Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2018

#metoo

Maður gengur fyrir horn

og skyndilega er vindurinn í fangið.

Eins og andardráttur fjöldans,

ísnálar og klammaðir kjálkar.

Ljúf byrði hversdagsins

breytist í ok andúðar

og á baki vinanna

má sjá tannlaust glott

hverfa inn í hríðina.

 

Eins og bóndinn fyrir vestan

gekk ég í hringi í þrjú dægur

á meðan kafaldið kvaldi úr mér lífið.

 

Þúst á berangri umvafin hvítri voð

og ástvinirnir áhyggjulausir,

innan seilingar.


Restart

Héðan voru á dögunum

eða árunum send ljóð

út í myrkrið.

Og myrkrið tók við þeim 

og kveikti sviðsljósin.

 

Slík athygli endar að jafnaði

með skelfingu

í hljómsveitargryfjunni. 

 

Þar voru þeir Matthías, Húsari og Gunnar

með tannburstana sína eina að vopni.

Menn hafa reynt að moka sig úr snjó

með dósarloki eða rúðusköfu.

 

Það skilar engu

fyrr en barnatímanum lýkur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband