7.6.2017 | 22:44
Gisin borgarlína kallar á einkabílinn og strætó
Síðustu hugmyndir um borgarlínuna kalla á öflugt net tengilína. Hætt er við, að áframhaldandi not einkabílsins freisti margra. Höfuðborgarsvæðið er eins og smjörklípa, sem dreift hefur verið úr umfram flestar aðrar borgir, þangað sem hugmyndir um borgarlínuna eru sóttar. Borgarlínan eins og nú er hugsuð, krefst einnar eða fleiri skiptistöðva fyrir marga, sem ætlað er að nota hana.
Hér þarf að bæta um betur.
Fleiri farþegar grundvöllur borgarlínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ég hræddur um. Kannski er þetta bara tímaskekkja, rétt eins og hugmyndin um léttlestirnar.
Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 7.6.2017 kl. 23:40
Væri ekki gott að fá nánari útskýringar, um hvað er verið að tala, með Borgarlínu? Eru þetta bara stærri vagnar, léttlest, sporvagnar, hestakerrur eða bara lína sem maður fikrar sig eftir, milli staða? Það litla sem sett hefur verið fram til skýringa, sýnir þessa svokölluðu borgarlínu liggja meira og minna meðfram ströndinni, eða í útjaðri byggðar. Þetta er dæmalaust rugl og í anda annarar dellu sem frá núverandi borgarstjórn hefur komið. Þetta er innantómt gaspur ömurlegra stjórnenda, sem leita nú allra ráða til að leggja meiri álögur og skatta á borgarana, svo mála megi götur eða þrengja, eftir behag hverju sinni. Á meðan eru börn vannærð í leikskólum borgarinnar og viðhald gatna og eigna í algerum lamasessi.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 8.6.2017 kl. 00:03
Mesta vandamálið við allar þessar skipulagningar í samgöngumálunum er það, að þar er hvergi gert ráð fyrir okkur, sem eldri erum. Hvernig eigum við að komast á milli staða? Með strætisvögnunum og svo þessarri borgarlínu, ganga síðan stóran hluta leiðarinnar að heimilum okkar? Það gengur engan veginn upp. Margt eldra fólk er ekki svo gott í fótunum, að það geti gengið langar vegalengdir. Hvað þá, að það geti hjólað um alla borg. Hvað er þá til ráða annað en einkabíllinn eða leigubíllinn? Og svo þessir hjólastólar. Það sér hver maður, að þetta gengur engan veginn upp, hvernig sem á málið er litið. Borgarlínan hentar ekki öllum. Þetta lið í Ráðhúsinu hugsar ekkert um annað en sjálft sig og þá sem yngri og fótfrárri eru. Það er aldrei hugsað um þá, sem komnir eru yfir sextugt, hvað þá sjötugt. Hins vegar finnst mér alveg óvíst, hvort þetta verður nokkuð að veruleika, þar sem Samfó mælist alltaf svo lágt í könnunum, og við sáum nú niðurstöður síðustu kosninga, hvað hana varðar, að það er alveg spurning, hvort hún kemst á blað í kosningunum á næsta ári. Dagur má þakka fyrir, ef hann kemst inn einn. Hjálmar á ekki sjens, enda hef ég ekki hitt þann mann enn, sem þolir að heyra á hann minnst, hvað þá annað. Spyrjum að leikslokum eftir kosningarnar á næsta ári. Það er meira en kominn tími til að fara að ryðja þessu liði út úr Ráðhúsinu með alla sína útópíu, sem á ekki heima hér í Reykjavík.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 11:07
Samkvæmt vandaðri skýrslu, sem Samtök norrænna borga gerði fyrir um 20 árum, er Reykjavík ekkert dreifbýlli en borgir af sambærilegri stærð á Norðurlöndum, svo sem Árósar, Álaborg, Óðinsvé, Helsingjaborg, Þrándheimur, Oulu, Luleaa og Tampere.
Ómar Ragnarsson, 8.6.2017 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.