16.9.2018 | 13:29
Aftur þarf að smala köttunum í VG
Það þarf mikið ímyndunarafl til að túlka grein Áslaugar Örnu, Brynjars N. og Jóns G. í Morgunblaðinu í gær sem heiftarlega árás þingmannanna á heilbrigðisráðherrann. En Rósa Björk vílar það ekki fyrir sér enda verið sjálf í stjórnarandstöðu frá upphafi vega.
"Og þar með er um að ræða mjög grimma stjórnarandstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins út í heilbrigðisráðherra og stefnu hennar í heilbrigðismálum. Og þetta er einmitt eitt af því sem ég óttaðist þegar ég gagnrýndi þetta stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn að Sjálfstæðisflokkurinn yrði aldrei tilbúinn í þær kerfisbreytingar sem hefur verið kallað eftir hér í íslensku samfélagi á árunum eftir hrun. Og mér finnst þessi grein sem birtist í gær í Morgunblaðinu, þar sem þrír þingmenn skrifa undir á höfuðborgarsvæðinu, mér finnst þetta ekki vera gagnrýni, mér finnst þetta vera árás, árás á heilbrigðisráðherra. Og orðin, sem þar eru notuð, eru ekkert verið að tala undir rós eins og kannski Óli Björn hefur verið að gera í sínum greinum heldur er þarna um að ræða orðalag sem ekki er hægt að túlka öðru vísi en beina árás á heilbrigðisráðherra."
Það á semsagt að kona illu af stað hvað sem það kostar. Þessi ríkisstjórn er varla á annan vetur setjandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er bara ómerkileg tilraun RÚV til að hleypa af stað illindum. Auðvitað er öllum ljóst að skoðanir eru skiptar um þessi mál innan stjórnarflokkanna. Og auðvitað er öllum ljóst að það er ekki væntumþykja í garð heilbrigðisráðherra sem ræður þessum málflutningi umrædds þingmanns. Þvert á móti.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.9.2018 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.