Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
26.3.2010 | 23:14
Íslandsmaðurinn á fleygiferð
Örtröð bíla í Fljótshlíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.3.2010 kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.3.2010 | 13:03
Hvernig hefur álagning olíufélaganna þróast í krónum?
Einlægt er klifað á því að álagning olíufélaganna hafi ekki breyst hlutfallslega síðasta árið. Það segir mér ekki annað en að tekjur olíufélaganna hafi aukist umfram almenna verðþróun hér á landi. Innkaupsverð hefur hækkað til samræmis við fall krónunnar og skattar á eldsneyti til samræmis við aukna tekjuþörf ríkisins.
Það kemur á óvart ef tekjuþáttur olíufélaganna í hverjum lítra hefur þróast á sama hátt. Það væri spennandi að fá frá þeim upplýsingar um það.
Eldsneytisverð með því lægsta sem gerist í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2010 | 22:45
Ein lög, ein þjóð í einu landi
Ísrael gerir árás á Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2010 | 12:49
Stjórnarandstaðan situr um líf ríkisstjórnarinnar
Þjóðin á mest undir því núna að forusta VG lifi af stjórnarsamstarfið við Samfylkinguna. Það gerir hún ekki með liðsinni BB og Sigmundar Davíðs.
Þvert á móti.
Spurningin er því aðeins þessi: Hvenær og við hvaða aðstæður mun minnihluti VG-þingmanna rétta Þorgeiri höndina, þar sem hann hangir í hvönninni.Þegar upp er staðið þá eru þetta í raun þau einu örlög, sem fyrir hvorum tveggja liggja. Það er ekkert val.
Stjórnarandstaðan situr um líf ríkisstjórnarinnar. Þeim gengur ekkert annað til en að fella hana þrátt fyrir að þau launráð kunni að valda þjóðinni meira tjóni en ávinningurinn kann að verða frá þeirra sjónarhóli. Þeirra hlutskipti verður þá að hafa stjórn á undanhaldinu fyrir sannleikskröfunni og hagræðing sögunnar í þágu þeirra, sem leiddu þjóðina til glötunar.
Vissulega hafa atburðir síðustu vikna orðið til hagsbóta fyrir hugsanlega betri niðurstöðu Icesavemálsins en það sá enginn fyrir og forustumenn stjórnarandstöðunnar hafa purkunarlaust notað þetta mál eins og verstu tækifærissinnar og ekki vílað fyrir sér að snúast eins og trekkspjöld og ganga á bak orða sinna eða amk. flýja frá gefnum yfirlýsingum hvað eftir annað. Nú er slegið úr og í með það, hvort yfirleitt þurfi að borga þessa peninga og þjóðin ærð með fagurgala um afl samstöðunnar. Eða með öðrum orðum þá er föðurlandsástin hert við afl þjóðaratkvæðisins og þjóðin teymd út í fen án nokkurrar fyrirhyggju.
Það eru takmörk fyrir því, hve langt á að ganga í nafni hugsanlega bestu fjárhagslegu niðurstöðu sérstaklega fyrir þingmenn, sem í orði hafa stutt og vilja styðja starfhæfa ríkisstjórn á vinstri væng stjórnmálanna. Lengi skal manninn reyna er sagt, en það er enginn svo sterkur, að hann þoli bræðravíg án sára.
Til í sæti á réttum forsendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ef minnihlutinn í VG fær sífellt að fríhjóla, þannig að ríkisstjórnin verður að reiða sig á aðkomu stjórnarandstöðunnar í hverju máli, þá er feigðin ekki langt undan. Óreiðan og agaleysið verða ekki einvörðungu bundin við Icesave, heldur mun hin sjalhverfa afstaða minnihlutans í VG eitra smám saman huga þeirra, þannig að við ekkert verður ráðið.
Það mun skila sér í öðrum óförum ríkisstjórnarinnar.
Heita ekki stuðningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |