10.11.2008 | 13:20
Ok ló hann víða frá
Látinn vinur minn í læknastétt notaði þessa fyrirsögn fyrir nokkrum árum, þegar umræðan snerist um brask með erfðaefni okkar og heilsufarsupplýsingar og var ærið tilefni. Peningar og pólitík leiða fram andhverfur bestu manna og sannleikann má beygja eftir þörfum augnabliksins. Storknaðar skoðanir verða staðreyndir máls.
1. Forsætisráðherrann segir, að Bretar og Hollendingar geti illa staðið að láni IMF til okkar og gefur í skyn að það stöðvi lánveitinguna.
2. Tryggvi Þór Herbertsson segir eftir heimildum að utan að aðrar ástæður séu fyrir tregðu IMF.
3. Agnes Bragadóttir segir að Hannes Smárason hafi umboðslaus látið Pálma Haraldsson hafa 3,5 milljarða frá Flugleiðum til að kaupa annað flugfélag.
5. Hannes Smárason þvertekur fyrir að þetta sé rétt.
6. Pálmi Haraldsson játar þessu hvorki né neitar.
7. Sigurður Einarsson segir að Davíð hafi hótað að stúta Kaupþingi ef gert yrði upp í evrum.
8. Hvað Davíð segir við þessu á eftir að koma í ljós.
Er nema von að þjóðin sé ringluð og reið. O tempora , o mores. Þvílíkir tímar, þvílíkir siðir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Segðu Sigurbjörn minn, segggggggðu. Ég er kominn með peningasigg í heilann af öllum þessum heilabrotum um það sem hefur gerst á Íslandi að undanförnu. Ég held við ættum nú fyrst að líta í eigin barm og þessir ræflar sem leiddu þjóðina út á þessa heljarþröm ættu að taka ábyrgð á þessum gjörðum sínum, þessir horngrýtis hújónar. Með beztu kveðju.
Bumba, 10.11.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.