Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015

Vilhjálmur er sporgöngumaður áliðnaðarins

Vilhjálmur, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, virðist alveg ótengdur grundvallarhagsmunum almennings á Íslandi. Í fyrsta lagi berst hann fyrir að frumskógarlögmálið fái áfram að ráða í samskiptum aðila á vinnumarkaði og má hverjum manni ljóst vera, að þar lítur hann til þröngra staðbundinna aðstæðna í sínu "léni".

Nú gefur hann upp boltann fyrir því, að Landsvfirkjun taki upp verðlagsstefnu, sem fellur að hagsmunum álframleiðenda hér á landi. Það er stefna, sem tekið hefur okkur áratugi að brjótast undan. Vilhjálmur talar beinlínis fyrir því, að raforkuverð verði lækkað til að bæta rekstrarstöðu álversins í Straumsvík.

Ég segi nú bara: Er ekki tímabært að eitt álver, sem er löngu afskrifað, fái að loka og orkan seld til annarra arðbærari og umhverfisvænni verkefna? Síðan getum við skoðað rekstur Norðuráls í sama ljósi. 


mbl.is 30% dýrara í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er nokkru við að bæta.

Sumir einstaklingar sem hefja sína sjúkdómsgöngu á fullorðinsárum með svipgerð sykursýki 2 geta náð góðum tökum á henni með breytingum á lífsstíl. Þrátt fyrir aðgæslu í þeim efnum í áranna rás þróast með þeim sykursýki, sem krefst insúlínmeðferðar. Sjúkdómur þeirra breytist í insúlínháða sykursýki. Við þessu er ekkert að gera og engin lækning fyrir hendi og meðferðin sú sama og barnanna, sem um er rætt. 

Þannig er sykursýkin ekki tveir flokkar, Valur og KR, heldur margar perlur á löngu talnabandi, sem við eigum vafalítið eftir að skilja betur þegar fram líða stundir. Á meðan við höfum ekki haldbetri skýringar á henni en nú, verðum við að beita fjölbreyttri nálgun og ekki kasta því fyrir róða, sem vel hefur reynst. 


mbl.is Má ekki verða tabú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband