Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016

Að snúa náttúru landsins á annan endann - fyrir hvað?

Hugmyndir um rafstreng til Bretlands taka á sig æ skýrari mynd. Í dag leit afrakstur vinnuhóps um málið dagsins ljós. Samkvæmt fjölmiðlum þarf að virkja sem svarar tveim Kahnjúkavirkjunum til að þetta fyrirtæki beri sig auk þess sem stuðning Breta þarf til. Afraksturinn af þessu framtaki kann að verða um 35 milljarðar á ári er sagt.

Um hvað er að tefla? Kárahníkavirkjanirnar tvær myndu gefa um 1200 - 1300 megavött í afli. Í skýrslu, sem greint er frá í fjölmiðlum síðla á síðasta ári er sagt: "Verkefnisstjórn um þriðja áfanga rammaáætlunar hefur nú heilt ár til að meta hátt í 30 nýja virkjanakosti, þar á meðal Norðlingaölduveitu og Stóru Laxá. Virkjanirnar allar myndu framleiða meira en 1.500 megavött.

Ætlum við að virkja náttúruauðlyndirnar upp í kok fyrir 35 milljarða á ári?

Ég segi nei og tel mig þó tilheyra hinni framkvæmdaglöðu hægri elítu. Hér þarf að spyrna við fótum og safna liði.  


mbl.is Áhugaverður kostur en óvissan mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband