Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

"Ég var að æfa lögreglukórinn"

Það er átakanlegt að fylgjast með leiðtogum þjóðarinnar bítast um þann litla sakleysisbút, sem kann að vera til skiptanna af köku aðfarar bankahrunsins. Ekki benda á mig, segja þau öll.

 

Kjóserndur eiga hins vegar fáa kosti aðra en að draga stjórmnálamenn til ábyrgðar. Og raunar er þeim nauðugur einn kostur, því öllu skiptir um þessar mundir, að stjórnmálamenn, hvorir tveggja þeir, sem nú eru við völd og þeir, sem hyggja á frama á þessari braut, fái skýr skilaboð um að ábyrgðar- og aðgæsluleysi um fjöregg þjóðarinnar verði ekki liðið. Gagnvart kjósendum þá eru það ríkisstjórnir landsins á undanförnum árum, sem bera ábyrgðiuna.

 

Ríkisstjórn og meirihluti Alþingis lögðu grunninn að þeirri skipan stjórnar peningamála, sem nú gildir. Ríkisstjórn og meiri hluti Alþingis réðu mestu um það á sínum tíma, hverjir eignuðust ráðandi hlut í rikisbönkunum við einkavæðingu þeirra. Ríkisstjórnin stuðlaði að sókn þeirra á húsnæðismarkaðnum og horfði aðgerðalaus á þá bólgna út við fjármögnun húsnæðis- og neyslulána og fjármögnun hringekju viðskipta með fyrirtæki heima og erlendis. Þessi hringekja hefur verið kölluð “skuldsettar yfirtökur”. Það heitir á mannamáli að kaupa upp á krít og það gerðu menn fyrir sparnað almennings í nálægum löndum. Peningarnir fóru s.s. til Íslands, höfðu þar stutta viðdvöl og fóru síðan aftur út til fjárfestinga eftir að hluti þeirra hafði orðið eftir og fallið í skaut þeirra, sem þátt tóku í svikamyllunni. Ísland varð pýramídafyrirtæki eða ein stór bréfakeðja fyrir augunum á ríkisstjórn landsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins var meðvitundarlaus eða öllu heldur agndofa yfir nýju fötum keisarans, því aðgerðarleysið var hluti þeirrar hugmyndafræði hans, sem réði hagstjórninni.

 

Sú ríkisstjórn, sem nú situr, ber ekki minni ábyrgð en þær, sem á undan henni komu. Samfylkingin ber ekki minni ábyrgð á stöðu okkar í dag en þeir framsóknarmenn, sem nú sleikja sár sín í suðurhöfum. Ríkisstjórn Geirs og Ingibargar hafði setið við völd í 15 mánuði, þegar ráðuneytisstjórinn seldi bréf sín í Landsbankanum. Hún hafði ekkert aðhafst.

 Kalla þarf nýtt fólk til starfa, sem er laust við alla kreddufestu gamalla og úr sér genginna hugmynda, hefur tilfinningu fyrir vanda alþýðunnar í því ástandi sem er að hvolfast yfir hana og kjark til að varða leið til nýrrar framtíðar.

"lynching"

Gordon Brown krefst aftöku Íslands án dóms og laga.
mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"lynching"

Eru Bretar að reyna að þvinga fram niðurstöðu "án dóms og laga"?  Vilja þeir ekki ná sátt með þriðja aðila eða niðurstöðu fyrir dómi? Þetta lítur þannig út núna. Og ESB styður þá í því. Þeir kalla þetta "lynching" í henni Ameríku og þykir mesta lágkúra skrílsláta.
mbl.is Barroso: Ísland leysi deilumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar tvöfaldir í roðinu

Eins og staðan er nú og þeim hefur verið gefið tóm til, þá geta þeir sagt eitt í dag og annað á morgun. Auðvitað eru þeir fylgjandi því að við fáum fyrirgreiðslu IMF. Það eru þeirra hagsmunir að öllu leyti. En því fylgir þetta stóra but sem þeir láta ekki fylgja nema þegar þeim hentar. Þeir eru snillingar í þessu og PR vinna okkar í molum.
mbl.is Engar útskýringar á frestun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð Þorsteins Pálssonar í tíma töluð

Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins hefur verið framkvæmdastjóri vinnuveitenda,  formaður Sjálfstæðirflokksins, alþingismaður, fagráðherra, forsætisráðherra og sendiherra í Bretlandi og Danmörku. Hann ritar forystugrein í blað sitt í dag, þar sem hann eyðir litlu skammir út í ríkisstjórnina en gefur henni ráð. Að hans mati á hún einungis tvo kosti annars vegar aðgerðaleysi og vaxandi ólgu í þjóðfélaginu og hins vegar e-s konar "þjóðstjórnarsamstarf" stjórnmálamanna, launþega og atvinnurekenda.

"Um hvað á slíkt samstarf að snúast? Það er skýrt: Fyrst og fremst að ákveða evru sem framtíðargjaldmiðil fólksins í landinu. Samhliða því þarf að taka ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu. Jafnframt þarf að ná samstöðu þessara þjóðfélagsafla um bráðaaðgerðir til að halda atvinnufyrirtækjum gangandi  og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila." Og hann vill "kalla fulltrúa úr atvinnulífinu og launþegahreyfingunni inn í ríkisstjórniuna. Að auki ættu stjórnarflokkarnir að endurnýja hluta ráðherra sinna." ...."Mikilvægt er að samhliða slíkri þróun mála fari fram uppgjör við fortíðina."

"Hiki ríkisstjórnin við að grípa það tækifæri til þjóðarsamstöðu sem við blasir er líklegast að ólgan taki völdin..." ...."Tímaglas íhugunar er tómt."

Eins og skáldið sagði, þegar tíminn pípuhatt sinn tók og píanistinn sló sinn lokahljóm.


Úr umsögn lesanda

"However, with elections coming up in this faltering economy it is no surprise to me that our government shows a macho attitute by applying anti-terrorist law to distract from the real economic problems we are facing. It's a trick that has been applied time and again in the US: whenever the govt there faced severe problems they seized an opportunity to go to war - Vietnam, Nicaragua, Iraq, Iraq again and ongoing."
mbl.is Segir Breta hafa yfirtekið ábyrgðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landið er stjórnlaust

Þetta kom vel í ljós þegar uppákoman varð á Alþingi í liðinni viku. Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Guðfinnu Bjarnadóttur var nóg boðið og kvörtuðu undan áhrifaleysi þingsins. Þær sögðu okkur aldrei hafa séð hann svartari en samt væri þingið eins og afgreiðslufólk á búðarkassa. Þær eru þingkonur stjórnarmeirihlutans. Tvær skýringar geta verið á þessu upphlaupi:

1. Ríkisstjórnin veit hvað hún er að gera en upplýsir ekki meirihluta sinn á þingi um gerðir sínar m.ö.o. leitar ekki stuðnings hans.

2. Ríkisstjórnin veit ekki hvað hún er að gera eða er jafnvel ekkert að gera og hefur því ekkert til að upplýsa meirihluta sinn um.

Það er ljóst, að þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar ber ábyrgð á henni skv. þingræðisreglunni en hefur engar forsendur til réttra viðbragða gangi stjórnarathafnirnar gegn þeim hagsmunum almennings, sem þingið á að gæta.

Landið er því stjórnlaust.  


Ok ló hann víða frá

Látinn vinur minn í læknastétt notaði þessa fyrirsögn fyrir nokkrum árum, þegar umræðan snerist um brask með erfðaefni okkar og heilsufarsupplýsingar og var ærið tilefni.  Peningar og pólitík leiða fram andhverfur bestu manna og sannleikann má beygja eftir þörfum augnabliksins. Storknaðar skoðanir verða staðreyndir máls.

1. Forsætisráðherrann segir, að Bretar og Hollendingar geti illa staðið að láni IMF til okkar og gefur í skyn að það stöðvi lánveitinguna.

2. Tryggvi Þór Herbertsson segir eftir heimildum að utan að aðrar ástæður séu fyrir tregðu IMF.

3. Agnes Bragadóttir segir að Hannes Smárason hafi umboðslaus látið Pálma Haraldsson hafa 3,5 milljarða frá Flugleiðum til að kaupa annað flugfélag.

5. Hannes Smárason þvertekur fyrir að þetta sé rétt.

6. Pálmi Haraldsson játar þessu hvorki né neitar.

7. Sigurður Einarsson segir að Davíð hafi hótað að stúta Kaupþingi ef gert yrði upp í evrum.

8. Hvað Davíð segir við þessu á eftir að koma í ljós.

Er nema von að þjóðin sé ringluð og reið. O tempora , o mores. Þvílíkir tímar, þvílíkir siðir.


Beinum reiðinni gegn Bretum

Er ekki tímabært að beina reiðinni að Bretum
frekar en að veikja íslensk stjórnvöld í baráttunni við þá? Er ekki
tímabært að fara í mótmælagöngu frá Austurvelli að breska sendiráðinu?
Við höfum reynslu af því frá því í þorskastríðunum. Að sögn sendiherra
Breta í þann tíð voru Íslendingar einstakir séntilmenn við mótmælin.
Þeir tilkynntu honum fyrirfram að því miður yrði ekki hjá því komist að
brjóta eina eða tvær rúður.
mbl.is Greint frá mótmælunum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beinum reiðinni að Bretum

Er ekki tímabært í ljósi þessara upplýsinga að beina reiðinni að Bretum frekar en að veikja íslensk stjórnvöld í baráttunni við þá? Er ekki tímabært að fara í mótmælagöngu frá Austurvelli að breska sendiráðinu? Við höfum reynslu af því frá því í þorskastríðunum. Að sögn sendiherra Breta í þann tíð voru Íslendingar einstakir séntilmenn við mótmælin. Þeir tilkynntu honum fyrirfram að því miður yrði ekki hjá því komist að brjóta eina eða tvær rúður.
mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband