26.1.2018 | 23:33
Restart
Héðan voru á dögunum
eða árunum send ljóð
út í myrkrið.
Og myrkrið tók við þeim
og kveikti sviðsljósin.
Slík athygli endar að jafnaði
með skelfingu
í hljómsveitargryfjunni.
Þar voru þeir Matthías, Húsari og Gunnar
með tannburstana sína eina að vopni.
Menn hafa reynt að moka sig úr snjó
með dósarloki eða rúðusköfu.
Það skilar engu
fyrr en barnatímanum lýkur.
Flokkur: Ljóð | Breytt 28.1.2018 kl. 20:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2024
- Nóvember 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Október 2019
- Maí 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Janúar 2018
- Ágúst 2017
- Júní 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bloggvinir
- arh
- asgerdurjoh
- doggpals
- drsaxi
- fhg
- gudrunvala
- hallibjarna
- iceberg
- jorg
- kaffi
- kreppukallinn
- lehamzdr
- oliskula
- ragnar73
- sabroe
- skulablogg
- stefangisla
- undraland
- formosus
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- gp
- zeriaph
- garmur
- helgi-sigmunds
- drum
- disdis
- holmfridurpetursdottir
- jogamagg
- rabelai
- jonmagnusson
- jonsnae
- jonvalurjensson
- kamasutra
- kjarri
- krissiblo
- kristjan9
- maggadora
- martasmarta
- logos
- siggifannar
- siggisig
- unnurgkr
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurari
- icekeiko
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll, Sigurbjörn.
Þetta kvæði er óborganlegt!
Sannarlega er það himnasending
inní myrkur þessa janúarmánaðar.
Þetta er langur barnatími, heil jólatrésskemmtun;
langur skóli með Greasy-glimmer og brilliantín,
ekki viss um að honum ljúki raunverulega, gamli
maðurinn á loftinu ýtir á Caps Lock og svið Borgarleikhússins
sýnir sandkassa og börn með skóflur og þau vita betur en við
að Delete merkir geymd til eilífðar og um alla eilífð!
m.f.g,
Húsari. (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 01:17
Loksins, loksins. Hélt þú ætlaðir aldrei að rístarta. Tek undir ljóð Húsara. En fyrirmyndin, þinn innri Matthías, var hugsanlega með tannbursta, Húsari var frekar eins og tannlæknir með spegil og prjón en Gunnar þessi bara barn með tannstöngul, ef ég man rétt.
Gunnar M. Sandholt (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 17:31
Blessaður Sigbjørn minn!
Hvarefur eiginlega verið?
Ha? Ásvosem ekkert að svara þhví frekar en öðru.
Alltaf einsmeðð ykkur þessa lakknire, grillað og grætt
á meðan Hallærisplanið brennur til grunnha.
Fór alveg á dásamlega tónleika í gær.
Helduru ekki að Frans List hafi verið mætur
í glerfínum stóðhestagalla og spilað eitthvað eftir Presly held ég,
eðaþáh eftir þennan heyrnarlausa sama hvert fífflið er.
Hvursalass vitleysa er þehtta ljóð, - er þethta ljóð!
Jesúsguð og Pétur líka. Ætthla bara að láta þigg vita að
það er ekkert i órnsögum af njerði og Njálu að þeir berjist
með tannburstum, - erteittkað verri, - þeir börðust með hlemmum.
þar mátaði ég þig loksins!
Nú verrður þu barað taka þig á Sigbjorrn minn og
hatta allhri vittlessu og hlaupa svonná milli, - berettupp armana
og henda löppunum því það kemur alltaf fram í fyrra verkinu
sem gert er í þvhí seinna og barasta blessaðurbarasta br4a.
Dorothea Søderstrøm (IP-tala skráð) 28.1.2018 kl. 14:01
Sæll Sigurbjörn.
Það er einhver takföst stemning yfir þessu ljóði
og ef það er borið saman við fyrri ljóð höfundar
þá hefur þetta ljóð það framyfir að stíll og
orðanotkun helst í hendur.
Ekki fer á milli mála að höfundur lítur til liðinnar tíðar
og nokkur sátt er yfir þeirri athugun.
Höfundur leikur sér haganlega að andstæðum í upphafi kvæðis.
Í öðrum hluta sem samanstendur af 3 línum virðist mega ráða
að höfundur telji jafnvel að hann hefði betur haldið
þessari iðju fyrir sig sjálfan eða að honum hafi fundist
einstakar greiningar eða skrif fjarri lagi.
Ekki fer á milli mála að kvæðið er eins konar spegilmynd
á þeirri skynjunar eða sýn sem höfundur hafur af lífinu
sjálfu í heild sinni.
Hægt er að líta á "tannburstana" sem vísun til
Gúllivers í Putalandi og að smæð mannsins sé næst
maurum sem í vanmætti uppfylla hlutverk sitt
en sjái aldrei útfyrir það og um margt tilgangsleysi
þessa; slegnir blindu og gangist sjálfviljugir undir
það ok að dragnast með þá tukthúshlekki sem felast
í sjálfsblekkingunni.
Lokalínur kvæðisins útheimta nýja sviðsmynd og fylgja
formi smásögunnar þar sem slagkraftur er mestur
og kann að birta trúarleg viðhorf sem og siðferðileg
þar sem áhersla er lögð á auðmýkt gagnvart æðsta mætti og krafti
og mætti draga saman í eftirfarandi Biblíutilvitnanir:
"Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki."
(Mattheus, 5: 3 - 11)
„Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki
eins og barn mun aldrei inn í það koma.“
(Lúkas, 18: 16. og 17. vers)
Svo er um ljóðið, lífsspeki við lok þess, að taka mætti því sem hverju
ævintýri sbr. Góða dátann Svejk sem sér fyrir sér undirtektir
þá er hann segir: Þá held ég að verði nú brosað! (í Bikarnum)
Vantrúarbros mun vitja hvers og eins þegar barnatímanum lýkur, -
og tannburstanum er skipt út fyrir búlgarskar gerfitennur, -
og Nanna nær sambandi á læknalatínu eins og frá er greint
í Músin sem læðist e. Guðberg Bergsson!
Bjarni blindi. (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 10:24
Ég hef á tilfinningunni, að Húsari, Dorothea og Bjarni blindi séu saman í leshring og Húsari sé sá eini, sem sjái til.
Sigurbjörn Sveinsson, 29.1.2018 kl. 10:43
Þar sem Bjarni blindi hefur lagt á sig að skrifa lærðan stíl um þetta litla ljóð, þykir mér rétt að upplýsa eftirfarandi:
Í ljóðinu eru að finna amk. tilvitnanir í Chaplin og Sviðsljósin, Matthías og tannburstana, Húsara og Gunnar, sem eru mér gjarnan samferða á bókmenntasviðinu, Héraðslögreglumanninn á Kvisthaga og dósarlokið, Heilsugæslulækninn í Gilsfirði og rúðusköfuna og bændurna í Reykhólasveit og Bryndísi Schram.
Þetta ætti að vera hæfilegt til heilabrota.
Sigurbjörn Sveinsson, 29.1.2018 kl. 10:58
https://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/entry/1138635/
Sigurbjörn Sveinsson, 29.1.2018 kl. 11:44
Heill og sæll, Sigurbjörn.
Ég er sammála þeim skilningi sem fram kemur
hjá Bjarna blinda en því lýkur þó með öllu
þegar kemur að lokalínum kvæðisins
Ég er að vísu sammála Bjarna þessum steinblinda
að slagkraftur er mestur í lokalínum kvæðisins
(1 málsgr, 2 setn)
Gagnstætt niðurstöðu Bjarna þá merkja línur þessar svo gripið sé til þessa vingls hans ekki annað en þetta: Dauðinn er mér ávinningur.
m.f.g,
Húsari. (IP-tala skráð) 30.1.2018 kl. 11:54
AMEN
Gunnar M. Sandholt (IP-tala skráð) 31.1.2018 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.