggja lið. Vandaður undirbúningur og ekkert óðagot staðfestir, að verkefnið er í góðum höndum fjárfesta með úthald. Þeir munu njóta ávaxtanna og væntanlega mun áhöfnin stækka þegar fram í sækir.
Þetta verður mikilvægt fyrirtæki í Mosfellsbæ og arðsdamt fyrir þjóðina.
Samið um lóð fyrir einkasjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2010 | 21:16
Hvort er mikilvægara að hjóla í Icesave eða Steingrím J.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2010 | 15:34
Nú á að nota Moggann til illra verka
Tónninn var sleginn í morgun strax á forsíðu. Dregin upp dekksta hugsanlega niðurstaða fyrir þjóðina að vinna úr. Icesave málið allt er áfellisdómur yfir mistökum við stjórn landsmála á síðasta áratug. Því má ritstjórn Moggans ekki til þess hugsa að sátt náist við nágranna okkar og viðskiptamenn. Það myndi draga í brennipunkt afglöpin. Þá virðist betra að ala á sundurlyndi þjóðarinnar og taka hættu á ófyrirsjáanlegu tjóni.
Ég hef enn taugar til Moggans og þeirra sem það ráða húsum. En nú eru þeir á varasömum villigötum.
Ég ber ábyrgð á Svavarsnefndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2010 | 14:12
Lánsamir stjórnmálamenn
sem nú eru að leiða til lykta þetta vandræðabarn útrásarinnar. Við verðum að ná sátt við grannþjóðir og helstu viðskiptamenn. Einangrunarstefna er eyðandi, þegar smáþjóð á í hlut. Ofsinn, sem birtist í margvíslegu bloggi um þetta mál er í takt við gorgeirinn, sem varð okkur að falli.
Nú verður forvitnilegt að fylgjast með Bjarna Ben. og Sigmundi og klappstýrunni Ólafi Ragnari.
Icesave-samningur í dag? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað sem öðru líður þá tel ég það skynsamlega pólitíska forgangsröðun að ljúka þessu Icesavemáli fyrst og hjóla síðan í Steingrím fyrir meint afglöp, ef menn telja það réttmætt. Menn eru greinilega partískir í þessu og falla fyrir þeirri freistingu, þó þjóðin þarfnist annars.
Sjálfsréttlætingarpistlarnir úr Hádegismóum svo sem Reykjavíkurbréf dagsins eru svo annar vandi. Forvitnilegt verður að sjá hvernig forusta Sjálfstæðisflokksins bregst við fullyrðingunni um, að allt annað en höfnun nýja samkomulagsins verði svik við síðasta landsfund.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið forustuafl í utanríkismálum Íslands og dregið aðrar stjórnmálastefnur til lags við sig í friðsamlegum samskiptum við nágrannaþjóðirnar. Nú kveður hins vegar við annan tón og virðist einangrunarhyggja ráða æ meiru um afstöðu til pólitískra og viðskiptalegra samskipta við önnur lönd. Sú stefna mun aldrei gera annað en þjóna pólitískum stundarhagsmunum ráðandi afla í flokknum.