Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014
28.6.2014 | 10:31
Guðbergur Bergsson í dag
26.6.2014 | 13:24
Ábyrgðarlaus afstaða Árna Páls
Enn sannast hið fornkveðna, að stjórnmálamenn hafa tilhneigingu til að forðast óþægindi og láta hentistefnu ráða.
Ef þetta verður niðurstaða málsins þ.e. að láta kyrrt liggja og halda þessari leið opinni fyrir almenning til fjárfestinga erlendis mun það óhjákvæmilega leiða til flótta úr séreignakerfi lífeyrissjóða og annarra íslenskra fjármálastofnana. Allt skynsamt fólk mun ráðstafa lífeyrissparnaði sínum í séreign á verðbréfamörkuðum erlendis, þar sem meiri dreifing og öryggi á endurheimtum fæst.
Ef Árni Páll ætlar að standa við þessa skoðun verður hann þegar í stað að gera tillögur um að gjaldeyrishöftum verði aflétt af fjárfestingum lífeyrissjóðanna erlendis.
Annað er í hrópandi ósamræmi við jafnræðisregluna.
Árni Páll stöðvaði Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2014 | 09:31
Lögbrotin eru augljós og þarfnast ekki mikillar rannsóknar
Með ráðstöfunum í kjölfar hrunsins 2008 var girt fyrir kaup Íslendinga á erlendum gjaldeyri fyrir krónur til fjárfestinga erlendis nema með alveg sérstökum undanþágum. Jafnframt var fólki gert kleyft að standa við skuldbindingar sínar erlendis, sem það hafði samið um fyrir hrun.
Er nokkur, sem andmælir þessu?
Erlend líftryggingafélög og umboðsmenn þeirra hérlendis héldu áfram að selja "líftryggingasamninga" sína, sem innihalda annars vegar líftryggingu (sem er þjónusta og heimilt að kaupa fyrir gjaldeyri) og hins vegar söfnunarlið, sem er sparnaður eins og t.d. séreign íslensku lífeyrissjóðanna og á sér bakland í erlendum verðbréfum.
Með gjaldeyrishöftunum frá 2008 var óheimilt að selja Íslendingum gjaldeyri fyrir krónur til nýrra fjárfestinga erlendis. Það er alveg skýrt.
Þetta hafa hins vegar þessi erlendu tryggingafélög og umboðsmenn þeirra hérlendis gert í trássi við lög.
Hægt er að halda því fram, að samninga þessa hafi almenningur gert í góðri trú. Það er vafalítið rétt í mörgum tilfellum. Það er hins vegar mín skoðun, að þegar frá leið hafi margir áttað sig á hvernig þessum málum var háttað og að þessi viðskipti færu alfarið í gegn anda þeirra ráðstafana, sem gerðar voru 2008. Þrátt fyrir það hafi þeir kosið að halda þessum viðskiptum við og jafnvel stofnað til nýrra.
Það er vandinn, sem við er að fást í dag.
Grunur um brot á lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |