Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
17.2.2011 | 11:40
90 km í næsta lögregluþjón - til allra átta
Niðurskurðurinn kemur víða við og dregur dám af þeim, sem um véla. Það er t.d. í forgangi að skera niður skólamötuneyti, fækka starfsmönnum og gefa börnunum verksmiðjuunnin matvæli stappfull af salti, köfnunarefnissamböndum og kartöflumjöli að ekki sé talað um öll E-merktu aukaefnin. Svo á enn að fækka í lögreglunni.
Þar verður m.a. tekinn af lögregluþjónninn í Búðardal. Þá verður á Vestfjarðaveginum í Hvammssveit og á Svínadal 90 km. í næsta lögregluþjón hvort sem leitað er í Borgarnes, Stykkishólm eða til Hólmavíkur. Ef það er þá fært - eins og kallinn sagði.
Læknisþjónusta stendur höllum fæti á þessu svæði. Halda menn að þetta verði til að bæta ástandið, þegar lögreglunni verður ekki fyrir að fara til að vinna með í erfiðum slysum?
Samfélag okkar er brothætt og menn verða að horfa á heildarmyndina, þegar verið er að fást við afdrif byggðarlaganna.
14.2.2011 | 16:44
Gildishlaðin og leiðandi spurning
Meirihluti vill þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2011 | 23:15
Ljóðaljóð
Árstíðum saman
hef ég ferðast
frá einni opnu
til annarrar
og nú fangar
þú mig
í pakkhúsi minninganna.
Þar eru plastdósir
fullar af litríkum tannburstum
sem týna tölunni
einn af öðrum
án nokkurrar miskunnar.
Tilvísun í Matthías Johannessen
Ljóð | Breytt 9.3.2011 kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)