Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2016

Kynjamisrétti

Oft er komiđ til mín međ börn vegna óvćrđar. Nánast aldrei er vandamáliđ kynnt sem vandi sem tilheyrir ákveđnu kyni. Hugtakiđ "óvćrđ" hefur mjúka nálgun í mínu starfi. Stúlkubörn geta veriđ óvćr jafnt og drengir. En hugtakiđ óvćrđ hefur mýkt ađ yfirvarpi eins og áđur sgir.

Nú bregđur svo viđ ađ ţetta mjúka orđ "óvćrđ" er notađ um konur, sem hugsanlega hafa brotiđ refsilöggjöfina í samskiptum viđ okkur hin.

Ţetta er raunar ekkert nýtt og ţreytir mann í baráttunni fyir jafnrétti kynjanna og eykur áhyggjuna af öllum ţeim barnabörnum, sem undan hafa komiđ.  


mbl.is Handtóku óvćrar konur og vopnađan ţjóf
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tímabćrt niđurrif álveranna

Álveriđ í Straumsvík er barn síns tíma. Ţađ er löngu afskrifađ. Ef til vill er vćgi áliđnađarins í efnahagslífi Íslendinga einnig barn síns tíma. Stóriđja á Íslandi mun vafalítiđ líđa undir lok í náinni framtíđ. Grófur, mengandi, orkufrekur iđnađur fellur illa inn í ţćr hugmyndir, sem núlifandi kynslóđir Islendinga gera sér um landgćđi og nýtingu náttúrunnar í framtíđinni.

Ţađ er upplagt ađ hefja ţessa vegferđ međ ţví ađ rífa álveriđ í Straumsvík.


mbl.is Vill ađ forsćtisráđherra fordćmi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lokuđ milljarđaviđskipti eru glórulaus

Ţađ eitt ađ sala á ríkiseignum af ţessari stćrđargráđu fari fram á bak viđ myrkur luktra dyra er óafsakanlegt og alveg óskiljanlegt. Sú stađreynd gerir líkurnar fyrir ţví, ađ ţessi viđskipti hafi veriđ óeđlileg meiri heldur en minni.

Sagt er ađ stjórnendur Borgunar annars vegar og fjárfestahópur hins vegar hafi keypt hlut ríkisins sem "til sölu" var. Ţví til viđbótar er sagt, ađ fjárfestarnir komi úr frćndgarđi fjármálaráđherrans. 

Ég hef hvergi séđ ţađ upplýst um hverja er ađ rćđa úr ţessum frćndgarđi.


mbl.is Segja Steinţór fara međ dylgjur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Árni Bergmann og Ásta Sóllilja

Ég er ađ lesa minningar Árna Bergmann. Ţađ er forvitnilegur lestur. Mér finnst eins og viđ höfum veriđ samferđa frá ţví ég var í foreldrahúsum. Ég las Ţjóđviljann frá ţví ég fór ađ fylgjast međ. Ţađ var um ţađ leyti sem Árni kom heim frá námi í Moskvu og tók til viđ ađ bjarga heiminum međ bókmenntagagnrýni og fleiru á Ţjóđviljanum. Mér er óhćtt ađ segja frá ţessu svona, ţví Árni gerir ţađ sjálfur glađlega og af hreinskilni.Viđ Ţjóđviljinn urđum samferđa allt ţar til hann lognađist út af. Ekki síđur en Mogginn, sem fylgdi mér fram í janúar 2010. Ţá var hann orđinn mér um megn. Ég kaupi hann reyndar stundum um helgar til ađ ná réttu sambandi viđ nafna minn Magnússon, útgerđina í landinu og túlkun Davíđs Oddssonar á sjálfum sér og samtímanum.

Árna ţekki ég alls ekki persónulega ţótt hann hafi veriđ einn ţeirra, sem kynntu fyrir mér menningu veraldarinnar allt frá barnćsku minni og síđast í frábćrri bók um glímuna viđ Guđ.

 

Árni segir skemmtilega frá kynnum sínum af ţekktu fólki og óţekktu eins og stađa hans á Ţjóđviljanum gaf tilefni til. Athyglisverđar eru sagnir hans af Halldóri Laxness og sannast ţar enn á ný, ađ HKL var ólíkindatól. Árni segir. "Ţegar Halldór var síđast gestur í okkar húsi (1987) barst taliđ ađ fátćktarbćjum sem hann hafđi gist á ferđum sínum um landiđ. Eitt slíkt kot var fyrir vestan. "Ţađ var í Múlasveit", sagđi Halldór, "ţar var einhver mesta fátćkt á Íslandi. Ég batt saman fötin mín í spotta og hengdi upp í rjáfur um nóttina og kannski slapp ég međ ţessu móti viđ ađ fá á mig lús sem ţar var krökt af."

Fleiri kotbćir voru nefndir. Einn gestanna, Kjartan Ólafsson, mundi ađ á einum ţeirra var stúlka sem hét Ásta Sóllilja og spurđi: "Fékkstu nafniđ ţađan?"

"Sóllilja?" hváđi Halldór. "Í hvađa bók var hún?"" 

Margt annađ sagđi Halldór ţetta kvöld međ ţeim Kjartani og Árna, sem vert vćri fyrir áhugasama ađ lesa í minningum Árna.

En ţví rifja ég ţetta upp hér ađ fyrir mörgum árum birti ég lítinn pistil á ţessum blöđum um sama efni ţ.e. Ástu Sóllilju, sem ég dreg hér fram mér og öđrum til ánćgju. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband