Maður mér nákominn

Ekkert fær snortið

ættarlaukinn;

hann fer um boga litbrigðanna

eins og enginn sé gærdagurinn.

Kreppan er víðsfjarri,

andvarp fortíðar.

 

Nú er nýr dagur,

þjónn vonar og gleði,

sem opnast eins og draumur

í blæþýðu skrúði.

 

Hús á bjargi

byggt í sólheitu landi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

TAKK

Hólmfríður Pétursdóttir, 1.4.2009 kl. 22:06

2 Smámynd: Hlédís

Fallegt og bjart, kæri Sigurbjörn!

Hlédís, 2.4.2009 kl. 09:39

3 identicon

Sæll Sigurbjörn.

 Nú förum við að huga að útgáfu.

Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 12:25

4 identicon

Þetta er fallegt eins og það hafi verið ort í dönsku vori um einn af vormönnum Íslands.

sandholt (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 10:12

5 identicon

mig dauðlangar að vita um hvernig þetta er.  Þetta gæti verið háðsyrðlingur um Bjögga frænda eða þetta gæti verið um einhvern allt annan....

Tommi (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 16:15

6 identicon

Biðst afsökunar á málvillunni í fyrstu setningu.  Hún er ekki sökum þess að ég er lesblindur.

Tommi (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 16:18

7 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ertu að meina þetta Tommi? Ertu lesblindur?  Hvernig fórstu þá að því að lesa 54 bækur á einni viku í Vatnaskógi?  Hver Bjöggi frændi?

Sigurbjörn Sveinsson, 3.4.2009 kl. 17:20

8 Smámynd: Hlédís

Tommi og Sigurbjörn! Mig dreplangar að vita hver málvillan í 1. setningu var!   Yrðlingurinn í 2. setningu orkar hins vegar tvímælis!

7. 7 bók á dag í Vatnaskógi er trúlega Vatnaskógarmet.

Hlédís, 3.4.2009 kl. 17:54

9 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

"um hvernig þetta er"

Sigurbjörn Sveinsson, 3.4.2009 kl. 19:32

10 Smámynd: Friðrik Thor Sigurbjörnsson

Ég tel síðustu tvö vísuorðin benda á bróðurbönd.

Friðrik Thor Sigurbjörnsson, 3.4.2009 kl. 20:36

11 identicon

Nei, ég er ekki bleslindur og tek víst ekki upp á því núna.  Það er samt ótrúlegasta fólk sem felur sig á bak við það í vefheimum.  Það er ósjaldan sem menn misþyrma málsháttum og orðatiltækjum hægri/vinstri og svo þegar þeir eru góðlátlega minntir á hvernig þetta er "í raun" af wisserbesserum eins og mér, þá fara þeir á flótta og segja að það sé lesblindunni að kenna.  Ég veit ekki mikið um lesblindu en ég hélt þó að það snérist um vafastíxl, ekki skilmising.

Ég man nú ekki nákvæmlega hversu margar bækur þetta voru, mig minnir frekar að þær hafi verið um 50 og þetta var í tveimur samliggjandi flokkum.  Ég náði nú samt að hlaupa Eyrarvatnshlaupið og Brekkuhlaupið þannig að ég hef nú ekki alveg verið eins og sófakartafla.  En ég las þó Frank & Jóa bók á tæpum klukkutíma, enda voru Dixon og félagar ekki að fara að vinna bókmenntanóbel fyrir þau rit þó skemmtileg væru

Bjöggi frændi er ríkasti maður á Íslandi.  Síðastliðið sumar sagði ég eldri syni mínum að þeir væru skyldir, hann blés það út um allan skóla, mjög svo hróðugur.  Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af því monti þegar ég mætti á foreldrafund í nóvember....

Tómas Örn (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 20:48

12 identicon

 5)

um hvernig? Er það ekki málið?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:41

13 Smámynd: Hlédís

Jú! "um hvernig" ;)    - en hvar fann lestrarhesturinn yrðling?  Ekki eru greni í sjónmáli   Yrðlingur er annars þokkalegt nýyrði yfir ljóð.

Hlédís, 4.4.2009 kl. 00:05

14 identicon

Var ég að rota umræðuna?

'Olafur Sveinsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 00:07

15 identicon

Það má ekki lesa of mikið í þetta "yrðlingur".  Bara ég að reyna að vera fyndinn.  Þeir sem þekkja okkur Sveinsson slektið vel vita að það þarf oft að fara langa leið til að finnast það fyndið sem okkur finnst fyndið.  Þetta átti að vera nýyrði fyrir ljóð en eftiráaðhyggja þá er þetta frekar skammarlegt orð yfir þetta ljóð, það á betra skilið

Annars er ég með bróður mínum í þessu, það eru bræðrabönd í þessu ljóði.

Tómas Örn (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 07:47

16 Smámynd: Hlédís

Mér falla brandarar fjölskyldunnar vel í geð, Tómas Örn! Ljóðið er svo gott að það ber smágrín án þess að kikna.

Hlédís, 4.4.2009 kl. 11:33

17 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Einu sinni var ég að kenna í skólaeldhúsi og bað ungling að hengja upp viskustykki á snúru. Svarið: ,, nei ég get það ekki ég er lesblindur" svo það má afsaka margt með þeirri blindni.

Hólmfríður Pétursdóttir, 4.4.2009 kl. 12:19

18 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Annars heitir það sem kallað var lesblinda núna sértækir lestrarörðuleikar. Í gamladaga var ekki til nafn yfir fyrirbærið, en ég varð mjög seint læs og hafði mikið fyrir því að finna einhverja fjallabaksleið við að lesa og skrifa nokkurn vegin rétt.

Nú er ég endanlega búin að fara með umræðuna út um víðan völl.

Hólmfríður Pétursdóttir, 4.4.2009 kl. 12:25

19 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þú ert ótrúlega gott skáld Sigurbjörn

Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband