Minn socialrealismi

Ég er flokksbundinn sjálfstæðismaður. Hef verið í um 30 ár og kosið flokkinn lengur,  var í framboði fyrir hann 1987 og hef oft lagt honum lið þess utan. Ég hef bæði reynt að auðga stefnu hans og verja. Ég hef áreiðanlega mælt frjálshyggjunni bót á e-m tíma og tengt hana við mannúðarstefnu. Frelsi John Sturats Mill er ein af mínum uppáhaldsbókum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mörgu góðu komið til leiðar fyrir íslensk stjórnmál og íslenskt samfélag.  Davíð truflar mig ekki. Hann er dæmalaust hreinskilinn og prakkaralega ósvífinn. Þessir eiginleikar gerðu hann að þeim aðlaðandi stjórnmálamanni, sem þjóðin kunni að meta. Ég hef aldrei skilið " skítlegt eðli". Þessi orð eru óskiljanleg og þeim til minnkunar, sem þau lét falla á sínum tíma. En núna truflar Davíð þjóðina og sljóvgar athygli hennar á því, sem máli skiptir. Það er til skaða.

Ég er líka læknir. Ég stoltur af menntun minni og lífsstarfi. En það starf er takmörkum háð. Versti óvinur þess er hin blinda sjálfumgleði. Þekking og færni geta aldrei breitt yfir galla þess, sem kann ekki skil á eigin veikleikum; þekkir ekki þau mörk, sem getu hans eru sett og getur ekki af þeim sökum og lyndiseinkunnar sinnar leitað ráða hjá þeim, sem betur vita og meira geta. Þeir læknar, sem svo er ástatt um, eru hættulegir sjúklingum sínum og geta hæglega skaðað þá. 

Í annan stað er það skylda læknisins að horfast í augu við eigin mistök og annarra starfssystkina sinna svo af þeim megi læra. Annars bætir hann ekki við þekkingu sína og engar samfélagslegar umbætur verða, hvað læknisfræðina áhrærir.

Þjóðfélagið hér fór úr böndunum síðustu misserin. Stjórntæki efnahagslífsins virkuðu ekki og þegar stund sannleikans rann upp, þá neituðu þeir að horfast í augu við það, sem til þess voru settir. Nema e.t.v. Vestfirðingurinn, sem féll frá í glímunni við sinn síðasta tind. Hans verður ekki notið lengur og tómt mál um að tala.  Sjálfstæðisflokkurinn, minn flokkur, ber á þessu höfuðábyrgð. Hann virðist þess ekki umkominn að horfast í augu við fortíðina, endurskoða stöðu sína og vinna sér traust kjósenda að nýju. Hann þarf greinilega lengri tíma. Kjósendur verða að beita því agavaldi, sem þeir hafa. Ef það kemst ekki til skila til stjórnmálamanna núna, að afskipta- og aðgerðaleysi er ekki liðið, þá gerist það aldrei og lýðræðið á Íslandi verður eins og kölkuð gröf.

Því legg ég til að ríkisstjórnin biðjist lausnar og efnt verði til Alþingiskosninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Heiðarleg endurskoðun. Ekki það að ég hafi neinar lausnir en gott að sjá svona heiðarlega og afdráttarlausa viðurkenningu á því að lausnir gærdagsins hafi verið blöff. Ég er sammála þér um að ríkisstjórnin eigi að viðurkenna vanmátt sinn og segja af sér. Hlutverk Davíðs er aukaatriði enda ekki lengur stjórnmálamaður en yfirlýsingar hans sem embættismaður hafa verið skaðlegar landinu að mínu mati og hann, fjármálaeftirlitið og ríkisstjórn EIGA  að segja af sér. Þeir sem standa ekki undir væntingum í opinberum embættum þurfa að standa frammi fyrir dómi almennings. Og í þessu tilfelli eiga ríkisstjórn, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið það sameiginlegt að þau stóðu ekki vaktina. Það skiptir engu máli hvað okkur finnst um einstaka ráðherra, forstjóra Fjármálaeftirlitsins eða flokkana. Þeir sem valda ekki starfi sínu eiga að víkja.

Ævar Rafn Kjartansson, 18.1.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Við höldum áfram að lesa Mill þrátt fyrir allt.

Júlíus Valsson, 18.1.2009 kl. 23:41

3 Smámynd: Þór Jóhannesson

Áhugaverð lesning.

Þór Jóhannesson, 18.1.2009 kl. 23:43

4 Smámynd: Ransu

Góð tillaga með að ríkisstjórnin biðjist lausnar og líkingarmyndin við hæfi.

Hef hins vegar aldrei verið aðdáandi sósjal realisma (fyrirsögnin fékk mig samt til að skoða bloggið þitt).

Kær kveðja,

Ransu, 18.1.2009 kl. 23:49

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

Dagar hugmyndafræði John Stuart Mill eru taldir en auðvitað verða sérvitringar sem munu standa á götuhornum og syngja frjálsyggjusöngva - líkt og þeir sem syngja internationallinn og lofa Karl Marx.

Verður þú enn af þeim Júlús Valson?

Þór Jóhannesson, 19.1.2009 kl. 00:06

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þarna er færzla sem að fyllilega hægt er að taka undir, sem fyrrum Sjalli.

Steingrímur Helgason, 19.1.2009 kl. 01:43

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sæll. Ég þakka þér fyrir þennan pistil sem mér finnst vera hreinskilinn og öfgalaus.  Ég held að stjórnvöld hafi gert nánast allt rétt undanfarin ár, nema eitt. Það var að gefa út jöklabréf og hafa stýrivextina svona háa. Það hleypti upp offjárfestingunni.

En ég er sammála þér. Ríkisstjórnin á að ákveða að boða til kosninga sem allra fyrst og sinna nauðsynlegum verkefnum áfram þangað til. Ákveðin endurnýjun í lykilstöðum embættismanna er trúlega óumflýjanleg til að endurheimta traust almennings og annarra.

Jón Halldór Guðmundsson, 19.1.2009 kl. 08:04

8 identicon

Gallinn við kostingar nú, hvað er í boði? X-D,X-B & X-S bera ábyrgð á ástandinu. X-D og X-S hafa engar lausnir. Viljum við meirihlutastjórn V-G? X-D þarf að skipta út fólki og taka upp gömlu gildi flokksins. Frelsi einstaklingisins þarf ætíð að verja. 

Palli (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 08:52

10 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Áhugaverð lesning..og já ég skil betur af hverju fólk hefur kosið sjallana...

þetta með fólk sem ofmetur sig...til er hugtak innan sálfræðinnar sem heitir self-efficacy og fjallar um trú á eigin getu. Andhverfa orðsins er svo annað mál þegar fólk ofmetur sig og störf sín og er beinlínis hættulegt umhverfi sínu..það held ég að hafi gerst innan sjálfstæðisflokksins...þeir ofmátu sig gríðarlega. Það væri "bara" holt fyrir sjálfstæðisflokkinn að fara frá völdum. Þjóðin þarf vinstri-stjórn þar sem hagsmunir almennings ganga fyrir..

Takk fyrir góða pistil

Aldís Gunnarsdóttir, 19.1.2009 kl. 12:41

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Eflaust má segja, að Einar minn Oddur, hafi verið hinn sanni Sjálfstæðismaður.  Hann unni Sjálfstæðisstefnunni mjög,--hinni þjóðlegu.

Hann líkt og við sumir aðrir trúðum, að ef menn hefðu frelsi til athafna með þeim eðlilegu takmörkunum, sem Sjálfstæðisstefnan setti (frelsi eins mátti ekki verða helsi annars) væri landi og þjóð hollust reglna.

Ég er, líkt og þú, alinn upp á þjóðlegu Sjálfstæðis heimili.  Þar var virðing fyrir öllum duglegum löndum okkar sjálfsögð og ekki talin til tíðinda.  Leti og tilætlunarsemi í annarra garð,  talið vera kennimark ómenna.

Því hef ég, eina og svo margir aðrir góðir Sjálfstæðismenn, verið á móti ÖLLUM Kratalögum, svo sem Kvótalögunum, Verðtryggingarlögunum(Ólafslögin), EES samþykktum um fjórfrelsi ofl,  Shengen samningunum, hlutafélagavæðingu Sparisjóða og gagnkvæmra Tryggingafélaga svo sem Samvinnutryggingum GT og Brunabót GT.

Öl þessi kerfi, eignuðust áhangendur, sem fengu dúsu og sumir spena til að totta og hefur verið tómt mál að tala um, að a fá í gegn breytingar á þessum ó-lögum sem að ofan eru færð til.

Ég hef þó, ásamt og með tryggðartröllum á borð við Einar heitinn Odd, farið reglubundið gegn þeim á Landsfundum og svo rammt hefur kveðið að mótstöðu okkar, að síðast var fundarsköpum breytt til að geta beitt þöggun á okkar rök.

Mér er tregt tungu að hræra um viðfangið en líkt og þú hér að ofan nefnir, eru lærðir menn undirorpnir sömu EINDUM og við hin réttur og sléttur almúginn, Höfuðsyndunum Sjö. 

Þetta vissi Dr Bjarni Jónsson oft nefndur við Landakot, í höfuð hvers ég er nefndur.  Hann taldi óvíst, að sumt, sem nefnt væði vísindi við skólann HÍ, gætu staðið undir slíku nafni.  Hann færði til sönnunar nokkur svið sem nú eru mjög í hávegum.

Því vil ég þakka þér pistilinn að ofan og þá sérlega hlý orð í garð míns vinar gengins, Einars Odds.

Miðbæjaríhaldið

Enn Íhald, held í það sem hald er í en vil henda hinu.

Bjarni Kjartansson, 19.1.2009 kl. 13:21

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mestu mistök okkar stjórnvalda eftir bankahrunið eru framkoman við þjóðina, hrokinn og afneitunin. Það er vandséð hvernig þjóðinni er ætlandi að ganga til móts við aðsteðjandi verkefni sundruð og í miðju báli heiftar og haturs.

Mér er blátt áfram með öllu óskiljanleg öll sú veruleikafirring og allur þessi flótti frá staðreyndum sem við okkur blasir daglega.

Árni Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 15:04

13 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Ætlar þú þá aftur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Guðrún Vala Elísdóttir, 19.1.2009 kl. 16:05

14 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Svona beina og hreinskilna spurningu verður að heiðra. Hins vegar verður að segja, að hafi hún verið tímabær, þá er svarið við henni ótímabært.

Með góðri kveðju, SS. 

Sigurbjörn Sveinsson, 19.1.2009 kl. 17:12

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góð lesning þetta. Það sem hins vegar skelfir mest í sambandi við kosningar, er hvað tekur við. Kem ekki auga á neinn valkost í stöðunni eins og hún er í dag, því miður.

Halldór Egill Guðnason, 19.1.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband