Vilhjálmur er sporgöngumaður áliðnaðarins

Vilhjálmur, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, virðist alveg ótengdur grundvallarhagsmunum almennings á Íslandi. Í fyrsta lagi berst hann fyrir að frumskógarlögmálið fái áfram að ráða í samskiptum aðila á vinnumarkaði og má hverjum manni ljóst vera, að þar lítur hann til þröngra staðbundinna aðstæðna í sínu "léni".

Nú gefur hann upp boltann fyrir því, að Landsvfirkjun taki upp verðlagsstefnu, sem fellur að hagsmunum álframleiðenda hér á landi. Það er stefna, sem tekið hefur okkur áratugi að brjótast undan. Vilhjálmur talar beinlínis fyrir því, að raforkuverð verði lækkað til að bæta rekstrarstöðu álversins í Straumsvík.

Ég segi nú bara: Er ekki tímabært að eitt álver, sem er löngu afskrifað, fái að loka og orkan seld til annarra arðbærari og umhverfisvænni verkefna? Síðan getum við skoðað rekstur Norðuráls í sama ljósi. 


mbl.is 30% dýrara í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veist þú um einhvern sem vantar 330 MW ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 00:25

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Mér er sagt Birgir Guðjónsson, að hér séu stórkostleg vandræði með að útvega orku handa umhverfisvænum fyrirtækjum í arðsamri framleiðslu.  

Sigurbjörn Sveinsson, 28.11.2015 kl. 00:33

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er til dfæmis umhugsunarefni, hvort eigi að leyfa álverinu í Straumsvík að lifa og virkja Þjórsársvæðið í drep eða leyfa Alcan að deyja og hlífa ýmsu öðru, sem meira er virði. 

Sigurbjörn Sveinsson, 28.11.2015 kl. 00:35

4 identicon

Þetta er frábært tækifæri að losna við Álverið. Það þyrfi bara að skilda álfyrirtækið til að hreinsa upp ruslið eftir sig, þetta ljóta hús og mengunina sem að þeir hafa valdið.

Síðan getum við notað orkuna til að rækta grænmeti tongue-out

Anna Margrét Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 01:30

5 identicon

Það er engin eftirspurn eftir orku í grænmetisræktun

Ómar (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 02:43

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Höfundur þessa blogg ritar af fáfræði.

Fyrir það fyrsta gagnrýnir hann Vilhjálm Birgisson fyrir að setja spurningarmerki við afurð Salek hópsins. Hver sá sem les það rugl sem frá þessum hóp kom, sér að þar er á ferð harðasti kapítalismi sem komið hefur fyrir augu fólks hér á landi. Þarna er verið að hygla þeim sem sumir kalla arðræningja, þ.e. atvinnurekendum.

Þá gagnrýnir höfundur þessa bloggs einnig Vilhjálm fyrir að vilja standa vörð um þau störf sem álverið í Straumsvík gefur af sér. Tæplega fimm hundruð manns sem vinna hjá fyrirtækinu og sennilega á annað þúsund manns sem vinna við þjónustu þessa fyrirtækis. Störf þessa fólks er í uppnámi og þykir sumum sem það sé bara besta mál.

Þá er ljóst að Straumsvík greiðir rúma 13 milljarða á ári fyrir þá orku sem það kaupir. Þessa orku framleiðir Landsvirkjun í orkuverum sem fyrir löngu hafa borgað sig upp. Ef verð til stóriðju hér á landi væri fært til þess sama og erlendis, væri Landsvirkjun eftir sem áður að fá tæplega 10 milljarða króna á ári, fyrir orku sem kostar einungis brot af þeirri upphæð að vinna. Nei fólki finnst bara besta mál að Landsvirkjun fái ekkert fyrir þessa orku, að hún verði bara látin dauð liggja í kerfinu. Ekki er ´ægt að keyra hana út á land, til bræðsluverksmiðja, þar sem dreifikerfið er í molum hjá okkur.

Skattar sem þetta fyrirtæki greiðir til ríkissjóðs og Hafnafjarðarbæjar eru peningar sem ekki verða teknir upp af götunni. En fólki finnst bara besta mál að þeir falli niður, er sennilega tilbúið að bæta þeim á sig sjálft!

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að gjaldeyrir sprettur ekki á trjánum. Stóriðjan er ein gjöfulust í gjaldeyrisöflun landsmanna. Kannski fólk ætli bara að hætta að ferðast til útlanda og hætta að kaupa innfluttar vörur, fara aftur til fortíðar og lifa á sauðakjöti og súru skyri!!

Ég held að fólk ætti aðeins að spá í hvernig peningar verða til áður en það ælir einhverju bulli úr sér!!

Gunnar Heiðarsson, 28.11.2015 kl. 06:37

7 Smámynd: Stefán Stefánsson

Undanfarin ár hafa verið háværar gagnrýnisraddir um það að Landsvirkjun sé að selja raforkuna of ódýrt til stóriðjunnar...
Svo þegar þeir ná betri samningum er það gagnrýnt líka.. þó svo það sé í samræmi við markmið fyrirtækisins að ná sem mestum arði.
Við eigum ekki að gefa okkar dýrmætu orku, þó að Canadamenn geti verið með sitt rafmagn á útsölu.

Vandamálið er fyrst og fremst að álverð hefur hríðfallið og er búið að vera lágt lengi og það gerir rekstur álvera erfiðari og þá verða öll samskipti erfiðari.

Nú þekki ég ekki fullkomlega þessa kjaradeilu, en samkvæmt fjölmiðlum er sagt að ásteitingarsteinninn séu þessi 32 störf sem eigendur álversins í Straumsvík bjóða út..
Ef álverið lokar af þessum völdum er ábyrgð þeirra sem standa á móti mjög mikil. En það er að sjálfsögðu bara mín skoðun.

Stefán Stefánsson, 28.11.2015 kl. 09:04

8 identicon

Það er prinsippmál að verkalýðsfélagið segi ekki eigendum verksmiðjunnar hvaða hluti rekstursins er unninn í útboði og hvaða hluti hennar er unnin af launþegum sem félagið hefur samningsumboð fyrir. En öllum öðrum fyrirtækjum er frjáls að velja um þetta. Hins vegar er alveg spurning hvort ekki sé tímabært að Alþingi setji lög sem takmarkar frelsi fyrirtækja almennt til að ráða til sín undirverktaka í ákveðna þætti starfsemi sinnar. Það yrði þá kannski til að þrælahald í mannvirkjagerð legðist af hér á landi en þar fara hlutirnir síversnandi. Nýjasti snúningurinn í þessu er að gera þjónustusamning við huldufyrirtæki í löndum þar sem meðalárslaun eru innan við 500.000,- Starfsmennirnir sem eru sendir í þrælahaldi hingað dvelja hér innan við 183 daga á ári og greiða því enga skatta hér. Þá eru engin launatengd gjöld greidd heldur af þessu. Jafnvel skammarlega lágir íslenskir launataxtar sem verkalýðsforingjarnir hér hafa skrifað upp á geta ekki keppt við þetta. Nú á verkalýðsfélagið í Straumsvík mjög sterkan leik til að fletta ofan af raunverulegum ástæðum þess að Rio Tintovill ekki semja, samþykkið heimild til að bjóða þessa vinnu út. Landsvirkjun hlýtur þá að geta bætt ykkur upp ímyndaðan skaða ykkar sjái menn ekki fram á að geta selt orkuna annað.

Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 10:08

9 identicon

Líklega er það rétt að þessi deila snýst í aðra röndina um pressu á stjórnvöld að gera Landsvirkjun aftur að pólitísku tæki sem hefur það að markmiði að færa fjármuni til útlendinga til að skaffa störf og hjálpa pólitíkusum að halda vinsældum. Verkalýðsforkólfurinn á Akranesi gengur líka erinda alþjóðaauðvaldsins á kostnað alls almennings með þessum málflutningi.

Fullkominn óþarfi er að hafa samúð með alþjóðlega námuvinnslurisanum Rio Tinto Alcan þó að fyrirtækið hafi gert langtímasamning um orkukaup af Landsvirkjun sem er ekki mjög hagstæður í augnablikinu. Samningar skulu standa og fyrirtækið mun ávallt greiða fyrir þessa raforku út samningstímann hvort sem það notar hana eða ekki. Ef RTA metur það svo að það borgi sig að greiða fyrir raforku á Íslandi næstu 20 árin án þess að framleiða úr henni ál þá er greinilega mjög illa komið fyrir þessum iðnaði þannig að hann er ekki lengur samkeppnisfær um orku og vinnuafl á Íslandi. Þá verður bara svo að vera.

Bjarki (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 16:17

10 identicon

Ég kemst eiginlega ekki yfir það hvað mér finnst fáránlegt að sjá fólk grípa til varna fyrir erlend risafyrirtæki og krefjast þess að þau séu leyst undan skyldu til að standa við samninga sína. Það er tær sturlun.

Bjarki (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 16:26

11 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það virðist  vera að almenningur se almennt mjög eða allsekki með neinar upplysingar hvað verið er i raun að selja ORKUNA OKKAR Á til Álvera- sem fá betri kjör en Isleskir framleiðendur- og án þess að skoða aðra kosti en Álver.

 Þau eru ð verá úrelt og  þá ef Íslendingar vilja ekki vinna sem þrælar þessara ræningja- verða þau lögð niður- álverð er að hrapa- á heimsvísu- eiga þrælar á Islandi að bera tap þeirra ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 28.11.2015 kl. 18:46

12 identicon

Verkafólk á Íslandi þarf fleiri sem vinna vel eins og Vilhjálmur á  Akranesi.

Því miður er ASÍ gagnslaus undirdeild i samfylkingunni, Því þarf að breyta.

Gunnbjorn Berndsen (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 21:27

13 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég legg til að ef menn vita ekki hvað orðið sporgöngumaður þýðir þá hætti menn að nota það.

Borgþór Jónsson, 28.11.2015 kl. 23:41

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn minn. Vilhjálmur Birgisson er einn af fáum sem gerir sér grein fyrir hvað fátækt, þrælavinna og atvinnuleysi er hættulegt á margan hátt.

Heilbrigði skiptir máli frá svo mörgum ólíkum hliðum heildasamhengisins. Og meira að segja fyrir margslungið loftslagið og siðferðis-heimsfriðinn.

Þetta veist þú Sigurbjörn minn, ef þú hugsar málið dýpra, því þú ert skynsamur maður og góður læknir.

Ef á að ávíta einhvern á verðtryggða spillingar-okur-ráns-bankalandinu Íslandi, þá er það alla vega ekki Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur Birgisson er eini þrælaverkalýðsins verjandi Íslands!

Það er alvarlegt heilbrigðisvandamál á Íslandi og víðar í veröldinni, að hafa ekki kaupmátt sem dekkar húsnæði og heilbrigðisins nauðsynlega fæðu og heilbrigðisþjónustu.

En svona hefur þetta alltaf verið á Íslandi og víðar, og sumum finnst að svona megi þetta bara vera áfram? Flytja bara inn flóttafólks-þræla ef kröfur innfæddu þrælanna verða of óþægilegar fyrir banka og lífeyrissjóðs-dópandi mafíuna! Framleiða bara meiri loftárásaþotur til að ræna heilu þjóðfélögin upp í bankafalsaðan auðinn! Með tilheyrandi slátrunum á saklausu og varnarlausu fólki.

Eða hvað?

Á að þvinga alla sem eftir eru, til að verða háða ólöglegu stjórnlausu svartamarkaðs-dópi, til að verja stjórnlausan djöflagang banka og svokallaðra lífeyrissjóða? Svo dóp-peningafalsbólu-kauphallir heimsins fái sitt fíkniefni á svörtum afbrotamarkaði áfram án eftirlits? Spillingin er komin á endastöð, og nú verður að stoppa hana. Eða tortíma stórum hluta af jarðarbúum með mengandi og tortímandi loftárásarþotum, til að ræna upp í dópskuldir. Hvað fer mikið í "mengunarkvótann" við að framleiða tortímingarþoturnar?

Ég bara spyr?

En ég spyr ekki til að ásaka þig Sigurbjörn minn. Takk fyrir mig.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.11.2015 kl. 02:51

15 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Borgþór Jónsson. Þakka þér vel meint ráð. Reyndar hefði nú verið jákvæðara að ráðleggja mér að læra hina réttu notkun frekar en að hætta að nota umrætt orð. Við viljum jú halda fjölbreytninni í íslenskunni. 

Sporgöngumaður er það, sem ég vil halda mér við, þar sem strangt til tekið er átt við þann, sem gengur í fótspor annars eða er fylgismaður hans. 

Sigurbjörn Sveinsson, 29.11.2015 kl. 11:04

16 identicon

Vilhjálmur er eini maðurinn sem er að berjast fyrir launþegann, því miður er ekki hægt að segja það um marga aðra, baráttan er fyrst og fremst um að verja sinn breiða afturenda, launþegahreyfingin er uppfull af því. Íslendingar eiga að vera þakklátir að hafa alvöru verkalýðsforingja eins og Vilhjálm

engilbert (IP-tala skráð) 29.11.2015 kl. 11:07

17 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Anna Sigríður. Þakka þér ljúfar kveðjur eins og ávallt frá þér. Í mörgu get ég tekið undir skoðanir þínar um spillingu, kúgun og illa meðferð á fólki.

Vilhjálmur er áreiðanlega ekki verri maður en ég þó ég felli mig ekki við skoðanir hans að ýmsu leyti. Hér fannst mér hann tala óvarlega um málefnin í Straumsvík og skaða íslenska hagsmuni, bæði verkamannanna og þjóðarinnar. Við viljum ekki, hvorki þú né ég ganga erinda erlendra auðhringa gegn almenningi og það má Vilhjálmur heldur ekki gera. 

Sigurbjörn Sveinsson, 29.11.2015 kl. 11:13

18 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Orðið sporgöngumaður vísar til eftirmanns, fylgdarmanns
og/eða fylgismanns.
Á okkar tíð er orðið oftast notað um þann sem fylgir
e-m einarðlega að málum; skilningur þinn kóréttur að þessu leyti.

Af sjálfu leiðir að andlag orðsins er persónulegt.
Eftirfarndi dæmi sýna þetta í réttu ljósi:

„Vilhjálmur var hvorki sporgöngumaður annarra né bókstafstrúarmaður í neinum skilningi.“

„...gerðist reyndar að sínu leyti eins konar sporgöngumaður föður okkar...“.

 

 

 

 

 

 

Húsari. (IP-tala skráð) 29.11.2015 kl. 14:50

19 identicon

kórréttur

Húsari. (IP-tala skráð) 29.11.2015 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband