11.5.2009 | 20:07
Næturvörðurinn
Handan við þilið
er næturvörðurinn.
Þarna hefur hann verið
um kynslóðir.
Hann lýsir skotið sitt
með grútartýrunni,
þannig að ætíð er dagljóst.
Enn í dag.
Mjúkir stafir
fylla rúnir tímans.
Ef til vill örlítil birta
ofan af Íslandi.
Það er ekki allt framfarir
sem svo er kallað,
sagði séra Matthías.
(Amsterdam 2009)
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2024
- Nóvember 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Október 2019
- Maí 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Janúar 2018
- Ágúst 2017
- Júní 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bloggvinir
- arh
- asgerdurjoh
- doggpals
- drsaxi
- fhg
- gudrunvala
- hallibjarna
- iceberg
- jorg
- kaffi
- kreppukallinn
- lehamzdr
- oliskula
- ragnar73
- sabroe
- skulablogg
- stefangisla
- undraland
- formosus
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- gp
- zeriaph
- garmur
- helgi-sigmunds
- drum
- disdis
- holmfridurpetursdottir
- jogamagg
- rabelai
- jonmagnusson
- jonsnae
- jonvalurjensson
- kamasutra
- kjarri
- krissiblo
- kristjan9
- maggadora
- martasmarta
- logos
- siggifannar
- siggisig
- unnurgkr
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurari
- icekeiko
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona blogg eru skemmtileg. Nú ertu búinn að senda mig ínn í Gúglheima að skoða Næturvaktina eftir Rembrant, svo fór ég að skoða myndina yfir blogginu, hún er eins og Næturvaktin hafi verið klippt sundur og sett öðruvísi saman.
Framfarir hafa enn ekki farið fram úr niðurlendingunum í því að mála ljósið.
Hólmfríður Pétursdóttir, 11.5.2009 kl. 21:07
Þau eru góð ljóðin þín Sigurbjörn.
Hilmar Gunnlaugsson, 13.5.2009 kl. 01:53
Svo er fyrri hluti þessa ljóðs góður
að það á allt annað betra skilið en þennan
arfaslaka seinni hluta.
(Leipzig, 14. 5. 2009)
Húsari. (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 17:31
Fyrri hlut ljóðsins er góður og framandi. Ósammála no. 3: Seinni hlutinn ekki verri.
(IS 105)
EE elle
. (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 23:00
Ég þakka fyrir athugasemd Húsarans. Það er alltaf gaman að fá krítik eða a.m.k. viðbrögð. Þó ég sé ekki að jafna mér saman við Jónas, öðru nær, þá þurfti hann að þola bollaleggingar vina sinna, Fjölnismanna, um kvæðin sína og stundum voru gerðar breytingar á þeim þ.e. fengin einhvers konar lýðræðisleg niðurstaða þó Konráð reyndist jafnan frekastur.
Niðurlagið í þessu ljóði er að formi og innihaldi alveg öndvert við fyrri hlutann. Það skal fúslega viðurkennt. Ég spurði einhverju sinni kunningja minn, sem er vellátinn listamaður, hvað orðið hefði um mót ljóss og myrkurs, skuggann, í íslenska málverkinu. Hann svaraði því til að sennilega hefði rafmagnið gengið frá honum.
Þannig má segja að ég hafi náð markmiðum mínum með viðbrögðum Húsara. Það má líka vera að fyrri hluti ljóðsins eigi betra skilið en þessa hörðu lendingu. Það mun ég breyta því með hjálp vina minna eins og Jónas forðum.
Sigurbjörn Sveinsson, 17.5.2009 kl. 08:30
Þeir eru ófáir læknar sem skrifað hafa merkar
bækur í gegnum tíðina.
Flestar lifa góðu lífi enn í dag vegna þess
að efni þeirra var óháð tíma og rúmi.
Ég þykist sjá að Sigubjörn Sveinsson muni
fylla þennan hóp innan tíðar.
Ég hlakka til þess dags er bók hans lítur
dagsins ljós, - en gleymdu samt ekki okkur sem
hlotið hafa nóttina og myrkrið að förunauti!
Húsari. (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 23:22
Það eru greinilega fleiri sem hafa farið í frí eftir kosningar en ríkisstjórnarflokkarnir..
Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 22:54
Þetta er allt með ásetningi svo við fáum frekar skynjað áhrif ljóss og skugga, nærveru og fjarveru og þess sem í milli ber! -
Ég er að vona að Sigurbjörn skrifi um sýningu Errós Í Hafnarhúsinu þegar þar að kemur en hún verður opnuð 28. maí.
En það er mögnuð færsla sem bíður okkar! Og hver sekúnda er þess virði að
að taka biðinni með ró og spekt.
Húsari. (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 01:20
Og þó endirinn hafi komið eins og skuggi af heiðum himninum, var það ekki vont, heldur öðruvísi.
EE elle (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 00:49
Þú ert mikið og gott ljóðskáld, nafni. Til hamingju með það. Haltu endilega áfram. Bestu kveðjur.
Sigurbjörn Þorkelsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 01:24
Maður nokkur var tekinn undir stýri fyrir að vera í annarlegu ástandi. Þetta var fyrir bráðum hálfri öld og væri ekki í frásögur færandi, ef maðurinn hefði ekki gefið þá skýringu sér til afsökunar að hann væri að koma af málverkasýningu, sem hefði haft þessi áhrif á hann.
Þetta var fyrsta einkasýning Errós, sem þá hét Ferró.
Þeim, sem séð höfðu sýninguna, þótti þetta lögmæt afsökun hjá manninum.
Sigurbjörn Sveinsson, 22.5.2009 kl. 15:12
Þetta kalla ég að slá sjö flugur í sama höfuðið og
öll hin líka!! Bestu þökk!
Húsari. (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.