15.8.2014 | 19:52
Ríkisútvarpið gengur erinda sinna.
Ríkisútvarpið segir hlustun á bænir litla. Þessir dagskrárþættir séu börn síns tíma.
Ég hef fylgst með bænum, morgunbænum, morgunorðum, kvöldbænum og öðru guðsorði á gömlu gufunni um áratugaskeið. Sérstaklega hentaði mér að hlusta á morgunbænina, þar sem tími hennar hentaði mér vel í svefnrofunum rétt fyrir sjö. Þetta var á 10. áratugnum. Svo fór það að koma fyrir, að morgunbænin féll niður vegna lengri veðurfrétta í morgunsárið og fréttirnar urðu að vera á sínum stað hvað sem tautaði og raulaði. Og allt í einu heyrði ég ekki morgunbænir lengur. Hélt þær hefði fallið niður. En viti menn. Þær voru komnar framfyrir veðurfregnir rétt upp úr 6:30.
Hver er vaknaður þá? E-r örfáir.
Forráðamenn Ríkisútvarpsins fullyrða e.t.v. með réttu að hlustunin sé lítil.
Þeir eiga sinn þátt í þeirri þróun og sennilega meðvitaðan
28.6.2014 | 10:31
Guðbergur Bergsson í dag
26.6.2014 | 13:24
Ábyrgðarlaus afstaða Árna Páls
Enn sannast hið fornkveðna, að stjórnmálamenn hafa tilhneigingu til að forðast óþægindi og láta hentistefnu ráða.
Ef þetta verður niðurstaða málsins þ.e. að láta kyrrt liggja og halda þessari leið opinni fyrir almenning til fjárfestinga erlendis mun það óhjákvæmilega leiða til flótta úr séreignakerfi lífeyrissjóða og annarra íslenskra fjármálastofnana. Allt skynsamt fólk mun ráðstafa lífeyrissparnaði sínum í séreign á verðbréfamörkuðum erlendis, þar sem meiri dreifing og öryggi á endurheimtum fæst.
Ef Árni Páll ætlar að standa við þessa skoðun verður hann þegar í stað að gera tillögur um að gjaldeyrishöftum verði aflétt af fjárfestingum lífeyrissjóðanna erlendis.
Annað er í hrópandi ósamræmi við jafnræðisregluna.
Árni Páll stöðvaði Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2014 | 09:31
Lögbrotin eru augljós og þarfnast ekki mikillar rannsóknar
Með ráðstöfunum í kjölfar hrunsins 2008 var girt fyrir kaup Íslendinga á erlendum gjaldeyri fyrir krónur til fjárfestinga erlendis nema með alveg sérstökum undanþágum. Jafnframt var fólki gert kleyft að standa við skuldbindingar sínar erlendis, sem það hafði samið um fyrir hrun.
Er nokkur, sem andmælir þessu?
Erlend líftryggingafélög og umboðsmenn þeirra hérlendis héldu áfram að selja "líftryggingasamninga" sína, sem innihalda annars vegar líftryggingu (sem er þjónusta og heimilt að kaupa fyrir gjaldeyri) og hins vegar söfnunarlið, sem er sparnaður eins og t.d. séreign íslensku lífeyrissjóðanna og á sér bakland í erlendum verðbréfum.
Með gjaldeyrishöftunum frá 2008 var óheimilt að selja Íslendingum gjaldeyri fyrir krónur til nýrra fjárfestinga erlendis. Það er alveg skýrt.
Þetta hafa hins vegar þessi erlendu tryggingafélög og umboðsmenn þeirra hérlendis gert í trássi við lög.
Hægt er að halda því fram, að samninga þessa hafi almenningur gert í góðri trú. Það er vafalítið rétt í mörgum tilfellum. Það er hins vegar mín skoðun, að þegar frá leið hafi margir áttað sig á hvernig þessum málum var háttað og að þessi viðskipti færu alfarið í gegn anda þeirra ráðstafana, sem gerðar voru 2008. Þrátt fyrir það hafi þeir kosið að halda þessum viðskiptum við og jafnvel stofnað til nýrra.
Það er vandinn, sem við er að fást í dag.
Grunur um brot á lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2014 | 17:05
Ályktun aðalfundar Læknafélags Íslands, 2005, um öryggi sjúklinga við veitingu heilbrigðisþjónustu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2014 | 13:33
Hver er árangurinn af sameiningu heilbrigðisstofnana?
Nú, þegar Norðlendingar standa frammi fyrir áætlunum um sameiningu heilbrigðisstofnana þar, er rétt að staldra við og leggja mat á árangurinn af þeim sameiningum, sem þegar hafa átt sér stað.
Kanna þarf, hvaða áhrif sameiningar á Vesturlandi og Austurlandi og jafnvel Suðurlandi hafa haft á heilbrigðisþjónustu í jaðarbyggðum þessara landsvæða.
Hefur sameining og aukin miðstýring styrkt heilbrigðisþjónustuna á Djúpavogi, Kirkjubæjarklaustri og í Búðardal svo dæmi séu tekin?
Þingeyingum hefur vegnað vel í þessum efnum miðað við aðstæður og sjálfsagt að stjórnvaldsaðgerðir, sem ætlaðar eru til framfara, valdi ekki afturför.
Leggjast gegn sameiningu heilbrigðisstofnana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2014 | 12:14
Læknar tóku upp umræðu um öryggi sjúklinga fyrir áratug
Læknafélag Íslands stóð fyrir umræðu, sem hófst á aðalfundi félagsins á Hólum 2003, þar sem vakin var athygli á öðrum kúltúr en þessum í þágu sjúklinga. Formaður danska læknafélagsins, svæfingalæknir að starfi, kom og talaði um nauðsyn annarrar sýnar en þessarar og réttarbætur, sem orðið höfðu í Danmörku. Markmiðið var aukið öryggi sjúklinga með örvandi umhverfi fyrir tilkynningar og rannsóknir á óhöppum við veitingu heilbrigðisþjónustu.
Aðalfundur LÍ nokkru síðar samþykkti áskörun á löggjafann og heilbrigðisyfirvöld um að breyta regluverkinu hér á landi í þágu þessa málefnis. Heilbrigðisráðuneytið bað um umþóttunartíma, þar sem það hafði í hyggju að láta athuga tíðni atvika hér á landi til samanburðar við skráningu í öðrum löndum. Landlæknir átti að vinnu verkið. Fyrir nokkrum árum var grennslast fyrir um þetta og kom þá í ljós, að landlæknir taldi sig ekki hafa neina peninga í það verk, sem honum var falið og því hafði ekkert verið gert. Álfheiður, þáverandi ráðherra, brást ókvæða við og sagði landlækni hafa tugi milljóna ónotaðar til að ráðstafa í þetta og þar með lognaðist málið út af að nýju.
Við búum því enn við frumstæð sjónarmið og frumstætt kerfi, þar sem refsigleði virðist ætla að vinna gegn öryggi sjúklinga í stað endurbóta, sem eru eilífðarverkefni.
Siðferðilegt glapræði ríkissaksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2014 | 22:49
Siðferðisvandi í einni svipan
Hræðsla við þátttöku í rannsóknum hefur verið nefnd, sem ástæða þeirra, sem amast nú við síðasta átaki Íslenskrar erfðagreiningar til söfnunar lífsýna.
Það er ekki rétt. Sá siðferðisvandi, sem nú er til staðar, er alveg sjálfstætt úrlausnarefni.
Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar á erfðaefni Íslendinga m.t.t. ferðalags sjúkdómanna um kynslóðirnar eru merkilegar. Þetta eru grunnvísindi og við slíka vinnu er jafnan óljóst hvaða gagnsemi hlýst af niðurstöðunum. Alið hefur verið á miklum væntingum varðandi afurðir ÍE og umdeilt hefur verið svo ekki sé meira sagt, hvernig þeirra er aflað.
Ef einhver óumdeild starfsemi finnst á Íslandi, þá er það starf fólksins í Landsbjörgu. Með þessu bragði ÍE er það fólk og landsmenn allir, sem dást að starfi þess, en vilja ekki af e-m ástæðum taka þátt í rannsóknum ÍE, sett í ómögulega stöðu. Almenningur er settur í þann siðferðisvanda, að þurfa að taka afstöðu til Landsbjargar og ÍE í senn. Annaðs vegar vinsælasta og óumdeildasta aðila í landinu og hins vegar umdeilds vísindafyrirtækis, sem starfar í markaðsumhverfi.
Það er þessi staða, sem er ámælisverð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.5.2014 | 21:28
Gefum þeim 2000 krónur
Ég er svolítið kvíðinn. Ég kvíði því að verða sakbitinn þegar ég neita Landsbjargarfólkinu um lífsýni úr mér. Landsbjargarfólkið er nefnilega það fólk, sem er í mestu uppáhaldi hjá mér. Fólkið okkar, "herinn" okkar með jákvæðu formerki. Bara miklu betri en allur her, þar sem það leggur fram krafta sína sjálfviljugt af áhuga og af ósérhlífni. Oft takandi verulega áhættu og unandi við ástvini heima í algerri óvissu.
Ég er undir pressu um að neita því ekki um lífsýni úr mér til þess að það geti betur þjónað þessu áhugamáli sínu í mína þágu.
Ég ætla að leysa málið með því að gefa þeim 2000 krónur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
14.4.2014 | 22:10
Grauturinn er heitur
og kötturinn á sífelldu róli. Hve lengi hefur verið tönglast á því að lækna vanti, þeir komi ekki heim úr námi, þeir eldist, vinnuframlag minnki og engum dettur í hug í alvöru að draga fram ástæðurnar, sem liggja í augum uppi? Allra síst pólitíkusarnir, sem ábyrgð bera á þessu ástandi.
Litið hefur verið á heimilislækna sem þjóna kerfisins og hlutverk þeirra útmálað með hástemmdum orðum og tilvísunum til alþjóðlegra yfirlýsinga um mikilvægi heilsugæslunnar sem fyrstu viðkomu í leit að heilbrigðisþjónustu. Spor sögunnar liggja allt til Alma Ata 1978. En útfærslan og kraftarnir hér á landi hafa allir farið í annars vegar að njörva heimilislæknanna niður sem ríkisstarfsmenn og "embættismenn" ef vel liggur á fólki og hins vegar að reita af þeim fjaðrirnar, kroppa af þeim kjörin. Dæmin úr rekstri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru næg og þau nýjustu snúast um ýtrustu útfærslur á lágmarkskjörum, þegar Róm brennur undir fótum stjórnsýslunnar.
Hvernig er heilsugæslan rekin, þar sem þjónustustigi er viðunandi? Í Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi? Þar hafa stjórnmálamenn áttað sig á því, að sama rekstrarform hentar ekki öllum læknum og að ábyrgð þeirra sjálfra á læknisþjónustunni kann að laða fram meiri starfsánægju og meiri afköst. Í annan stað þá kostar það fjármuni að hafa heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað þannig að til sparnaðar leiði á síðari stigum heilbrigðisþjónustunnar. Þessu hafa stjórnmálamenn í áðurnefndum löndum áttað sig á.
Hér á landi hafa menn aldrei horfst í augu við þessar staðreyndir nema etv. á áttunda áratugnum, þegar nauðsynlegar umbætur voru gerðar á heilbrigðisþjónustu í dreifbýli. Stjórnmálamennirnir fara í kringum þessar staðreyndir eins og kettir í kringum heitan graut og læknar í ábyrgðarstöðum líka.
Á meðan hanga síðustu Móhíkanarnir á blóðugum nöglunum í störfum sínum og ekkert Kolbrúnarskáld sjáanlegt til að draga þá upp úr hvönninni.
Tveggja vikna bið á heilsugæslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |