Kjaradómur alþýðunnar ákvarði þingfararkaup

Það virðist alveg sama hvaða fyrirkomulag er á ákvörðun launa alþingismanna; breytingar á launum þeirra valda ætíð úlfúð og óánægju almennings, sem verkalýðsleiðtogar og aðrir alítsgjafar taka undir. Ég man rúma fjóra áratugi aftur í tímann. Hefur fyrirkomulag um ákvarðanir varðandi laun alþingismanna verið með ýmsu móti á þeim tíma.  Alþingismönnum hefur meira að segja sjálfum verið ætlað að ákvarða laun sín. Þótti það einungis vaskra manna verk og þeir vígfimustu úr hópi alþingismanna fengnir til þess eins og eins og Sverrir Hermannsson svo dæmi sé tekið.

Við sem samfélag hljótum að geta losað alþingismenn við þennan kaleik. Þeir hafa nóg annað að gera en að bera af sé misviturlegar ásakanir um síngirni, hvað þá græðgi eins og stundum heyrist.

Þjóðin þarf sjálf að bera ábyrgð á viðunandi og sanngjörnum launum alþingismanna. Með því eina móti verður nauðsynlegur friður hverju sinni um  þingfararkaupið. Stofna þyrfti dómstól sem felldi úrskurði um kjör alþingismanna, þar sem sætu fulltrúar hinna ýmsu launþegasamtaka í landinu skv. tilnefningu, og hugsanlega annarra hagsmunahópa. 

Ég er viss um að annað hljóð kæmi í strokkinn við ákvarðanir á vettvangi af þessu tagi og að þingmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af kjörum sínum eftir það. Gætu jafnvel safnað sér fyrir lítilli og snoturri íbúð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma að þegar Kjararað hækkar laun þingmanna o.s.v. hækka þeir eigin laun.

Arnor Sveinsson (IP-tala skráð) 25.2.2017 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband