Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016
25.11.2016 | 13:28
Fullorðinn-fórnarlamb-fjárskortur
Háskólasjúkrahúsið er stíflað. Þetta er kallað "fráflæðisvandi". Áður var talað um að gamla fólkið, hjúkrunarsjúklingarnir, tækju upp bráðarúmin.
Gamla fólkið tekur ekki upp nein rúm. Það hefur engan áhuga á að liggja á sjúkrahúsunum og allra síst á göngunum. Helst vill það halda heilsu og vera heima hjá sér. Að öðrum kosti vill það halda reisn sinni í viðeigandi hjúkrun og endurhæfingu, ef á henni er kostur.
Þjóðfélagið hefur ekki sinnt þörfum þessa hóps samborgaranna. Úrlausnirnar hafa verið látnar sitja á hakanum og fjármagninu beint annað. Hjúkrunarþjónustan býr við afstæðan fjárskort. Ekki niðurskurð heldur beinan fjárskort. Gamla fólkið er fórnarlömb þessa fjárskorts.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2016 | 22:47
Ekki hægt að misskilja Dag
Hvað eftir annað hafa kennarar kyngt "umbótaáætlunum" í tengslum við kjarasamninga og samþykkt þá með óbragð í munni. Eldri kennarar hafa í raun samið sig út af markaðnum eða með öðrum orðum samið yfir sig óhóflegt vinnuálag. Þar fyrir utan hefur skólastefnan verið vinnu- og barnfjandsamleg með hinum illræmda "skóla fyrir alla" sem gerir skólaumhverfið óbærilegt bæði fyrir kennara og börn.
Dagur sagði: "nýr samningur verði liður í heildstæðri umbótaáætlun sem mótuð verði í samstarfi við kennara og annað fagfólk skólasamfélagsins, auk þess að bæta kjörin."
Þetta verður ekki misskilið hverju sem Dagur vill halda fram í dag. Það á að halda áfran á sömu braut.
Vill vinna umbótaáætlun í samvinnu við kennara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2016 | 11:11
Biðlistarnir blöff
Veran á biðlista eftir gerviliðsaðgerð var sögð um 37 vikur í byrjun þessa árs eða um 9 mánuðir. Hér er ekki öllu til haga haldið því sjúklingurinn getur þurft og þarf yfirleitt að bíða eftir að komast á biðlistann. Hann er með öðrum orðum á biðlista eftir að komast á biðlista. Bæklunarlæknar, sem starfa á Landspítala, taka eðlilega sjálfir ákvörðun um hvaða sjúklingar eiga erindi í aðgerð. Er biðin eftir þeirri ákvörðun nú um 4 mánuðir. Því virðist mega bæta þeim mánuðum við biðlistayfirlitið hjá landlækni.
Árangur í að stytta biðlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2016 | 23:26
Kjararétta þingfararkaups
Ég tel rétt að aðskilja ákvarðanir um laun þingmanna og annarra, sem kjararáð fjallar um og fela ákvarðanir um laun þingmanna sérstakri nefnd eða kjararáði. Nefnd þessi yrði skipuð skv. tilnefningum helstu launþegasamtaka landsins svo sem ASÍ, BSRB, BHM og etv. fleiri. Neytendasamtökin gætu átt aðild að slíkri nefnd. Með þessu fyrirkomulagi mætti líta svo á, að kjósendur bæru ábyrgð á launaákvörðunum hvað þingmenn varðar.
9.11.2016 | 23:19
Þingmenn höfðu oft laun fyrir önnur störf fyrir 1971
Þetta er ekki með öllu sambærilegt því á árum áður héldu menn störfum sínum þrátt fyrir að sitja á þingi og nutu launa fyrir það. Á 7. áratugnum urðu þær raddir áberandi sem töluðu fyrir hækkuðu þingfararkaupi þannig að þingmennskan yrði fullt starf og þingmenn yrðu ekki öðrum háðir. Eysteinn Jónsson, Framsókn, var t.d. eftirminnilegur talsmaður þessarar skoðunar.
Það er því ekki sanngjarnt að bera saman þinfararkaup og kennaralaun þá og nú. Þingmenn hafa sennilega alltaf haft tækifæri til að afla hærri tekna en kennarar.
Þingmenn höfðu sömu kjör og kennarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2016 | 22:56
Sjálfstæðisflokkurinn er einangraður
Í greipum útgerðarmanna og evrópuandstæðinga. Hann er ekki stjórntækur frekar en Framsókn og Samfó . Þetta er sorglegt .
Hefur engum dyrum lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |