Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.3.2014 | 21:39
"Keep them ignorant, keep them pregnant".
Á öllum tímum hefur þetta verið eitt af beittustu vopnum mannsins. Skerða upplýsingu, hefta umræðu, banna samblástur. Heimaaldi múllann frá Sauárkróki, sem hefur öreklapper, þegar litið er til reynslu af öðrum þjóðum, reynir að keyra í gegn þingsályktun, sem tryggir alþjóðlegt limbó alþýðunnar á Íslandi. Hvers vegna? Til að tryggja ákveðna niðurstöðu áður en nokkuð liggur í raun fyrir?
Má ekki bara svara þessu með samningi? Hvað er á móti því? Maður fer ósjálfrátt að halda að samningur kunni að verða of jákvæður, kunni þrátt fyrir allt að verða samþykktur afr þjóðinni. Andstaðan stafi af hræðslu við það.
Ef svo er, þá er alveg bókað, að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.3.2014 kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
21.2.2014 | 22:00
Fláræði í stjórnarsáttmála
Í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar segir:
"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."
Að jafnaði vísa stjórnarsáttmálar til þess, sem ríkisstjórnir ætla sér að gera. Þeir vísa ekki til þess, sem aðrir kunna að standa fyrir eða vilja hrinda í framkvæmd. Í ljósi þeirra atburða, sem hafa gerst hér á landi að undanförnu í tengslum við samningaviðræður við ESB, þá er þetta ákvæði stjórnarsáttmálans bara bull og ósannindi.
Er nema von, að Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, kalli þetta svikin kosningaloforð síns eigin flokks. Þessi orð hans hafa vafalítið verið honum þungbær en vel valin.
Á ekki að koma neinum á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.2.2014 | 21:17
Ári síðar
Fyrir tæpu ári settist ég undir húsvegg í Búðardal og varð fyrir bókmenntalegri upplifun. Hún var svolítið sérstök, þar sem hún átti upptök sín í litlum kassa á húsinu. Ég bloggaði um þetta dulítið.
Ég átti leið þarna hjá í dag. Það var um svipað leyti dags og síðast. Norðanátt, strekkingur og frost í lofti. Það var ofurlítið skjól við húsvegginn. Fuglinn vaggaði sér rétt utan við fjöruborðið, mávur og úandi æður. Hún var þarna í hópi eins og alltaf þegar íslaust er. Sólin skein. Úr veggnum hljómaði gamla Gufan eins og áður. Það var bókmenntaþáttur og ungur maður las úr nýútkominni bók. Það var tunglbók sagði hann. Eitthvað, sem gefið er út á fullu tungli. Það munu vera öðruvísibækur. Hún heitir Spennustöðin.
Ég veit ekki hvað þeim kemur til, húsráðendum, að standa fyrir þessu útvarpi í mannlausu húsinu á Ægisbrautinni í Búðardal. Kannski synir þeirra Óskars og Hennýar haldi með þessu minningu foreldra sinna á loft. Eflaust. Kannski gamli maðurinn hafi setið þarna og losað sig við streitu hversdagsins undir Gufunni.
Eins og ég.
Þessi bekkur er sannkölluð Spennustöð.
12.10.2013 | 21:50
Aðdáun mín mun ekki drepa Megas
Aðdáun þjóðarinnar að drepa Megas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2013 | 13:05
Faðir minn heitinn?
Væri ég lifandi hefði ég sent þessa vísu inn í Moggann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2013 | 14:21
App er kló
Appið hefur vafist fyrir mér. Þó það beygist eins og tam. happ þá finnst mér það einhvern veginn án jarðteningar í íslenskunni. Enda er tilvísunin í enska orðið "application". Einhvers staðar er því haldið fram að "application" sé forrit. Svo er auðvita ekki.
Application er e-ð, sem veitir aðgang, umsókn eða tengi. Því má nota orðið yfir smáforrit meðal annars. Í þeirri merkingu auðveldar og einfaldar forritið fólki aðgang að flóknari aðgerðum með stórum gagnagrunnum á netinu. Appið stingur okkur réttilega í samband við slíka möguleika.
Allir Íslendingar hafa vanist orðinu "kló" yfir það verkfæri, sem kemur okkur í samband við rafmagnið. Kló er skemmtilegt nýyrði í rafmagnsfræðinni. Hún líkist á vissan hátt klóm í dýraríkinu og svo notum við hana til að "læsa" rafmagnstækin í rafstrauminn.
Af hverju ekki að nota klær til að læsa okkur við aðgerðir af þessum toga á netinu?
6.9.2013 | 14:47
Læknavandinn á LSH-einföld lausn
Á fundi í Læknafélagi Íslands í gær hvatti heilbrigðisráðherrann menn til að tala í lausnum. Blóðbankastjóri til hins sama, ef ég man rétt. Þetta er gagnleg ábending og að mínu viti ekki erfitt að verða við þessari ósk. Það er hins vegar skiljanlegt, að menn kinoki sér við að nefna snöru í hengds manns húsi, sérlega þegar fjármunir hafa afgerandi þýðingu fyrir lausn máls á fjárhagslega aðþrengdum spítala til áratuga. Hvar er þá lausnina að finna?
Ég hitti góðan vin minn í lyflæknastétt á göngunum liðið vor. Hans sagði svona eins og upp úr þurru: Segðu mér af hverju unga fólkið vill ekki vinna hjá okkur? Hjá mér var auðvitað fátt um svör. Ég fann að þetta lá þungt á honum enda hans tími löngu kominn til að hlífa sér og gæta heilsunnar.
Ég hef auðvitað fylgst með þróuninni á Landspítalanum til margra ára og ekki með öllu ókunnugur því, hvaða kúltúr hefur verið ríkjandi þar innan veggja varðandi málefni yngri lækna og hvernig tekið er á umkvörtunum þeirra. Á liðnum árum hafa verið teknar íþyngjandi ákvarðanir um vinnufyrirkomulag og vaktalínur, sem hafa leitt til árekstra og jafnvel uppsagna. Þetta hefur verið gert í skjóli kreppuunnar, aðhaldsaðgerða, hagræðingar og raunverulegs niðurskurðar. Sú staðreynd, að lyflækningasviðið er undirmannað í dag er bein afleiðing þessara ákvarðana yfirstjórnar sjúkrahússins. Hefur það leitt til þess að ungu læknarnir kjósa að vinna annars staðar.
Það er rétt hjá ráðherranum að fjármunir séu ekki allt í þessari stöðu heldur einnig vilji til verka. Þar getur hann ekki átt við annað, en að yfirstjórn sjúkrahússins verði að setjast niður með læknum og vinda ofan af ástandinu. Yfirstjórnin verður að ganga í sig. Verkefni dagsins er að spyrja ungu læknana hvers vegna þeir vilji ekki vinna á lyflækningadeild LSH. Þetta er ekkert flóknara. Svo verður að horfast ú augu við það, sem færa þarf til betri vegar. Allt tal um annað er einungis til þess fallið að þynna út vandann, breiða yfir hann; láta sem svo, að hann sé ekki til. Á því hefur því miður borið.
Fækkun lækna í námsstöðum á lyflækningasviði LSH er auðvitað aðgerð að sínu leyti. Það eru viðbrögð lækna í þröngri stöðu. Það eru ekki viðbrögð lækna, sem eru afhuga ævistarfinu. Þvert á móti. En það verður ekki bætt um nema við þá verði rætt og á þá hlustað og þeim mætt með nauðsynlegum úrbótum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2013 | 21:43
Íslenskur draugagangur á Indlandi
"Ghosh segir að margt hafi verið að í efnahagslífi Indlands og sjá hafi mátt þessa þróun fyrir. Hagvöxtur á Indlandi hafi verið drifinn áfram af eftirspurn sem hafi byggst á lántökum. Fjárfestingar hafi í of miklum mæli byggst á skammtímagróða. Mikið hafi verið fjárfest í byggingariðnaði en minna í útflutningsgreinum."
"Ghosh segir að það sem gerst hafi á Indlandi á síðustu árum sé velþekkt. Fjárfestar uppgötvi land með ný tækifæri og í kjölfarið streymi fjármagn til landsins. Það stuðlar að vexti í landinu og ýtir undir hækkun á raungengi. Hækkun gengis dregur hvatann úr útflutningsgreinum og innflutningur eykst. Innlendir fjárfestar leita því leiða til að ávaxta fé sitt með því að setja það í fasteignir og nýbyggingar frekar en að fjárfesta í útflutningsfyrirtækjum. Allt leiðir þetta til eignabólu á fasteignamarkaði og hlutabréfamarkaði. Samhliða þessu eykst viðskiptahallinn, en enginn hefur áhyggjur af því meðan peningarnir halda áfram að streyma til landsins.
Ghosh segir að bólan springi hins vegar á endanum. Það geti verið ýmislegt sem verði til þess að hún springi, en afleiðingarnar bitni fyrst og fremst á launafólki, sem ekki hafi hagnast á uppsveiflunni. Þegar kreppan skellur á verði launafólk fyrir samdrætti í tekjum og atvinnuleysi aukist."
Nú verður forvitnilegt að fylgjast með því, hvort efnahagsstjórnin á Indlandi verður jafn afskiptalaus um ástandið og raunin varð hér. Lausnir núv. ríkisstjórnar eru keimlíkar. Auka innlenda eftirspurn og hagvöxt með aukinni skuldsetningu ríkissjóðs og þrýstingi á gengið.
Óttast hrun á Indlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2013 | 21:54
Hvað gerðu þeir, sem við viljum bera okkur saman við
Fyrir um tuttugu árum eða rúmlega það varð húsnæðisbóla og bankakreppa í Noregi svipuð þeirri, sem hér varð. Um fjórðungur heimila þar í landi voru í skuldavanda vegna þeirrar kreppu. Í olíuríkinu var ekki gripið til neinna sértækra aðgerða til að leysa þeirra vanda; nákvæmlega ekkert var gert. Þar urðu menn að krafla sig sjálfir út úr því, sem þeir höfðu komið sér í. Það þótti heilbrigðasta niðurstaðan fyrir samfélagið.
Hér á landi hafa þegar verið færðir fjármunir á milli kynslóða til þeirra, sem verst standa. Það er farið fram á meira og því hefur verið lofað, sem ekki er hægt að efna. Kannski hafa frændur okkar verið of staðir fyrir okkar smekk og við hrakist hingað af þeim ástæðum
AGS leggst gegn skuldaniðurfellingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2013 | 09:54
Ég get tekið undir með þessum unga lækni
sem skrifar á Snjáldru í tilefni greinar Sigurðar Guðmundssonar og Einars Stefánssonar í Morgunblaðinu í gær:
"