Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
28.11.2008 | 11:58
Vögguþula
En svo aftur sé vikið að Hösmaga á Selfossi, sem ég þekki alls ekki, en ekki hrútnum þeirra Grettis og Illuga, þá virðist mér hann hafa verið í mægðum við afkomendur Magnúsar Ásgeirsonar ljóðaþýðanda. Og þá erum við komin inn á miklu skemmtilegri slóðir heldur en þetta eilífa þras um meinta sök, sem þó verður ekki undan vikist. En tökum okkur leyfi frá því um stund.
Magnús Ásgeirsson var leiklistargagnrýnandi Þjóðviljans. Hann fór hamförum í gagnrýni sinni og skrifaði lærða leikdóma sem jafnan voru heilsíðugreinar. Svo vel metnar voru skoðanir hans á uppsetningu leikrita í Reykjavík á þeirri tíð, að kunnir íhaldsmenn keyptu Þjóðviljann í skjóli nætur til þess að hafa dóma Magnúsar á takteinum. Þá reis sól íslenskrar blaðamennsku hátt, hvort sem var á Mogga, í Tímanum eða á Þjóðvilja. Menn hugsuðu fyrst og skrifuðu svo. Voru frekar trúir pólitíkinni en eigendum blaðanna. Það hlýtur að hafa verið þægilegra hlutskipti þrátt fyrir allt. Árni Bergmann og Matthías Johannessen voru síðustu stóru nöfnin á þessum vettvangi og Styrmir fylgdi fast í kjölfar þeirra. Ilmur þessara daga berst stundum úr leiðurum Fréttablaðsins en þá er það upp talið.
En hvað um það; Magnús gerði fleira en að rita leikdóma, hann þýddi ljóð. Það gerði hann með undursamlegri smekkvísi og skáldlegu innsæi og raunar þeim sköpunarkrafti sem þarf til að frumsemja stórvirki. Þetta rann upp fyrir mér þegar ég eignaðist fyrir mörgum árum ljóðasafn Almenna bókafélagsins þar sem í einu bindinu mátti finna ljóðaþýðingar. Og þar var þessi Magnús Ásgeirsson allt í einu kominn, fyrirferðarmeiri en Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn. Mitt í þyrpingu ljóðaþýðinganna innan um Nordahl Grieg, Hjalmar Gullberg og aðra andans jöfra, rekst ég á kvæði eftir Federico Garcia Lorca, Vögguþulu, sem Magnús kallar svo. Skiptir engum togum, að kvæðið í þýðingu Magnúsar nær á mér þeim heljartökum, sem það hefur haft allt fram á þennan dag. Þó hef ég alls ekki skilið það enn. Annars vegar er barnsleg og viðkvæm vögguvísa fyrir dreng, sem verið er að bía í svefn og hins vegar einhver yfirþyrmandi spánskur harmur ef til vill aftan úr forneskju, sem fylgir með værðinni inn í sál barnsins. Gamalkunn aðferð til að koma arfleifðinni fyrir, þannig að hún ferðist með kynslóðunum.
Nokkru eftir að mér barst áðurnefnt þýðingasafn var ég í dýrlegum fagnaði á Stóra-Vatnshorni í Haukadal í fimmtugsafmæli Árna bónda. Við vorum á tali saman, Jökull á Vatni og ég. Við vorum kunnugir, ég hafði gaukað að honum tveimur notuðum dempurum undir volvóinn og hann skildi eftir tvo laxa á bæjarhellunni í staðinn. Jökull var ekki orðmargur og hafði sig hóflega í frammi, en hann var gefinn fyrir skáldskap og það vissi ég. Allt í einu rifjuðust upp fyrir mér nokkrar hendingar innan úr áðurnefndri þýðingu Magnúsar og ég varpaði þeim fram til að glæða umræðuna:
"Sof þú, baldursbrá, því mannlaus stendur hestur úti í á.
Blunda, rósin rjóð, því niður hestsins vanga vætlar blóð."
Þá mundi ég ekki meira og ætlaðist ekki til þess. En Jökull hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist:
"Silfurfölan flipann forðast hann að væta,
mænir miðja vega milli bakka og áls,- . . . "
og lauk kvæðinu sem vart var hálfnað alveg áreynslulaust eins og það væri hversdagsverk.
Jökull á Vatni var íslenskur alþýðumaður en Garcia Lorca spánskur. Þeir hnigu ungir, alltof ungir, annar fyrir morðingja hendi en hinn fyrir arfleifðinni. Garcia Lorca féll fyrir fasismanum. Fasisminn reis úr jarðvegi vonbrigða, fátæktar og niðurlægingar hins sigraða. Það urðu örlög Spánverja um mörg ár að þola þann mannfjandskap.
Jökull gekk til kirkju eins og hann gerði ætíð þegar þjónað var. Hann söng messuna með prestinum og öðrum safnaðarbörnum. Þegar hann mætti sínu skapadægri sýndi hann bæði hógværð og tillitsemi, vék frá, fór afsíðis og hneig í valinn. Það var eins og hann vildi ekki trufla messuna.
Ljóð | Breytt 27.1.2009 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2008 | 17:07
Aðeins ein leið
Heimdallur: Stjórn SÍ og FME segi af sér án tafar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2008 | 12:23
Atriði ámælisverð
Ræða Katrínar ekki tekin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2008 | 21:06
Góður botn
Allir hagyrðingar vita að góður botn ræður því, hvort vísa lifir eða deyr. Góður fyrripartur getur aldrei bjargað lélegum botni. Þetta veit ég líka þó ég sé enginn hagyrðingur. Því reyni ég aldrei að botna vísur heldur reyni ég stundum að kasta fram fyrripörtum ef hagyrðingar eru í nánd. Þessir fyrripartar fá sjaldnast góða botna og eru því sjálfdauðir. Þeir eru handan þess, sem góðir hagyrðingar leggja nafn sitt við. Þetta eru mín örlög.
Yngri sonur minn, Friðrik Thor, veit þetta líka um eðli góðra vísna. Og hann veit það líka, að hið sama gildir um góðar örsögur. Hann byrjar gjarnan á botninum og lætur síðan auðnu ráða um fyrripartinn. Hér er gott dæmi um eina slíka.
26.11.2008 | 20:46
Góð bakhönd
Vilja tengja íslensku krónuna við þá norsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2008 | 14:28
Litla gula hænan og lífeyrissjóðirnir
Sú krafa gerist háværari, að verðtryggingin verði afnumin. Þessu er varpað fram eins og um einfaldan hlut sé að ræða og enginn skaðist af þessari ákvörðun og enginn greiði þá upphæð sem hverfur fjármagnseigendum við hana.
Verðtryggingunni var komið á með Ólafslögum 1979 í tíð Ólafíu hinnar síðari til að forða fjármunum frá verðbólgubálinu, sem hófst með Ólafíu hinni fyrri 1971. Þetta er alkunn saga. Á þessum verðbólguárum efnuðust margir jafnaldrar mínur, sem vit höfðu á því að fara ekki í langskólanám, þar sem þeir lifðu skv. mottóinu: "Grædd er skulduð milljón." Lánin brunnu upp og fjárfesting í húsnæði til lífstíðar var tiltölulega auðveld.
Við sem hófum þetta strit á árunum eftir 1980 undir verðtryggingu Ólafslaga vorum samt ekki laus við verðbólguna. Hún geisaði sem aldrei fyrr og nærðist nú af víxlhækkunum launa og verðlags. Um tíma var verðbólgan um og yfir 130%. Launin voru tekin úr samnbandi við vísitöluna en lánin hækkuðu í engum takti við raunveruleika unga fólksins. Við Ögmundur Jónasson og konan mín og fleira gott fólk upplifðum misgengi skulda og tekna. Nú eru 25 ár liðin og allar hafa þessar krónur verið greiddar til baka á réttu uppreiknuðu verði að við bættri þeirri leigu af þeim, sem upp var sett. Þetta var erfitt sérlega fyrstu árin en mér léttara en öðrum, þar sem ég hafði góðar tekjur miðað við fjöldann.
Á sama tíma byggðum við upp lífeyrissparnað í skjóli verðtryggingarinnar að nokkru (erlend verðbréf og sum innlend eru ekki verðtryggð) og má þannig segja, að skuldir okkar og eignir hafi verið undir regnhlíf verðtryggingarinnar þessi ár.
Nú er sem sagt hgmyndin sú, að kynslóðin sem bjó við bagga misgengisins á 9. áratug síðustu aldar greiði niður lán þeirrar kynslóðar, sem nú verður fyrir því sama. Þetta á hún að gera með því að láta þann hluta verðbóta lána lífeyrissjóðanna, sem til falla á næstu mánuðum, "fuðra upp" og gleymast. Í framtíðinni bíður því þessa fólks enn skertari lífeyrir en nú er orðið með gjaldþrotum bankanna, horfnu hlutafé og hrikalegum afskriftum annarra verðbréfa.
Og þá er komið að litlu gulu hænunni. Oft er til hennar vitnað eins og hún hafi sagt: "Ekki ég, ekki ég". En það er rangt. Litlla gula hænan vék sér ekki undan viðfangsefni sínu þ.e. að baka kökuna. En það gerðu allir, sem á vegi hennar urðu og því sat hún ein að krásinni, þegar upp var staðið.
"Berum byrðar hvers annars" var sagt í eina tíð. Byggjum þá samheldni á sanngjörnum og skynsamlegum tillögum um hlutskipti hvers og eins. Verðtryggingin með vaxtastefnu Seðlabankans og gengisfalli krónunnar er sjálherðandi kæfandi snara, sem við losnum ekki við nema með stöðugum gjaldmiðli. Þá má hún burt. Annars verður blásið til eignaflutnings sem byggir á rangindum, sem enginn vill leggja nafn sitt við. Nóg er nú komið.
24.11.2008 | 09:45
Sagan af spillingunni endalausu
- Lögreglan tók réttan mann á röngum tíma til afplánunar. Augljóslega illa undirbúið plott, sem sendi alröng skilaboð um þjóðfélagið og varð til að grafa undan trúverðuleika lögreglunnar.
- Katrín Oddsdóttir, laganemi, gaf á útifundi ríkisstjórninni viku tila að hverfa frá völdum ella yrðu þau sótt í stjórnarráðið.
- Hörður Torfason krafðist í lok fundarins að maðurinn yrði látinn laus úr haldi án þess að fundarmenn hefðu yfirleitt nokkrar forsendur til að meta, hvort það væri réttmæt krafa.
Veikir málstað Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 08:27
Ármenn alþýðunnar á æðri stöðum
Aldrei þessu vant átti ég leið á þriðjudagsmorguninn niður í gamla Glitni til að huga að lífeyrissjóðnum mínum í miðri krepunni. Vissi að séreignaspanaðurinn stæði ekki vel og menn hefðu tapað hundruðum þúsunda og jafnvel milljónum. Ég væri í þeim hópi. Opnaði fyrir útvarpið og kom inn í miðja frétt hjá Þorvaldi frænda mínum Friðrikssyni, þar sem hann var að segja frá óprúttnum gangsterum, sem hefðu tekið lífeyrissparnað til ávöxtunar, lofað hæstu mögulegri ávöxtun og látið sig svo hverfa með allt góssið. Ég hélt að við værum staddir á Kirkjusandi eða í Borgatúninu. Kom mér á óvart þegar hann sagði að þetta hefði verið í Bogota í Kólumbíu. Hann bætti því við, að þær eignir gangsteranna, sem í náðist, hefðu verið frystar. Snöfurmannlegri stjórnarathafnir í henni Kolumbíu en hér á ísaköldu landi.
Þá rifjaðist upp fyrir mér að fyrir nokkrum árum hefði smáfyrirtæki hér í bæ tekið fé borgaranna til fjárvörslu og heitið góðri ávöxtun. Eiganda þessa fyrirtækis varð það á að lána peningana skyldum aðilum og því meir sem reksturinn gekk verr. Hans hlutskipti varð að gista Kvíabryggju í þágu samfélagsins og það áður en Árni endurnýjaði beddana. Hann skrifar nú örsögur og kemst í útvarpið hjá Jónasi og fleirum.
Nú sýnist mér tilefni til að fleiri reyni sig við örsögur eftir endurhæfingu á Kvíabryggju, allavega ef ríkið ætlar að umbuna þegnum sínum samkvæmt jafnræðisreglunni.
20.11.2008 | 09:09
Nýju fötin keisarans. Hvar er barnið?
Úr bloggi 30. október:
" Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins býr yfir öðrum og nákvæmari upplýsingum um stöðu Landsbankans en aðrir hluthafar fáum vikum áður en bankinn kemst í þrot. Það liggur í hlutarins eðli. Þetta gerir hann stöðu sinnar vegna. Annars væri stjórnsýslan í því ólagi sem sumir fullyrða að hún sé eða maðurinn ekki starfi sínu vaxinn. Nema hvoru tveggja sé. Að því gefnu að um hvorugt sé að ræða, þá hafa klárlega átt sér stað innherjaviðskipti með sölu hlutabréfa ráðuneytisstjórans í Landsbankanum.Ráðuneytisstjórinn verður að víkja tímabundið á meðan mál hans er rannsakað."
Almenningur vissi ekkert um fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 15:16
Að horfast í augu við sjálfan sig
Íslendingar verða að endurheimta virðinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |