Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
26.4.2009 | 21:39
Ný hugsun - vonandi
Getum valið úr öðrum kostum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 23:13
"Þjóðin mun ráða"
21.4.2009 | 20:46
Tveir Jónar
"Mér hefur líka verið sagt að þessi sami kennari minn hafi látið svo um mælt, að þó að hann hefði mátt velja, hefði hann ekki viljað vera uppi neinsstaðar annarsstaðar né á neinum öðrum tíma, einungis af því að hann hefði fengið að hlýða á Jón Sigurðsson. Okkur kann að þykja þetta barnaleg tilbeiðsla, og við segjum eflaust með sjálfum okkur: nei, þá er munur að vera uppi nú þegar allt er í betra horfi, þjóðin færari og kjarkaðri, margfalt fleiri þroskabrautir sem blasa við íslenskum mönnum. Samt er ekki víst að gamli maðurinn hafi talað alveg út í bláinn. Við sem lifum á tímum öskurs og óláta og verðum að hlíta forustu leiðtoga sem ekki víla fyrir sér að rangfæra og segja ósatt upp í opið geðið á öllum landslýðnum, hljótum, að minnsta kosti annað veifið, að líta með söknuði aftur til þeirra tíma þegar landsmál voru rædd með rökum og stillingu, þegar einn var foringinn sem allir gátu treyst til að halda einarðlega og fast og viturlega á öllum málum, foringinn sem ekki hafði aðeins mátt orðsins heldur jafnframt vit, þekkingu, virðingu fyrir sannleikanum og óbilandi tryggð við þann málstað sem hann vissi réttastan."
Jón Helgason; Á kvöldvöku í Kaupmannahöfn 17da júní 1943.
Háir styrkir frá Baugi og FL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 10:48
Þreyta er ekki eingöngu óþægileg...
Konur í vandræðum á Öræfajökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2009 | 11:28
Niðurskurðurinn fagnaðarefni fyrir lækna
Loksins, loksins! Loksins verða mér skapaðar aðstæður eftir 30 ár í þjónustu ríkisins til að vinna á sömu skilmálum og aðrir launþegar þ.e. vitandi að morgni hvenær vinnutímanum lýkur að kvöldi. Nú veit ég að þjónustu minni við heilbrigðisráðherrann lýkur kl. 15:55 hvern dag og þá get ég gengið út af vinnustaðnum sáttur við guð og menn, hafandi greitt keisaranum það sem hans er.
Skerðing dagvinnutekna um 12 % plús er viðráðanleg upphæð, þegar hugsað er til þess, að fyrir hana fæst vel afmarkaður og vel skilgreindur vinnutími lækna annars vegar og betri hagur ríkissjóðs hins vegar.
Óttast áhrif sparnaðar í heilsugæslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.4.2009 | 13:13
Kilja Egils varpar ljósi á tvo stráka ...
...eða öllu heldur unga menn, sem hittast á sjúkrabeði annars. Sá er yfirkominn af kvenlegri aðhlynningu og nánast fangi umhyggju hennar. Þetta er í Miðstrætinu á árunum eftir fyrri heimstyrjöld og tengdamamma mín sáluga einhvers staðar í næsta nágrenni á ungbarnarýjunni væntanlega.
Við hittum þá næst í bjartri sumarnóttinni á leið inn fyrir Rauðará og austur í grjótholtin ofan við Tungu og þar innaf. Þeir eru þyrstir og svangir og fyrirhyggjulausir þess utan. Í holtinu ofan við veginn er greiðasala í heimahúsi og þangað hverfa þeir. Fjallmyndarleg kona, sem yngist með hverri setningunni, klifar einlægt á því, að beinanum sé lokið þann daginn. Um leið ber hún þeim mjólk og bætir á, þegar sér í borð. Þeir launa greiðann með flissi og fíflalátum og að lokum hlátri, þannig að mjólkin puðrast um og yfir þá. Þetta kannast allir við, sem enn hafa heilsu til að rifja upp æskuárin.
Síðan liggur leiðin inn fyrir bæ. Ferðin sækist illa þar sem einn er vanbúinn til fótanna og er annar fóturinn lakari, hvað sem Gunnlaugi ormstungu líður. Magnús á Blikastöðum tekur þá upp í en á ekki bensín lengra en að heimreiðinni sinni og þeir leggja á hálsinn ofan Lágafells og fara um móa og mýrar í Skammadal til Mosfellsdals. Sá sem heldur á penna er þar kunnugur. Hann kemur þeim í húsaskjól þar sem þeir losna við vosbúðina. Það má hverjum manni ljóst vera, að hinn bæklaði förunautur er höfundi textans hjartfólginn og frásögnin ólík ýmsum öðrum, þar sem finna má lýsingar þessa manns af samtíðarfólki sínu. Þar sleppur jafnvel Erlendur í Unuhúsi ekki undan.
Það rifjast upp, að nokkrum árum áður er höfundurinn, þá varla kominn af barnsaldri, í hrossaragi á Hvalfjarðarströnd og verður þar ferðstola fyrir gestrisni heimamanna. Hann lýsir því svo, að það taki lungann úr deginum að ná upp hita undir frambærilegu bakkelsi. Þar rekst hann á rifrildi úr blaði með ljóði eftir Jóhann Jónsson, Hafið dreymir, og verður svo hugfanginn af kvæðinu, að móeldurinn og bakkelsið endist honum til að læra það fyrir lífið. Þessu segir hann frá í Grikklandsárinu eins og gönguförinni til Laxness. Skáldið úr Ólafsvík, þessu guðsvolaða plássi, er öðruvísi en annað fólk, aðrir menn, önnur skáld. Handgegnar mannlýsingar með kerskni, ærslum og háði, jafnvel þegar vinir eiga í hlut, eru hér víðsfjarri. Nú víkja þeir fóstbræður, Gerpla og allur bálkurinn aftur til Steins Elliða fyrir broddlausri nærgætni og lotningu. Í raun einhvers konar öfugmæli í gjörvöllu skáldverki Laxness. Ásta Sóllilja hefur sérstöðu ekki ólíka.
Rúmum áratug síðar förum við um Skáldatíma til Leipzig,þar sem þeir eyða tíma saman Jóhann Jónsson, skáld frá Ólafsvík og Halldór Guðjónsson, rithöfundur, frá Laxnesi. Þeir fara um slóðir Bachs, Jóhann og Halldór, annar að búa sig undir dauðann, sem aldrei vill koma og hinn að kveðja ástvin. Baksviðs er leikkonan sem býr við Jóhann í dauðastríði hans, frú Göhlsdorf. Sögur fara af henni síðar á Íslandi í torskilinni einsemd í Tjarnargötunni við nauman kost.
Hennar sögu höfum við vanrækt.
Skáldatími er merkilegur fyrir þessar fátæklegu línur um manninn, sem Halldór Laxness elskaði heitar en aðra, sem hann gerir að umtalsefni, ef frá eru skildar amma hans og móðir. Að öðru leyti er Skáldatími teprulegur flótti frá sænskum skálaræðum, katólsku og hinu gerska ævintýri kommúnismans.
Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?
Það er ekki með öllu ónýtt að eyða smá tíma við sjónvarpið, þegar Kiljan er annars vegar.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.4.2009 | 15:44
Sigurður Kári stendur fyrir málþófi
...ásamt öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Mér sýnast þeir nú vera allir á mælendaskrá og hver sótraftur á flot dreginn. Guðfinna rektor var í ræðustóli rétt í þessu og tuggði upp eftir Sigurði Líndal og Davíð Þór Björgvinssyni margþvælda tuggu, sem vitnað hefur verið til oftar í þessum umræðum en tölu verður á komið.
Hvað er það annað en málþóf? Stundum hafa þingmenn borið gæfu til að sammælast um, að svo væri komið í umræðu, að öll rök væru fram komin og ástæðulaust að teygja lopann frekar. Nú er eitthvað annað á ferðinni.
Sjálfstæðismenn standa og reyta af sér fjaðrirnar þar til engin verður eftir fyrir kjörkassana.
Þingmenn syngja og dansa darraðardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2009 | 20:59
Maður mér nákominn
Ekkert fær snortið
ættarlaukinn;
hann fer um boga litbrigðanna
eins og enginn sé gærdagurinn.
Kreppan er víðsfjarri,
andvarp fortíðar.
Nú er nýr dagur,
þjónn vonar og gleði,
sem opnast eins og draumur
í blæþýðu skrúði.
Hús á bjargi
byggt í sólheitu landi.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)