Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Tjaldurinn hefur vetursetu í Búðardal

Tjaldurinn er í tugum í fjörunni í Búðardal. Hann er ekki farfugl heldur hefur hann vestursetu. Gekk fram á hann m.a. 5 . mars s.l. Tæplega hefur það verið farfugl.


Það hafði um 10 fugla hópur vetursetu á Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd ár eftir ár. Hélt til í fjörunni þarna á ströndinni við yzta haf. Eitt vorið kom ábúandi að þeim dauðum undir marbakkanum. Sennilega höfðu þeir leitað skjóls við fönnina og hún síðan fallið yfir þá í e-u illviðrinu og þeir kafnað. En Tjaldurinn í Búðardal er s.s. sprækur og lætur óspart í sér heyra.

Í Lífsgleði á tréfæti lýsir Stefán Jónsson gæsafjölskyldum, sem leita sömu varpstöðva ár eftir ár og sömu beitilanda. Skyldu Tjaldarnir á Tyrðilmýri hafa verið slík fuglafjölskylda? 


mbl.is Farfuglar tínast til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum Þorgerði Ingólfsdóttur á alþingismenn

Ég veit ekki hvort fjallið kom til Múhameðs eða Múhameð til fjallsins en háborg menningarinnar sótti okkur heim í Búðardal í dag.  Á sjötta tug ungmenna úr Menntaskólanum við Hamrahlíð kom til okkar og söng, klappaði og stappaði undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Þau meira að segja blésu, því Hendill þarfnaðist þess. Þetta kórstarf hefur verið svo lengi við líði í Hamrahlíð, að það er nánast eldra en skólinn. Að minnsta kosti má fullyrða að fáar hefðir séu eldri í þeim skóla. Ég vona að hlaðið hafi verið á Þorgerði öllum þeim tignarmerkjum , sem Fálkaorðunni fylgja, en orðstír hennar deyr eigi hvað sem öðru líður.

Þorgerður hafði á orði í dag að tónlistarkennslan snerist fyrst og síðast um samvinnu, umburðarlyndi og úthald og með þá reynslu færu ungmennin út í lífið. Hún bætti því við, að á því væri þörf ekki síst á þessum síðustu tímum á Íslandi. "Það þyrfti að setja alþingismennina í kór", sagði hún síðan. Mættu þau ummáli góðum skilningi tónleikagesta.

Þorgerður minntist á gullaldarár kórsins. Ég tel hins vegar, að öll ár í kór sem þessum séu gullöld og sérhvert ungmenni eigi sitt gullaldarár núna.  


mbl.is Vissi ekki af auglýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er sanngirnin og meðalhófið?

Ég er óflokksbundinn, hef aldrei kosið Jóhönnu Sigurðardóttur og ekki hrifist af henni sem stjórnmálamanni. Nú finnst mér hins vegar andúðin á henni ganga úr hófi og heiftin borið andstæðinga hennar langt af leið.

Hvað átti Jóhanna að gera með hæfnismat, þar sem karlinn var talinn fremstur? Gat hún séð fyrir að forsendur kærunefndar yrðu aðrar,  en fagaðilar gáfu sér? Að gefið yrði upp á nýtt, ef svo má að orði komast? Eða er jafnréttisumræðan komin svo langt, að konur skal velja alveg óháð hæfni til starfa? Maður spyr sig.

Þessi aðför að Jóhönnu finnst mér fráleit og minna frekar á galdraofsóknir en umburðarlynd skoðanaskipti um jafnréttismál. Eru þá kynsystur hennar og flokkssystkin ekki undanskilin.  


mbl.is Fjórar konur og einn karl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógeðsleg auglýsing frá N1 og HSÍ

er á undan þessatri frétt. Bolta er kastað í höfuð manns, þannig að hann vankast og hrekkur af barstól. "Hafpu augun á boltanum", er ráðlagt. Er þetta boðlegt fyrir íþróttahreyfinguna?
mbl.is Tölur um manntjón munu hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ADVICE! Getur þetta fólk ekki talað íslensku...

...eða á að reka áróðurinn í útlöndum? Þessir KEIKÓ-snillingar eru auðvitað að reisa flotgirðingu um ekki neitt.
mbl.is Stofna samtök gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaðlaheiðargöng líklega arðsamari en reikningar sýna

Mikillar varkárni hefur gætt við reikning á arðsemi Vaðlaheiðarganga. Þær forsendur, sem menn hafa gefið sér um líklega umferð um göngin, byggja nánast alveg á þeirri umferð, sem nú fer um Víkurskarð. Spár um notkun Hvalfjarðarganga stóðust engan veginn og munar mestu um ófyrirsjáanlegar breytur vegna áhrifa á hegðun, búsetu og atvinnu fólks á svæðinu.

Ég tel, að Vaðlaheiðargöngin eigi eftir að hafa mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu og búsetu á svæðinu frá Eyjafirði og norður til Tjörness og skapa nýja möguleika, sem glámskyggn nútíminn festir ekki auga á. Það mun leiða til meiri viðskipta innan svæðisins og meiri umferðar.

Ég er afar bjartsýnn á þessa framkvæmd, ef verkið sjálft heppnast vel. 


mbl.is Félag um Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband