Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ekki hægt að misskilja Dag

Hvað eftir annað hafa kennarar kyngt "umbótaáætlunum" í tengslum við kjarasamninga og samþykkt þá með óbragð í munni. Eldri kennarar hafa í raun samið sig út af markaðnum eða með öðrum orðum samið yfir sig óhóflegt vinnuálag. Þar fyrir utan hefur skólastefnan verið vinnu- og barnfjandsamleg með hinum illræmda "skóla fyrir alla" sem gerir skólaumhverfið óbærilegt bæði fyrir kennara og börn.

Dagur sagði: "nýr samn­ing­ur verði liður í heild­stæðri um­bóta­áætl­un sem mótuð verði í sam­starfi við kenn­ara og annað fag­fólk skóla­sam­fé­lags­ins, auk þess að bæta kjör­in."

Þetta verður ekki misskilið hverju sem Dagur vill halda fram í dag. Það á að halda áfran á sömu braut. 


mbl.is Vill vinna umbótaáætlun í samvinnu við kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðlistarnir blöff

Veran á biðlista eftir gerviliðsaðgerð var sögð um 37 vikur í byrjun þessa árs eða um 9 mánuðir. Hér er ekki öllu til haga haldið því sjúklingurinn getur þurft og þarf yfirleitt að bíða eftir að komast á biðlistann. Hann er með öðrum orðum á biðlista eftir að komast á biðlista. Bæklunarlæknar, sem starfa á Landspítala, taka eðlilega sjálfir ákvörðun um hvaða sjúklingar eiga erindi í aðgerð. Er biðin eftir þeirri ákvörðun nú um 4 mánuðir. Því virðist mega bæta þeim mánuðum við biðlistayfirlitið hjá landlækni. 


mbl.is Árangur í að stytta biðlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjararétta þingfararkaups

Ég tel rétt að aðskilja ákvarðanir um laun þingmanna og annarra, sem kjararáð fjallar um og fela ákvarðanir um laun þingmanna sérstakri nefnd eða kjararáði. Nefnd þessi yrði skipuð skv. tilnefningum helstu launþegasamtaka landsins svo sem ASÍ, BSRB, BHM og etv. fleiri. Neytendasamtökin gætu átt aðild að slíkri nefnd. Með þessu fyrirkomulagi mætti líta svo á, að kjósendur bæru ábyrgð á launaákvörðunum hvað þingmenn varðar.


Þingmenn höfðu oft laun fyrir önnur störf fyrir 1971

Þetta er ekki með öllu sambærilegt því á árum áður héldu menn störfum sínum þrátt fyrir að sitja á þingi og nutu launa fyrir það. Á 7. áratugnum urðu þær raddir áberandi sem töluðu fyrir hækkuðu þingfararkaupi þannig að þingmennskan yrði fullt starf og þingmenn yrðu ekki öðrum háðir. Eysteinn Jónsson, Framsókn, var t.d. eftirminnilegur talsmaður þessarar skoðunar.

Það er því ekki sanngjarnt að bera saman þinfararkaup og kennaralaun þá og nú. Þingmenn hafa sennilega alltaf haft tækifæri til að afla hærri tekna en kennarar. 


mbl.is Þingmenn höfðu sömu kjör og kennarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn er einangraður

Í greipum útgerðarmanna og evrópuandstæðinga. Hann er ekki stjórntækur frekar en Framsókn og Samfó . Þetta er sorglegt .

 


mbl.is Hefur engum dyrum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð næring er mikilvæg á ferðalögum

Mér er það minnisstætt er kollegi minn, reyndur læknir, lýsti því fyrir mér, hvernig hann örmagnaðist á rjúpnaveiðum. Sem betur fer þurfti ekki að kalla til björgunarsveit en hann var að eigin mati kominn í meiri háttar vandræði.

Hann taldi sjálfur líklegustu skýringuna að hann var illa nærður og hafði ekki viðunandi nesti meðferðis. Við þessar aðstæður geta efnaskiptin í líkamanum gírað sig yfir í mjög óhagstæða orkuvinnslu og líkaminn súrnað á skömmum tíma.Það truflar bæði öndun og starfsemi nýrnanna.

Menn eiga aldrei að fara á fjöll illa á sig komnir eða nestislausir. Það getur leitt til ófarnaðar. 


mbl.is Örmagnaðist á rjúpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn er nýtt afl með heilbrigða sýn til verkefnanna

Staðan er augljós. Ný ríkisstjórn verður ekki til nema með þátttöku Viðreisnar. Ekkert kemur í veg fyrir það nema ríkisstjórnarmynstur, sem aldrei hefur verið áður á borðum landsmanna. Úr þessu er besti kostur kjósenda að stuðla að sterkri stöðu Viðreisnar í stjórnarmyndunarviðræðum með myndarlegan þingflokk. 


mbl.is Ný könnun sýnir Viðreisn í lykilstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Primera Air í óskiljanlegu rugli

Meirihluti farþega í flugi Primera Air frá Sikiley til Íslands í gær farangurslaus og sárónægður. Flugstjórinn gaf þær skýringar að létta þyrfti vélina fyrir flugtak. Vélin var langt frá því að vera full setin.
 
Flugfélagið eða ferðaskrifstofan, sem á hlut á, Heimsferðir, hafa engar skýringar gefið á þessari ráðstöfun eða hvenær von sé á farangrinum. Farþegunum var vísað á "Endurheimt farangars" og eyddu því kvöldinu fáklæddir í kulda og trekki í skýrslugerð og annað leiðindastúss.
 
Það er eins og viðskiptavinirnir séu einskis virði, þegar þeir hafa greitt fargjaldið.

Að Viðreisn sópast hæfir einstaklingar

Það hefur verið spennandi að fylgjast undanfarna daga með fréttum af líklegum frambjóðendum á lista Viðreisnar. Margt fólk er þar á ferð á besta aldri með nauðsynlega kosti sem fara vel fulltrúum okkar á þingi. Á þinginu þarf að fara saman fjör og baráttugleði, frelsi andans og skapandi hugsun, öllum óháð nema sannfæringunni um það sem telja má satt og rétt.

Það er þannig ilmur í lofti. 


mbl.is Vantaði alltaf samastað í pólitíkinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landlæknir talar fyrir afturför

Það var ekki heiglum hent á sínum tíma að losa heilbrigðisstéttir undan klafa pólitískra ákvarðana um stjórnarskrárbundin atvinnuréttindi þeirra. Það markmið náðist með endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu 2007. Fram til þess tíma voru heilbrigðisstarfsmenn í hafti ráðherrans og gat hann ráðið örlögum þeirra með órökstuddum og ómálefnalegum ákvörðunum. Skýrt var kveðið á um það í nýjum ákvæðum heilbrigðislaganna að leyfi um veitingu heilbrigðisþjónustu yrðu veitt á faglegum forsendum skv. ákvörðun landlæknis.

Nú bregður svo við að landlæknirinn, sem reyndar hefur alla sína stjórnunarreynslu úr öðru landi, sér það eitt til ráða, þegar hugmyndir eru uppi um nýja athafnasemi í heilbrigðisþjónustu, sem kann að gera ríkinu erfiðara fyrir að mæta skyldum sínum í þessum efnum, að færa hlutina til fyrra horfs og snúa baki við nútímanum og framtíðinni.

Er það gömul saga og ný, að ráðalausir stjórnmála- og embættismenn reyna það jafnan fyrst að beita almenning þvingunum, þegar þeim eru fengin ný verkefni í hendur. Ég tel hins vegar að landlækninum verði ekki að ósk sinni að þessu sinni. Hann ræður ekki við hjól tímans.


mbl.is Landlæknir vill skýra stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband