Páll Magnússon er tækifærissinni

...sem fer nú mikinn við að koma ábyrgð af sjómannaverkfalli á ríkisstjórnina og sérstaklega sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þorgerður Katrín ver fimlega þá sjálfsögðu afstöðu ríkisstjórnarinnar að mismuna ekki skattgreiðendum með því að meðhöndla sjómenn með sértækum skattfríðindum fæðiskostnaðar. Páll, sem er auðvitað einn af stjórnarþingmönnum en á allt sitt undir stuðningi Vestmanneyinga, lætur sig einu varða góða stjórnsýslu og tillit til jafnræðisreglu og varpar ábyrgðinni á ríkisstjórnina, sem hann styður að sögn.

Málflutningur Páls er innantómur og rakalaus og sýnir einungis, að hann hefur ekkert lært.  Sjómenn teygja verkfallið á langinn til að neyða ríkisstjórn landsins til að koma á ölögum og Páll beitir sér til að skýla þessari illa grunduðu kröfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

 „Í samningunum sem tókust síðasta sumar í sjómannadeilunni, sem voru svo síðan felldir reyndar í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum, þá kom ríkið að því með nákvæmlega sama hætti og sjómenn eru að óska eftir núna,“ sagði Páll í Kastljósi í kvöld. „Fjármálaráðherrann þá, sem bar þetta fram, hann er forsætisráðherra núna, þannig að hann ætti að þekkja málið. Þetta var það sem ríkisstjórnin var tilbúin til að gera í fyrra, afhverju gerir hún ekki það sama núna?“

Páll áttar sig ekki á, að í fyrra sat ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Nú er komin önnur ríkisstjórn, sem hann virðist ekki vita af.

Framsóknarmennirnir eru fyrir löngu farnir.   

Sigurbjörn Sveinsson, 16.2.2017 kl. 23:03

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Got mál hér, þakka þér Sigurbjörn Sveinsson. 

Ég er búin að fylgjast með svo lengi að fyrir mér er það jafn dagljóst að fiskigöngur mata alltaf krókinn hjá sjómönnum og að bein finnst ekki í nefinu á Bjarna Ben.

Þess vegna held ég að okkur væri holt að lofa sjómönnum að hvíla í faðmi fjölskyldunnar á meðan þessi ganga syndir hjá.  Það verður eingin agaður með endalausri undanlátssemi. 

Þorgerður Katrín gerir rétt í því að reyna að halda í horfinu með jöfnuð í skattamálum, en þó Pál Magnússon flytji á stundum ágæt mál þá er hans rétta RUV eðli að líta dagsljósið aftur.     

Hrólfur Þ Hraundal, 17.2.2017 kl. 07:40

3 identicon

Sigurbjörn, finnst þér þá ekki sanngjarnt að skattleysi flugliða af dagpeningum verði fellt niður. Einnig að þeir sem njóta dagpeninga borgi skatt af þeim kostnaði sem sparast. Fæðishlunnindi eru metin á 1304 kr. á dag, því ætti sá sem fær dagpeninga að borga skatt af fæðishlunnindum.

Sjá: https://www3.rsk.is/frodi/?cat=1202&id=17041&k=2

Jónas Kr. (IP-tala skráð) 17.2.2017 kl. 09:14

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Í kjarasamningi sjómanna stendur að þeir eigi að greiða fæði sitt sjálfir. Ekki útgerðin. Þeir fá hins vegar fæðispemimga frá útgerðinni, sem eru þá ígildi launa frá sjónarmiði skattalaga. Það má vel vera, að ekki sé eðlismunur á dagpeningum flugliða og þessum greiðslum til sjómanna. Ef svo er ekki, þá er það sanngirnismál að taka það til athugunar og bregðast við því á hvorn veginn sem vera skildi. Það er svo pólitísk ákvörðun, hvort flugliðar missa spón úr sínum áski eða að sjómen komist í þeirra notalega hóp.

Sigurbjörn Sveinsson, 17.2.2017 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband